Börn og menning - 2020, Blaðsíða 18

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 18
Börn og menning18 en með tímanum urðu flétturnar sífellt þynnri. Botn- inum var náð í síðustu bókinni þar sem Gaulverjabær verður vettvangur stríðs milli tveggja fylkinga geimvera! Herfilegar viðtökur gagnrýnenda og lesenda urðu til þess að Uderzo, sem kominn var fast að áttræðu, ákvað að leggja pennann á hilluna eftir geimverubókina al- ræmdu, ef frá er talin bók frá árinu 2009 sem hafði einkum að geyma gamalt óbirt efni en einnig fáeinar nýjar skrítlur og smásögur. Þótt áratugir séu liðnir frá síðustu verulega bitastæðu Ástríksbók er iðnaðurinn í kringum Gallann ástsæla svo mikill og ábatasamur að útilokað var annað en að framhald yrði á útgáfu. Uderzo gaf að lokum grænt ljós á að fela nýjum höfundum að taka við sköpunarverki sínu. Þeir Jean-Yves Ferri og Didier Conrad sendu árið 2013 frá sér bókina um Ástrík í Piktalandi. Þeir nutu þó ekki fulls listræns frelsis, því öldungurinn Uderzo horfði stöðugt yfir öxlina á þeim og hafði neitunarvald í stóru sem smáu. Sagan er léttvæg og í raun eftiröpun á gamalli Uderzo-sögu um Ástrík og þrætugjána, nema hún gerist í Skotlandi og er fleytifull af skosku staðal- myndagríni. Eftir þessa frumraun öðluðust þeir Ferri og Con- rad það traust að fá að semja upp á eigin spýtur. Þrjár bækur hafa litið dagsins ljós til viðbótar. Ein sígild ferðasaga sem gerist á Ítalíu og tvær sem gerast heima í þorpinu. Sú fyrri nefnist Ástríkur og hinn stolni papýr- us Sesars og sú nýjasta fjallar um dóttur Vercingetorix, hina uppreisnargjörnu Adrenalin. Í þeim báðum reyna höfundarnir að ná samtímaskírskotunum, í fyrra til- vikinu með söguhetju sem byggist augljóslega á Julian Assange, sem kemst yfir leyniskjöl Sesars og hyggst birta þau umheiminum. Í seinni bókinni er augljóst að fyr- irmynd hinnar hugdjörfu Adrenalin er sænska baráttu- stúlkan Gréta Tunberg. Árið 2014 gátu íslenskir unnendur Ástríks tekið gleði sína aftur þegar Froskur útgáfa hóf á ný útgáfu ævintýra hans. Þegar þetta er ritað hafa sex bækur komið út und- ir merkjum Frosks, með góðri prentun og í vönduðu bandi. Ekki er laust við að hljóð hafi komið úr horni hefðarsinna sem vanist höfðu ærslagríni þýðenda, því nýja útgáfan er trú frumtextanum í flestu öðru en nafn- giftum aukapersóna. Ástæðan er tvíþætt. Jean Posocco, stofnandi og eig- andi Frosks útgáfu, er sjálfur myndasöguteiknari og franskrar ættar. Hann er ekki alinn upp við ærslafull- ar þýðingar Þorsteins Thorarensen og félaga. Þvert á móti ber hann virðingu fyrir texta myndasagna sem höfundarverki og hefur engan húmor fyrir útúrsnún- ingum og stælum. Þess utan væru slíkir þýðingarleikir ekki lengur í boði þar sem erlendi rétthafinn er í seinni tíð farinn að lesa nákvæmlega yfir útgáfur á erlendum tungumálum. Þannig þurfti talsverða samningalipurð til að sannfæra franska rétthafann um að fallast á að þeir Ástríkur og Steinríkur fengju að halda íslenskum nöfnum sínum. Útgáfuröð Frosksins er úthugsuð og snjöll. Af bók- unum sex sem nú eru komnar út, eru tvær af hinum nýju sögum eftir Ferri og Conrad. Tvær eru sígildar sögur úr smiðju Goscinnys og Uderzos sem ekki hafa fyrr komið hér út á bók, þótt önnur hafi raunar verið framhaldssaga í Morgunblaðinu á sínum tíma. Síðustu tvær, Ástríkur og Kleópatra og Ástríkur og Gotarnir, komu báðar út á vegum Fjölva en eru löngu ófáanlegar auk þess að vera í nýrri þýðingu. Enn er langt í land að Ástríkur allur verði aðgengileg- ur íslenskum lesendum en ástæða er til að fagna hverri nýrri vörðu í átt að því marki. Og líklega má alveg sleppa því að snara geimverubókinni frá 2005. Höfundur er sagnfræðingur og forfallinn myndasöguáhugamaður

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.