Börn og menning - 2020, Blaðsíða 20

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 20
Börn og menning20 Hergé var aðeins liðlega tvítugur þegar Tinni í Sovét- ríkjunum hóf göngu sína. Vel uppalinn kaþólskur drengur sem gekk vel í skóla, vinsæll og vinamargur og hafði strax einstaka hæfileika til að teikna. Listamanns- nafnið Hergé er myndað úr upphafsstöfum hans, Ge- orge Remy, sem hann snéri við og skrifaði þessa tvo samhljóða út: ErrGé eða Hergé upp á frönsku. Hann ólst upp í grámyglulegu úthverfi Brussel og hefur sagt að æska hans hafi verið óumræðanlega leiðinleg. Skemmtunina fann Hergé í skátunum og það var þar sem teiknileikni hans fékk að njóta sín. Skátarnir gáfu út blað og Hergé var fenginn til að myndskreyta það. Æ síðan var skátahugsjónin leiðarljós Hergé í lífinu og ekki síður sköpunarverks hans, Tinna. Tinni er hinn kurteisi og hjálpsami skáti, sem reynir að hjálpa til í hverri stöðu sem upp kemur. Þegar ævintýrið um Tinna í Sovétríkjunum var að renna sitt skeið og lesendur fylgdust með Tinna snúa heimleiðis eftir að hafa flett ofan af spillingu og glæpum bolsévikanna ákvað dagblaðið að halda áfram með þann leik að má út skilin milli skáldskapar og raunveruleika og réðu leikara til að leika Tinna að koma heim. Þannig að eina vikuna sést Tinni stíga upp í lest á leið til Brussel og daginn eftir rennir svo raunveruleg lest í hlað á Gare Félagarnir Tinni og Tobbi í einni af fjölmörgum ævintýraferðum sínum. de Nord og um borð er enginn annar en Tinni ásamt hundi sínum Tobba! Hann var þá til í alvöru eftir allt saman! Þúsundir barna og ungmenna voru mætt á lest- arstöðina enda hafði blaðið auglýst vel hvenær Tinni snéri aftur frá Sovétríkjunum. En viðbrögðin og mót- tökurnar komu öllum á óvart. Mest þó Hergé sjálfum sem gerði sér þó áreiðanlega ekki grein fyrir því að þótt Tinni væri kominn heim, væri ferðalag hans samt rétt að byrja og saman yrði líf þeirra félaga Hergés og Tinna aldrei samt. Tinni og dularfullu stjórnmálaskoðanirnar Engin bók verður til í tómarúmi og það á sannarlega ekki við um Tinna. Fyrstu bækurnar koma út á milli heimsstyrjaldanna og þegar heimskreppan er að skella á og ófriður að byrja að bruggast í Evrópu. Svo hefst heimsstyrjöldin síðari, nasisminn skekur heiminn, kalda stríðið tekur við, hippatíminn og þegar Hergé deyr 75 ára gamall árið 1983 hefur allt þetta birst með einum eða öðrum hætti í bókunum. Ekkert síður en í bók- um Halldórs Laxness endurspeglast 20. öldin í verkum Hergé. Þótt hann hafi sjálfur aldrei skipt sér mikið af pólitík, má segja að pólitíkin hafi skipt sér af honum. Blaðið sem Hergé hóf störf á eftir skátaferilinn og Tinni birtist í var til dæmis fjarri því að vera hlutlaust. Þetta var íhaldssamt, kaþólskt blað sem hélt til streitu mjög ákveðnum stjórnmálaskoðunum. Ritstjóri þess var að- sópsmikill prestur með sterkar skoðanir á öllu og vildi að blaðið stæði fyrir traust og góð íhaldssöm fjölskyldu- gildi. Hann vildi til dæmis ekki hafa ógift fólk í vinnu. Hann lét sig því ekki muna um að draga saman hinn unga Hergé og ritarann sinn, sem var nokkrum árum eldri, og gaf þau sjálfur saman eftir stutt kynni og án þess að veruleg ást væri í spilunum. Stjórnmálaskoðanir ritstjórans voru einnig afgerandi. Það segir kannski næga sögu að hann hafði áritaða mynd af fasistaleiðtoganum Benito Mussolini á skrif- borðinu sínu. Í Belgíu í kringum 1930 voru aðeins tvær stórar fylkingar í stjórnmálunum: Sósíalistar og kaþ- ólikkar. Það var því engin tilviljun að fyrsta ævintýrið sem Hergé samdi var Tinni í Sovétríkjunum. Sovétríkin voru hin guðlausa paradís sósíalista á þessum árum og því augljóst að íhaldssamt, kaþólskt blað leit á þau sem óvinaríki. Ritstjórinn sagði Hergé því að senda Tinna

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.