Börn og menning - 2020, Side 38

Börn og menning - 2020, Side 38
Mér finnst . . . Ástrós Hind Rúnarsdóttir … að það sé margt sem megi bæta fyrir unga íslenska lesendur. Ég er sjálf átján ára og hef alltaf lesið mjög mikið, alveg sama hvort það sé Hús andanna eftir Isabel Allende, Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi eða Allt í sleik eftir Helga Jónsson. Þegar ég var yngri fann ég aragrúa af íslenskum og þýddum ung- lingabókum frá níunda og tíunda áratugnum í kjallar- anum hjá ömmu og afa. Ég svoleiðis andaði þeim að mér og verð enn himinlifandi þegar ég finn unglinga- bækur frá þessum tíma sem ég hef ekki lesið. Þess vegna furða ég mig alltaf á því að þessi bókaflokkur virðist hafa rýrnað með árunum. Í vor skrifaði ég lokaritgerð í Kvennaskólanum í Reykjavík sem ber titilinn „Fimmt- án ára á föstu, sextán ára á snappinu: Staða íslenskra ungmennabókmennta í dag“ og reyndi að komast til botns í þessu máli. Þegar Bókatíðindi síðustu tíu ára eru skoðuð má sjá að íslenskum ungmennabókum er ekki gefið mikið pláss, þær falla oftast í sama flokk og barnabækur og enginn skýr greinarmunur gerður á þeim og öðrum bókum fyr- ir yngri lesendur. Þegar þær svo fengu sinn eigin flokk, árið 2014, voru ekki nema örfáar íslenskar ungmenna- bækur í flokknum ár hvert. Þetta er algjör andstæða við erlenda bókaútgáfu þar sem svokallaðar YA-bækur (e. young adult) mynda einn stærsta bókaflokkinn og fá undir sig heilu gangana í bókaverslunum. Erlendar ungmennabækur fá einnig mikla um- fjöllun á samfélagsmiðlum. Í raun er heilt samfélag í netheimum sem kennir sig við bækur: „bookstagram“ (Instagram-síður um bækur), „booktube“ (Youtube-rás- ir um bækur) og „booktok“ (TikTok-rásir um bækur). Mér finnst þetta alveg vanta á Íslandi og held að slíkt myndi gera mikið fyrir unga lesendur hérlendis. Form- ið er afslappað og hver sem er getur tekið þátt í umræðu og búið til efni. Umfjöllunin þyrfti ekki að snúast bara um ungmennabækur heldur væri aðalmálið að ungt fólk hefði stað til að nálgast bókameðmæli frá fólki á sínum aldri, umfjöllun og aðra lesendur. Okk- ur vantar unga, íslenska bókaáhrifavalda. Listamannalaun rit- höfunda gefa líka skýra mynd af stöðu ungmennabóka hérlendis. Ef við skoð- um listamannalaunin árið 2019 sjáum við að fáir ef ein- hverjir rithöfundanna sem efstir eru á listanum (þ.e.a.s. fá laun í tólf mánuði) skrifa fyrir ungmenni. Auðvitað er erfitt að flokka rithöfunda á þennan hátt, ungmenni lesa líka „fullorðinsbækur“, en ef maður lítur á þetta t.d. út frá flokkun í bókaverslun er sáralítið um fjármögnun skrifa á bókum ætluðum ungmennum. Fjármögnun- in getur þó ekki einungis náð til uppsprettu bókanna heldur þarf ríkið líka að styrkja skólabókasöfn, bæði í grunn- og framhaldsskólum, svo að ungt fólk fái að venjast því að hafa greitt aðgengi að lesefni. Þannig sköpum við lesendur framtíðarinnar. Ég held að hlutverk skólanna sé yfirhöfuð nokkuð stórt þegar kemur að lestrarvenjum barna og unglinga. Í bókinni Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum sem kom út árið 2018 var bókmenntakennsla sérstak- lega skoðuð og kom í ljós að flestar skáldsagnanna sem notaðar voru í kennslu komu út fyrir árið 2000 og var meðalaldur þeirra 39 ár. Þegar litið er yfir listann má sjá að aðalpersónur þessara bóka eru sjaldan á sama aldri og nemendurnir sem lesa þær. Til dæmis er Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar miðaldra karlmaður innan rannsóknarlögreglunnar og fjórar aðalpersónur Engla alheimsins eru sömuleiðis karlmenn á fullorðins- aldri. Auðvitað getur verið þroskandi að lesa „upp fyrir sig“ en ef tilgangurinn er að kveikja lestraráhuga hjá börnum og unglingum er áhrifaríkasta leiðin að láta þau fá lesefni þar sem þau geta samsamað sig persón- unum og sett sig í spor þeirra. Og þá erum við komin í hring, ef nemendur eiga að lesa bækur um fólk á sínum

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.