Börn og menning - 2020, Blaðsíða 28
28 Börn og menning
tengja hinn forna sagnaarf við miðlunarform sem nem-
endur þekkja (teiknimyndasögurnar) og meira að segja
bækur sem allir könnuðust við og margir höfðu lesið
fannst mér ég ná betur til þeirra en oft áður. Sögurnar
urðu merkingarbærari, áttu sér einhverja stoð í lífi nem-
enda fremur en að tilheyra aðeins löngu liðinni fortíð
sem kemur nemendum ekkert við.
Með því að skoða það sem upprunalegu textarnir og
myndasögurnar áttu sameiginlegt gátum við rætt um
grunnþætti sagnanna, hvað það er sem alls ekki má
missa sín og verður að vera til staðar svo að enn sé um
sömu sögu að ræða, þótt umgjörðin sé breytt. Í umfjöll-
un um það sem er öðruvísi, það sem greinir mynda-
sögurnar frá hinum fornu textum var á hinn bóginn
hægt að ræða hvað það er sem má missa sín eða hægt
er að taka út og hvaða afleiðingar það hefur og um leið
hverju hefur verið bætt við.
Verkefnavinna í tengslum við framsetningu efnis var
mjög frjó en heilmikið púður fór í umræðu um sam-
vinnu mynda og texta í teiknimyndasögum, hvernig
lesa eigi úr römmum og hverju myndir geta bætt við
texta. Sérstaklega var áhugavert að skoða hvað það var
sem myndirnar einar og sér komu á framfæri og tengja
við vísur Völuspár og sögur Gylfaginningar.
Nemendur unnu ýmis verkefni tengd goðafræði en í
stærsta verkefninu, sem þeir unnu í hópum, völdu þeir
sér eina af Goðheimabókunum og áttu að bera hana
saman við hinn forna menningararf. Þeim var upp-
álagt að fjalla um söguþráð, persónur, sögusvið, fléttu
o.s.frv.; greina frá því hverju er sleppt í Goðheimabók-
inni og hvar sé aukið við og velta fyrir sér hvers vegna
svo sé. Þá áttu þeir að rannsaka sérstaklega teiknistíl,
litanotkun og letur og hvernig þessi atriði hafa áhrif á
söguna. Þeim var líka uppálagt að geta sér til um ætl-
aðan lesendahóp bókarinnar. Framsetning verkefnisins
var frjáls; nemendur gátu skilað verkefninu á pappír, í
rafrænu formi, sem myndbandi, hljóðskrá eða með ein-
hverjum öðrum hætti. Þeim var einnig frjálst að búa til
eigin myndasögu byggða á Gylfaginningu eða Völuspá
og skila með henni skýrslu þar sem gerð er grein fyrir
efnisvali, persónugerð o.s.frv.
Óhætt er að segja að mesta fræðslan og menntun-
in hafi farið fram meðan nemendur unnu þessi stóru
verkefni. Umræður tímanna á undan og fyrirlestrar
kennara síuðust betur inn og þeir lögðu virkilega hart
að sér. Einn hópur skrifaði söguna um Brísingamenið
upp á nýtt og teiknaði eigin myndir og lagði áherslu á
að blanda saman upprunalega textanum og svo slangri
unglinga dagsins í dag og útkoman var virkilega skraut-
leg. Annar hópur bar saman bókina Goðheimar – Úlfur-
inn bundinn við Gylfaginningu og skilaði inn afar vel
unninni ritgerð þar sem vísað var í fjölda heimilda. Enn
Nemendur lögðu virkilega á sig og útkoman var vel gerð, frumleg og skemmtileg.