Börn og menning - 2020, Page 8

Börn og menning - 2020, Page 8
Hættulegar myndir Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir Eins og mörg börn á Íslandi fædd á síðustu öld ólst ég upp við mik- inn lestur. Sjónvarpsefni var af skornum skammti og það var ekki mikil önnur framleidd afþreying í boði. Ég las allt barnaefni, gam- alt og nýtt, með teikningum og án. Ég hafði sérstaka ást á teikni- myndasögum eins og Tinna og Lukku-Láka, Ástríki og Steinríki. Í mínum huga höfðu teiknimyndasögur jafn mikið vægi og ómyndskreyttar bækur. Þær voru hvorki merkilegri né ómerkilegri. Eftir því sem ég varð eldri rann upp fyrir mér að myndasögur væru settar skör lægra en aðrar bókmenntir, þeim væri ýtt út á jaðarinn. Bókabúðir og bókasöfn selja mestmegnis bækur án mynda. Þó hafa verslanir sprottið upp í flestum vest- rænum borgum sem sérhæfa sig í varningi fyrir okkur sem skilgreinum okkur sem „nörda“. Myndasögur eru taldar of grófar en líka of barnalegar, tvö hugtök sem ekki eiga mikið sameiginlegt við fyrstu sýn. Það mætti segja að myndasögur eigi við nokkurs konar ímyndar- vanda að stríða á Vesturlöndum. En hvaðan koma þess- ir stimplar og af hverju eru myndasögubækur ekki bara venjulegar óumdeildar bækur? Myndasagan í Evrópu, frá upphefð til uppreisnar Á fyrri öldum voru myndir engu síður mikilvægar en hið ritaða orð. Næstum níutíu prósent Evrópubúa voru ólæs og aðeins æðri valdastétt- irnar, karlar mestmegnis, lærðu að lesa. Myndir sýndu daglegt líf hvort heldur var í nærsveitum eða fjarlægum löndum, prestar notuðu myndir til að kenna almenningi að tilbiðja guð og virða vald kirkjunnar og kóngar notuðu myndir til að sýna mátt sinn og auð. Myndir eru nefnilega ekki bara saklausar mynd- lýsingar. Þær geta verið öflugir áhrifavaldar. Mynd- mál Evrópu á miðöldum upphafði kóng og kirkju en um miðbik átjándu aldar fóru hlutirnir að breytast. Ádeiluteikningar spruttu upp, ádeilur sem gerðu grín að yfirvaldi og rifu kónga af stalli sínum. Ádeilur urðu gífurlega vinsælar meðal almennings. Á tímum frönsku byltingarinnar voru myndir notaðar til að draga úr valdi konungsstéttarinnar og til að sýna spillingu og græðgi konungsins á kostnað bláfátækra Frakka. Og ekki bætti úr skák að nú var öflug fjölföldun möguleg með tilkomu stálrista sem prentaðar voru í dagblöð. Myndir eru nefnilega ekki bara saklausar mynd- lýsingar. Þær geta verið öflugir áhrifa- valdar.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.