Börn og menning - 2020, Blaðsíða 17
17Þessir Rómverjar eru klikk!
Höfundur er rithöfundur, leikari og lestrarhestur
www.aevarthor.com
Landvinningar í norðrinu
Íslendingar kynntust Ástríki fyrst af alvöru í gegn-
um dönsk myndasögublöð. Stórfelld útgáfa á fransk/
belgískum myndasögum hófst í Danmörku undir lok
sjöunda áratugarins og árið 1969 kom Ástríkur fyrst út
þar í landi. Bækur af þessu tagi seldust eins og heitar
lummur og fáeinum árum síðar stukku íslenskir útgef-
endur á vagninn. Þeir nýttu sér óspart möguleikann
á samprenti með norrænum kollegum sínum og gátu
fyrir vikið boðið upp á litprentaðar myndasögubækur
á lágu verði.
Það voru einkum tvö forlög sem sinntu mynda-
söguútgáfu þessari: Iðunn og Fjölva-útgáfan. Fjölvi,
sem rekinn var af Þorsteini Thorarensen, sendi frá sér
fyrstu Ástríksbókina árið 1974 og bætti tveimur bókum
við það sama ár. Næstu árin komu sögurnar í stríðum
straumum, yfirleitt 2–3 á á ári. Á einum áratug komu
út tuttugu Ástríksbækur hér á landi og tvö ævintýri
að auki birtust sem framhaldssögur í Morgunblaðinu.
Flestar þessara bóka komu út í risastóru upplagi, en á
meðan aðrir myndasöguflokkar voru yfirleitt gefnir út í
harðspjaldaútgáfum voru Ástríksbækurnar í kiljuformi
og í lélegu bandi. Fyrir vikið voru bækurnar bókstaf-
lega lesnar í tætlur og eru heilleg eintök vandfundin og
ganga kaupum og sölum fyrir vænar summur.
Þorbjörn Magnússon og Þorsteinn Thorarensen
þýddu langflestar af þessum sögum, þar á meðal þá
fyrstu í sameiningu. Þór Stefánsson er skráður fyrir
einni bókinni og þau Sigurlín Sveinbjarnardóttir og
Pétur Rasmussen þýddu þær tvær síðustu, sem raunar
komu ekki út á vegum Fjölva heldur danskra rétthafa.
Hlutverk þýðandans er alltaf mikilvægt, en í þessu
tilviki skiptir það óvenju miklu máli. Höfuðeinkenni
íslensku myndasöguútgáfunnar á áttunda og níunda
áratugnum var nefnilega það mikla frelsi sem þýðend-
ur tóku sér. Í fjölda bóka virðist frumtextinn varla hafa
verið nema rétt til hliðsjónar. Þýðendurnir virðast ekki
hafa talið upphaflega textann nægilega fyndinn og nota
hvert tækifæri til að krydda hann bröndurum, oft með
ærslafullu og galgopalegu gríni.
Dæmi um slíka útúrsnúninga má finna í Ástríki
skylmingakappa, þar sem skylmingaþrælarnir ganga
fyrir Júlíus Sesar og ávarpa hann með þekktri kveðju:
Ave Caesar! Morituri te salutant! Það mætti útleggja sem
„Heill þér keisari, við sem munum deyja heilsum þér!“
Hlutverk þýðandans er
alltaf mikilvægt, en í þessu
tilviki skiptir það óvenju
miklu máli. Höfuðeinkenni
íslensku myndasöguútgáf-
unnar á áttunda og níunda
áratugnum var nefnilega
það mikla frelsi sem þýð-
endur tóku sér.
– en Þorbjörn getur ekki stillt sig um að þýða sem „Afi
Sesars var mórauður saltfiskur!“
Brandarar sem þessi áttu vitaskuld ekkert skylt við
upphaflegu söguna og eru að sumu leyti til marks um
viðhorf þýðenda og útgefenda til myndasagna. Litið var
á þær sem léttmeti frekar en alvörubókmenntir og því
skaðlítið að teygja og toga frumtextann að vild. Sýrð-
ur húmor af þessu tagi varð eitt af einkennistáknum
myndasögunnar á Íslandi sem lesendur vöndust og
lærðu að meta. Ekki var óalgengt að íslenskir lesend-
ur sem komust í myndasögur á öðrum tungumálum
kvörtuðu yfir að þær væru ekki nægilega fyndnar.
Leyniskjöl og loftslagshetjur
Sem fyrr segir laut Goscinny í lægra haldi fyrir þrekhjóli
árið 1977. Hann skildi eftir sig handrit að 24. bókinni,
Ástríki í Belgíu. Uderzo var þegar staðráðinn í að halda
áfram með sagnaflokkinn. Hann íhugaði að finna nýj-
an höfund en afréð svo að sinna því verki sjálfur. Sú
ákvörðun verður að teljast misráðin.
Frá 1980 til 2005 sendi Uderzo frá sér átta sögur. Í
fyrstu var útgáfan nokkuð þétt en undir lokin liðu fimm
ár á milli bóka. Sumar þeirra fyrstu teljast þokkalegar,