Börn og menning - 2020, Page 33

Börn og menning - 2020, Page 33
33 Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, á heiðurinn af verkinu Hugar- flug sem prýðir kápu Barna og menningar að þessu sinni. Odee hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli fyrir áhugaverða listsköpun. Hann vinnur mest með svokallaða digital fusion eða visual mashup-list, sem hann kallar samrunalist. Þar blandar hann saman efni úr vinsælli menningu til þess að skapa ný sjálfstæð listaverk. Tjáningarfrelsi lista- mannsins er Odee mjög hugleikið, þá sérstaklega ofar höfundarrétti, og hefur hann látið taka til sín í þeim málefnum opinberlega oftar en einu sinni. „Þegar ég fékk það verkefni að hanna forsíðu fyrir Börn og menningu vildi ég skapa listaverk sem væri stútfullt af tjáningu. Verk sem myndi sýna hugarflug og sköpun, með tengingar við innra barn einstaklings. Form, litir, persónur og fjöldi tjáningarafbrigða brjótast út í þessu verki sem geislar og grípur áhorfandann. Erfitt er að líta fram hjá sköpunarverki á borð við Hugarflug. Börn hafa svo undurfagurt ímyndunarafl sem erfitt er að leika eftir á fullorðinsaldri, þótt margir reyni það. Því býð ég áhorfandanum að gleyma sér, kafa í lystisemdir Hugarflugs og hverfa aftur til barndóms eitt augna- blik,“ segir listamaðurinn. • FORSÍÐAN •

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.