Börn og menning - 2020, Síða 37

Börn og menning - 2020, Síða 37
37Verðlaunavampírur um uppburðarlitla stærðfræðikennara Kjartani. Millu tekst að sannfæra vinkonur sínar um að þær verði í það minnsta að hefja rannsókn á málinu og óvænt atburða- rás fer af stað. Meðfram vampíruveiðum takast þær á við hefðbundnar aukaverkanir unglingsáranna og ýms- ar spurningar um ást, kynhneigð, fjölskyldutengsl og vináttu vakna. Vinkonurnar þrjár eru dregnar skýrum dráttum. Milla er lærdómshesturinn sem veit allt best, að minnsta kosti að eigin mati. Hún elskar reglur – sérstaklega þær sem snúa að málfræði – og ber djúpa virðingu fyrir full- orðnu fólki. Rakel er unglingur í uppreisn, hún hlust- ar á femínískt þungarokk og gengur í leðurjakka með göddum. Undir harðri skelinni reynist hún þó traustur vinur með ríka réttlætiskennd auk þess sem í ljós kemur að heimilisaðstæður hennar eru ekki sem bestar. Lilja er undir stöðugri pressu frá yfirborðskenndum mæðrum sínum um að standa sig vel í skólanum, á skautunum og í þverflautunáminu. Hún er að kikna undan álaginu og farin að þróa með sér átröskun. Í sporum unglinga Það er ljóst að Rut Guðnadóttir á auðvelt með að setja sig í spor unglinga því hún lýsir samskiptum vin- kvennanna af innsýn og næmi. Það er ekki alltaf auðvelt að vera þrjár stelpur saman í vinahóp, tengslin byggjast kannski á gömlum grunni en þegar fólk þroskast á ólík- um hraða og í ólíkar áttir reynir á sambandið. Við sjáum þetta margoft í vináttu söguhetjanna þriggja. Þær fara í taugarnar hver á annarri, þeim lendir saman og um tíma liggur jafnvel við vinslitum en taugin sem tengir þær er römm og þolir eitt og annað. Lýsingar á hvers- dagslífi stelpnanna eru líka oft skemmtilega raunsann- ar. Mig grunar að margir núverandi og fyrrverandi unglingar kannist til dæmis við að hafa treyst vináttu- böndin í gegnum sjónvarpsþáttagláp og skyndibitaát, í tilviki Rakelar og Lilju snúast vinkvennahelgisiðirnir um hámhorf á Master Chef og kjúklinganúðlur á Nings. Styrkleikar bókarinnar liggja klárlega á þessu sviði, í þessum skörpu lýsingum á tilfinningalífi og samskipt- um stelpnanna, sem og í léttum og oft bráðfyndnum stílnum. Veikindi eða vampírueðli? Helsti galli bókarinnar er kannski sá að fantasíuhluti hennar, vampíruþráðurinn, hefði á köflum mátt vera betur undirbyggður. Í fyrsta kafla lesum við til að mynda um það þegar Milla hittir Kjartan stærðfræði- kennara á skrifstofu skólans. Hún dáist að klæðaburði hans sem hún gefur 8,5 í einkunn – það sem dregur hann niður er að vera í sandölum og skærgulum sokk- um. Hún verður jafnframt vör við að hendur hans eru ískaldar og að hann stingur einhvers konar pillu upp í sig. „Hann er pottþétt lasinn, hugsar hún. Með rauða hunda, kórónuveiruna eða kannski nóróvírus“ (bls. 12). Nokkru síðar tilkynnir hún vinkonum sínum hins vegar að hún sé sannfærð um að Kjartan sé vampíra. Máli sínu til stuðnings bendir hún á handkuldann, pill- una sem hún sá hann gleypa sem og undarlegan klæða- burð sem hún tengir því að sem vampíra kunni hann ekki að setja saman hefðbundinn manneskjuklæðnað. Engin skýring kemur á því hvers vegna henni finnst klæðaburður kennarans nú undarlegur þótt henni hafi áður þótt hann verðskulda fyrstu einkunn né hvers vegna flensueinkennin teljist skyndilega merki um yf- irnáttúrulegt eðli. Forsendur framvindunnar eru því að vissu leyti óskýrar og á síðari stigum virðast einstaka lausnir koma of einfaldlega upp í hendur söguhetjanna til að þær virki nægilega trúverðugar. Á hinn bóginn eru þeir kaflar sem snúa að vamp- írurannsókninni hraðir og spennandi og óhugnaðurinn hárrétt stilltur, nægur til að velgja flestum undir uggum en ekki svo mikill að viðkvæmari lesendur ráði ekki við hann. Það er alltaf ánægjulegt þegar nýir höfundar hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin. Reynslan hefur sýnt okkur að þeir halda gjarnan áfram að gefa út bækur og stuðla þannig enn frekar að „auknu framboði íslensks úrvalsefnis fyrir æsku landsins“. Með húmor sínum og þeirri hlýju og alúð sem Rut Guðnadóttir leggur í persónusköpun hefur hún sýnt að hún á fullt erindi inn á íslenskan barna- og unglingabókamarkað og það verð- ur spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Höfundur er bókmenntafræðingur

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.