Börn og menning - 2020, Blaðsíða 7
7Voru æsirnir geimfarar?
í annan menningarheim. Ýmislegt framandlegt blas-
ir við þegar horft er á kvikmyndir af ævintýrum goð-
anna: hafrarnir Tanngrisnir og Tanngnjóstr koma til að
mynda hvergi við sögu, Mjölnir er nú þeirrar náttúru
að aðeins verðugir valda honum og ekki er getið um
megingjarðir eða járngreipar. Annað sem er ekki eins
áberandi eru þau umskipti sem orðið hafa á innra eðli
goðanna. Þór goðsagnanna er ýkt mynd af hinum frjáls-
borna bónda, hraustur og hvatvís, örgeðja og sáttfús.
Loki birtist líka í nýjum búningi, hann er ekki lengur
sonur Laufeyjar og jötunsins Fárbauta, heldur er hann
stjúpbróðir Þórs og ekki vondur eins og Loki goðsagn-
anna, birtingarmynd hins illa, heldur er hann misskil-
inn, átti erfiða æsku og erfiðan stjúpföður og verður
fyrir aðkasti vegna tvíkynhneigðar sinar. Illt atlæti leiðir
hann á glapstigu en í myndinni Thor: Ragnarok leggur
Loki Þór bróður sínum lið í lokaorrustunni en fer ekki
fyrir hrímþursum sem sagt er frá í Gylfaginningu.
Atlætið sem Loki býr við markast helst af því að
Óðinn Marvel-heimsins er allt annað goð; í stað þess
að vera guð visku, herkænsku, stríðs, galdra, sigurs og
skáldskapar er hann eiginlega bara föðurlegur stríðsguð,
hátt yfir önnur goð hafinn, hvað þá mannkyn, skap-
styggur og stórlyndur.
Nú er það hvorki nýtt né ámælisvert að goðsögur
taki breytingum í aldanna rás, gleymum því ekki að
það sem við vitum um norræna goðafræði er verulega
litað af trúarlegu viðhorfi þeirra sem skráðu. Það ætti
því ekki að amast við því að æsir taki á sig aðrar og
sumpart vísindalegri myndir, þótt okkur þyki persón-
urnar verða einfaldari fyrir vikið. Hinar nýju goðsögur
sem Marvel-pennar rita munu eflaust móta skoðanir
ungmenna á norrænum goðum eins og sjá má, til að
mynda, á myndinni sem fylgir þessari grein og tekin
er af veggskreytingu við íþróttahús Garðabæjar. Þar
vantar bara geimskip, því ekki er nefnilega bara svo að
þeir Þór, Loki og Óðinn séu ójarðneskir heldur eru þeir
beinlínis geimfarar. Æsirnir voru víst geimverur.
Höfundur er blaðamaður á
Morgunblaðinu og netstjóri mbl.is
Ásgarður í október 1968.