Börn og menning - 2020, Page 16

Börn og menning - 2020, Page 16
Börn og menning16 Þótt sögurnar séu skemmtilegar, hafa fræðimenn ekki talið það eitt og sér nægja til að skýra hvernig þær gátu hitt svona rækilega í mark þjóðarsálarinnar. Mikið hef- ur verið skrifað um orsakir þessa og freistast flestir til að túlka vinsældirnar í ljósi sjálfsmyndarkreppu Frakka á eftirstríðsárunum. Árið 1959, þegar Ástríkur hóf göngu sína í Pilote- blaðinu, var Frakkland í óvanalegri stöðu í heiminum. Eftir að hafa um aldir verið eitt af voldugustu löndum Evrópu og þar með veraldarinnar, hafði það glatað stórveldisstöðu sinni. Niðurlægjandi innrás og hernám Þjóðverja á stríðsárunum var greypt í minni þjóðarinn- ar. Hernaðarlegur og stjórnmálalegur styrkur landsins var ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri tíð. Súez-skurð- urinn gekk Frökkum úr greipum, her þeirra beið ósigur í Víetnam og blóðug borgarastyrjöld í Alsír leiddi að lok- um til þess að fjórða lýðveldið, sem stofnað hafði verið við lok heimsstyrjaldarinnar, var leyst upp árið 1958. Á vettvangi alþjóðastjórnmála gnæfðu Bandaríkin og Sovétríkin yfir önnur ríki en það var ekki síður á menningarsviðinu sem Frakkar fundu til vanmáttar síns. París hafði lengi verið nokkurs konar höfuðborg heimsins þegar kom að listum og vísindum, en nú hafði fjarað hratt undan þeirri stöðu. Franska var ekki lengur alþjóðamál sem notað var í samskiptum menntamanna um veröld alla líkt og áður hafði verið, þess í stað virtist bandarísk dægurmenning vera að leggja undir sig heim- inn. Auðvelt er að sjá íbúa Gaulverjabæjar sem tákn- mynd fyrir frönsku þjóðina sem neitar að beygja sig fyrir erlendu ofurefli. Rómverjarnir standa þá fyrir hina hnattvæddu engilsaxnesku menningu. Flestar stjórnmálahreyfingar í Frakklandi hafa reynt að eigna sér Ástrík með einum eða öðrum hætti. Hann hefur því verið talinn fulltrúi bæði hægri- og vinstrisinnaðra gilda og í deilum um ágæti Evrópusamrunans hafa jafnt Evrópusinnar og efasemdarmenn hampað honum sem sinni hetju. Það er til marks um áhrifamátt myndasagn- anna að sú söguskoðun má nú heita almenn í Frakk- landi að þjóðin sé fyrst og fremst komin af Göllum. Veruleikinn er hins vegar sá að Frakkar í dag eru af- komendur fjölda fornþjóða og Rómverja. Þá benda sagnfræðingar á að líklega hafi Gallar sjálfir ekki litið á sig sem eina þjóð heldur sé það safnheiti sem búið hafi verið til af rómverska innrásarliðinu. Unnendur Ástríks gátu tekið gleði sína á aftur árið 2014 þegar Froskur útgáfa hóf útgáfu á ævintýrum hans.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.