Börn og menning - 2020, Síða 26

Börn og menning - 2020, Síða 26
Börn og menning26 mál. Lausn Kramers fólst í því að hefja kennsluna á umfjöllun og verkefnavinnu um goðsögur nútím- ans, teiknimyndasöguhetjur dagsins í dag og allt það sem myndaði grundvöll amerískra samtímagoðsagna. Kramer byrjaði á því að lesa nútímagoðsagnir á borð við Köngulóarmanninn og Súpermann, ræða þar ýmis þemu, kenningar og hugmyndafræði og vatt sér þaðan í hefðbundnari – og eldri – goðsagnir. Nemendur hans áttu þá auðveldara með og nutu þess betur en aðrir að lesa fornar goðsagnir vegna þess að þeir höfðu unnið með goðsagnir nútímans og gátu tengt þetta saman. Svona tókst honum að „raungera“ kennsluna, gera hana merkingarbærari í augum nemenda og fá þá til að njóta lestrarins betur en hefði hann eingöngu rétt þeim kennslubækurnar.2 Norræn goðafræði og teiknimyndasögur Aðferð Kramers er í meginatriðum sú sama og ég hef nýtt mér við kennslu norrænnar goðafræði með fram- haldsskólanemum mínum. Við búum svo vel að hin norrænu goð eru enn sprelllifandi í alls kyns endurgerð- um og aðlögunum, eins og lesa má um í bók Jóns Karls Helgasonar, Echoes of Valhalla: The Afterlife of the Eddas and Sagas (2017). Velja má úr ótal teiknimyndasögum, grafískum skáldsögum, kvikmyndum og fleiru sem byggist á norrænni goðafræði en ég hef valið að nýta mér danska bókaflokkinn Goðheimar eða Valhalla sam- hliða lestri Gylfaginningar og Völuspár í þeim tilgangi að fá nemendur til að skilja betur hinar fornu sagnir, tengja fornan menningararf við nýstárlegt miðlunar- form og um leið við eigið samfélag. Bókaflokkinn sjálfan má rekja frá árinu 1977 og til 2009. Alls eru bækurnar 15 talsins og níu hafa verið þýddar á íslensku. Textahöfundar bókanna eru Hans Rancke-Madsen, Per Vadmand og Henning Kure en bækurnar eru alla jafna kenndar við myndahöfundinn, Peter Madsen. Mennsku systkinin Þjálfi og Röskva, dvöl þeirra í Ásgarði og kynni þeirra af goðunum ramma bókaflokkinn inn og notaðar eru ýmsar heimildir frá miðöldum til að segja skemmtilegar og þekktar sögur af goðunum. Sögurnar krefjast þess ekki að lesendur þekki til goðafræðinnar en slík þekking skemmir vitaskuld ekki fyrir.3 Ástæðurnar að baki vali mínu á bókum eru þessar: Hluti bókanna er til á íslensku og þær eru jafnframt til í ansi mörgum eintökum á fjölda bókasafna. Þær hafa verið vinsælar og ætla má að þær vermi bókahillur Mennsku systkinin Þjálfi og Röskva, dvöl þeirra í Ásgarði og kynni þeirra af goðunum ramma bókaflokkinn um Goðheima inn.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.