Börn og menning - 2020, Side 21
21Tinni, Hergé og ævintýri þeirra
til Sovétríkjanna til að sýna belgísku ungviði hvers lags
lágkúruríki þetta væri. Og hinn vel uppaldi Hergé gerði
auðvitað eins og honum var sagt.
Næsta ævintýri var ekki síður pólitískt, en það er
Tinni í Kongó. Aftur var það hinn hempuklæddi rit-
stjóri sem réði ferðinni. Kongó var rammpólitískt mál
í Belgíu árið 1930. Nýlendustefnan var enn við lýði
með öllum þeim rasisma og arðráni sem þeirri stefnu
fylgdi. Prestar á vegum kaþólsku kirkjunnar höfðu
skrifað bækur og greinar um hið mikla og góða (að
þeirra mati) trúboðastarf sem unnið var þar og fegrað
verulega hina hörmulegu ógnarstjórn sem þar var við
lýði. Hergé hafði þær bækur til hliðsjónar þegar hann
skrifaði Tinna í Kongó. Það er hinsvegar ekki hægt að
horfa fram hjá því að í þessari bók birtast miklir kyn-
þáttafordómar. Hinn hvíti karl veit alltaf betur en inn-
fæddir, Tinni gengur um jarðir Kongó eins og hálfguð
og virðist kenna í brjósti um íbúa Kongó sem sýndir eru
bæði vitgrannir og latir.
Þriðja ævintýrið var svo Tinni í Ameríku. Þótt bókin sé
talin til bernskubreka Hergés ásamt hinum fyrri tveimur
sýnir hann miklar framfarir, bæði í frásögn og teikning-
um. Hergé hafði alltaf verið heillaður af frumbyggjum
Ameríku, indíánunum. Hann vildi að fyrsta bókin yrði
Tinni og indíánarnir en þurfti að afplána tvö ævintýri
sem voru hugarfóstur ritstjórans áður en hann komst í
það. Í Tinna í Ameríku eru indíánarnir þó aðeins hluti af
söguþræðinum, sem aðallega snýst um að Tinni tekur sér
fyrir hendur að ráða niðurlögum glæpagengis Als Capo-
nes. Í samanburði við hina ægilegu fordóma sem birtast í
Tinna í Kongó er þessi bók mikil framför. Hergé var stór-
hrifinn af menningu frumbyggjanna og þótt þar birtist
vissulega ákveðnar staðalmyndir liggur samúð Tinna og
lesandans frekar með frumbyggjunum en hvíta mannin-
um. Sá síðarnefndi sést ýta frumbyggjunum út af þeirra
landsvæði til þess að geta byggt þar háhýsi og fundið olíu
og grætt á henni. Því þótt hið kaþólska blað sem Hergé
vann á hafi verið á móti Sovétríkjunum þýddi það alls
ekki að það liti upp til Bandaríkjanna. Þvert á móti birtist
sú stefna bæði í blaðinu og í Tinna í Ameríku að Banda-
ríkin væru heldur menningarsnauð, þar væri auðsöfnun
hin einu sönnu trúarbrögð og verksmiðjuframleiðsla væri
tekin fram yfir borgaralegt handverk. Þannig að pólitíkin
er hér til staðar ekki síður en í fyrstu bókunum tveimur.
Eftir þessi þrjú fyrstu ævintýri var Tinni orðinn víð-
Kongó var rammpólitískt
mál í Belgíu árið 1930.
Nýlendustefnan var enn við
lýði með öllum þeim ras-
isma og arðráni sem þeirri
stefnu fylgdi.