Börn og menning - 2020, Side 6

Börn og menning - 2020, Side 6
Börn og menning6 en yfirnáttúrulegt afl (og stundum ofurmannlega galla). Goðin, hvort sem þau eru grísk, norræn, mið-amerísk, suður-amerísk, mesopótamísk eða ættuð frá Kan- anslandi, eru ódauðleg, eða svo gott sem, og hirða lítt um dauðlegar verur eins og mennina sem ákalla þau; þau leika tilbiðjendur hart, hlaða þá kaunum, ljósta eldi og troða undir fæti. Ofurhetjurnar eru annarrar gerð- ar, oft karlar eða konur sem öðlast hafa ofurkraft vegna köngulóarbits, geislavirkni, efnablöndu eða guðlegs inngrips. Þær berjast við ill öfl til að vernda sakleys- ingja, koma í veg fyrir heimsendi og forða mannkyni frá hungruðum geimverum. Hetjur í nýjum búningi Hasarblöðin áttu sína velmektartíma á sjöunda áratugn- um og fram á þann níunda, en hetjurnar lifðu áfram (enda ódauðlegar), nú í bíói. Þór birtist á hvíta tjaldinu 2011 í mynd sem heitir eftir honum og síðan í mynd- unum The Avengers (2012), Thor: The Dark World (2013), Avengers: Age of Ultron (2015), Doctor Strange (2016), Thor: Ragnarok (2017), Avengers: Infinity War (2018), Avengers: Endgame (2019) og væntanleg er að minnsta kosti ein mynd til, Thor: Love and Thunder, sem sýna á 2022. Ástralski leikarinn Chris Hemsworth leikur Þór í myndunum, og segja má að hann sé orðinn ímynd Þórs á okkar tímum. Þegar norrænu goðin voru innlimuð í goðsagnaheim Marvel breyttust þau eðlilega talsvert og fjarlægðust uppruna sinn, eins og vera vill þegar fólk flyst búferlum xxxxxxxxx Þegar teiknimyndasögur fyrri tíma eru lesnar spegla þær það sem fram fór í raunheimi eins og Michael Chabon rekur í skáldsögunni The Am- azing Adventures of Kavalier & Clay (2000), sem segir frá listasamfélaginu sem stóð að „gullöld“ teiknimyndasögunnar (1938–1950) þegar ofur- hetjurnar glímdu við nasisma. Á „silfuröldinni“, sem svo var nefnd, sneru menn sér að kommún- istum, enda vildu menn styðja við ríkjandi þjóð- félagsskipan, sem sést einna best í reglunum sem teiknimyndaiðnaðurinn setti sér, CCA, eða Comics Code Authority. Í þeim reglum mátti ekki sýna nekt og ekki of mikið ofbeldi, ekki lostugt athæfi eða orðfæri, hjónaband og kjarnafjölskylda var tak- mark samdráttar karls og konu, yfirvöld varð að sýna í jákvæðu ljósi og glæpamenn í sem verstu. Já, og svo varð hið góða að sigra. Gullöld og silfuröld Í goðafræði Marvel-manna rennur Óðinn saman við geimveruútgáfu af Jahve.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.