Börn og menning - 2020, Side 22

Börn og menning - 2020, Side 22
Börn og menning22 frægur um allan hinn frönskumælandi heim og víðar. Það var hins vegar ekki fyrr en í næsta ævintýri sem augu Hergés opnuðust fyrir þeirri ábyrgð sem fólst í því að sýna ungum lesendum heiminn með augum Tinna. Ævintýrið hét upphaflega Tinni í Asíu en var síðan skipt niður í tvær bækur: Vindla Faraós og Bláa lótus- inn. Þegar Hergé byrjaði á ferðalagi Tinna til Kína átt- aði sig hann á því að hann vissi sáralítið um Kína og les- efni og myndefni var líka af skornum skammti. Hann vingaðist því við ungan kínverskan listnema í Brussel að nafni Zhang Chongren. Í sem skemmstu máli hafði hinn ungi Kínverji svo mikil áhrif á Hergé, bæði hvað varðar teikningarnar sjálfar og viðhorfið til sögunnar, að Tinnabækurnar tóku risaskref fram á við á þessum tíma. Bækurnar höfðu hingað til verið heldur eintóna, heimurinn dálítið svarthvítur. Í Bláa lótusnum eiga hins vegar Tinni og vinur hans sem hann kynnist í bókinni og heitir Chang, einmitt samtal um fordómana sem báðir burðast með í garð hins sem er í rauninni samtal Tinna við höfund sinn. Tinni og hörmulega heimsstyrjöldin Þegar þarna var komið sögu var ófriðurinn byrjaður að magnast í Evrópu og ýmsir telja að það sé ein af ástæðum þess að Hergé vildi halda Tinna eins langt frá heimaslóðum og hægt væri, svo hann þyrfti ekki að fjalla um pólitíkina í Evrópu. Tinni er því sendur til Suður-Ameríku í næsta ævintýri, Skurðgoði með skarð í eyra og því næst til Skotlands, í Svaðilför í Surtsey þar sem gamaldags glæpasaga um peningafölsun á sér stað. Ástand heimsins er víðsfjarri. Hergé gat ekki flúið pólitíkina að eilífu og í næstu bók fannst honum að Tinni, sem er jú þrátt fyrir allt blaðamaður, yrði að takast á við ástandið í Evrópu með einhverjum hætti. Lausnin sem Hergé fann var snilldar- leg. Ævintýrið Veldissproti Ottókars konungs birtist árið 1938, aðeins nokkrum mánuðum eftir að Þýskaland innlimaði Austurríki. Í bókinni hyggst ríkið Bordúría innlima nágrannaríkið Syldavíu. Hvorugt landið er til en með því að skálda þau og færa svo aðeins austar í álfuna náði Hergé að hæðast dálítið að valdabrölti Þjóð- verja án þess að það væri of augljóst. Bordúría er greini- lega byggt á Þýskalandi og yfirgangur stjórnvalda þar gagnvart nágrannaríki sínu speglar framkomu Þjóðverja á þessum tíma. Sagan sjálf er frábær, plottið sniðugt og framvindan fullorðinsleg, ef svo má að orði komast. All- ar götur frá því að Veldissprotinn kom út hafa málsvarar Hergés, og hann sjálfur, bent á þessa bók sem dæmi um að hann hafi sannarlega verið gagnrýninn á Þýskaland og ekki marserað í takt. Nú fóru í hönd þau ár sem áttu eftir að reynast Hergé erfið. Í byrjun maí 1940 réðust Þjóðverjar inn í Belg- íu. Eitt það fyrsta sem þeir gerðu var að leggja niður dagblöðin, meðal annars blaðið sem Tinni hafði birst í frá upphafi. Þjóðverjarnir skildu þó eftir kvöldblað- ið Les Soir en settu sitt fólk yfir ritstjórnina. Eins og langflestir lista- og blaðamenn flúði Hergé landið og

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.