Börn og menning - 2020, Qupperneq 24

Börn og menning - 2020, Qupperneq 24
Börn og menning24 og Í myrkum mánafjöllum, þar sem Tinni og félagar fara til tunglsins 16 árum áður en nokkur raunverulegur maður steig þar fæti. Þessi þrjú ævintýri í sex bókum mörkuðu upphafið að nýjum og þroskaðri stíl Her- gés, ævintýrin urðu heildstæðari og hann sleit sig frá dagblaðaforminu því Sjö kraftmiklar kristallskúlur var síðasta bókin sem birtist í því formi. Eftir það komu bækurnar út í sérstöku Tinna tímariti sem Hergé og samstarfsmenn hans stofnuðu. Á svipuðum tíma kom líka út hin stórskemmtilega bók Svarta gullið sem Her- gé byrjaði að teikna fyrir stríð en lauk ekki við fyrr en eftir það. Hergé hafði nú teiknað Tinna sleitulaust í meira en 25 ár, eina bók á ári. Upp úr þessu fóru afköst hans að minnka. Eftirmálar stríðsins tóku á Hergé, hjónabandið fór í vaskinn og það sótti að honum þunglyndi. Hann þurfti lengri hvíld á milli bóka en snéri jafnan aftur með stórkostlegar hugmyndir og næstu bækur eru allar frá- bærar hver á sinn hátt: Leynivopnið er kaldastríðs spæj- araþriller, Kolafarmurinn er gagnrýni á þrælaviðskipti en jafnframt einskonar endurfundir fjölmargra persóna sem birst höfðu í eldri Tinnabókum og Tinni í Tíbet sem tók við af Einhyrningnum sem eftirlætisbók Hergés sjálfs. Í Tinna í Tíbet lætur Hergé Tinna bjarga fornvini sínum Chang úr bráðum háska eftir flugslys í Himala- jafjöllum. Síðustu þrjár bækur Tinna eru svo Vandræði ungfrú Höfundur er dagskrárgerðarmaður og hefur meðal annars gert þætti um Ævintýri Tinna sem finna má í hlaðvarpsveitum. Vailu Veinólínó, sem er eins konar stofudrama þar sem frábær húmor Hergés nýtur sín en bókin gerist öll á Myllusetri Kolbeins kafteins, Flugrás 714 til Sidney þar sem flugrán og geimverur koma við sögu og loks Tinni og pikkarónarnir sem kom út árið 1976 og reyndist vera síðasta fullkláraða bók Hergés. Áframhaldandi ævintýri Ýmsar teiknimyndapersónur hafa lifað áfram eftir að höfundur þeirra deyr með því að aðrir hafa tekið við pennanum. Tinni hefur lifað áfram, þótt engin ný ævin- týri hafi verið búin til frá því Hergé lést. Bækurnar hafa fundið nýja og nýja lesendur sem drekka í sig ævintýri Tinna sem ný væru, þótt senn verði 100 ár frá því fyrstu ævintýrin komu út. Galdurinn virðist vera fólginn í ein- faldleika Tinna. Flestir geta séð sig í honum, hann er teiknaður á mjög einfaldan hátt og lesandinn veit lítið um karakterinn sjálfan og bakgrunn hans. Hver og einn getur því mótað Tinna í sinni mynd. Sömuleiðis hafa ferðalögin í bókunum dregið til sín unga lesendur með ævintýraþrá. Þótt langferðir séu ekki jafn fram- andi nú og um miðja síðustu öld, er ennþá heillandi að lesa um skipulagða glæpastarfsemi bakvið kínverskar ópíumbúllur, tunglferðirnar heilla enn sem og frum- skógar Suður-Ameríku. Þá hefur vörumerkið Tinni líka orðið ákaflega vinsælt á síðustu árum og styttur af honum seljast sem fokdýrar hönnunarvörur. Allt hefði þetta komið Hergé á óvart, en hann bjóst við því að þeir félagar myndu kveðja þessa jarðvist saman og þegar hann var spurður um framhaldslíf Tinna eftir sinn dag sagði hann: Eftir minn dag þá verður enginn Tinni meir. Tinni er mín sköpun, mitt blóð, minn sviti, mín tár.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.