Börn og menning - 2020, Blaðsíða 33

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 33
33 Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, á heiðurinn af verkinu Hugar- flug sem prýðir kápu Barna og menningar að þessu sinni. Odee hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli fyrir áhugaverða listsköpun. Hann vinnur mest með svokallaða digital fusion eða visual mashup-list, sem hann kallar samrunalist. Þar blandar hann saman efni úr vinsælli menningu til þess að skapa ný sjálfstæð listaverk. Tjáningarfrelsi lista- mannsins er Odee mjög hugleikið, þá sérstaklega ofar höfundarrétti, og hefur hann látið taka til sín í þeim málefnum opinberlega oftar en einu sinni. „Þegar ég fékk það verkefni að hanna forsíðu fyrir Börn og menningu vildi ég skapa listaverk sem væri stútfullt af tjáningu. Verk sem myndi sýna hugarflug og sköpun, með tengingar við innra barn einstaklings. Form, litir, persónur og fjöldi tjáningarafbrigða brjótast út í þessu verki sem geislar og grípur áhorfandann. Erfitt er að líta fram hjá sköpunarverki á borð við Hugarflug. Börn hafa svo undurfagurt ímyndunarafl sem erfitt er að leika eftir á fullorðinsaldri, þótt margir reyni það. Því býð ég áhorfandanum að gleyma sér, kafa í lystisemdir Hugarflugs og hverfa aftur til barndóms eitt augna- blik,“ segir listamaðurinn. • FORSÍÐAN •

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.