Börn og menning - 2020, Blaðsíða 19

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 19
Tinni, Hergé og ævintýri þeirra Gísli Marteinn Baldursson Fimmtudaginn 10. janúar 1929 blasti eftirfarandi til- kynning við lesendum belgíska dagblaðsins Vingtiéme Siècle: Hér á Le Petit Vingtiéme erum við alltaf að reyna að veita lesendum okkar sem besta þjónustu og færa þeim nýjustu tíð- indi heimsmálanna. Þess vegna höfum við nú sent Tinna, einn okkar albesta blaðamann, til Sovétríkjanna. Í hverri viku munum við færa ykkur fréttir af ævintýrum hans. Það fylgdi svo sögunni að myndirnar með fréttum Tinna frá Sovétríkjunum yrðu að sjálfsögðu teknar af honum sjálfum. Allt var þetta auðvitað skáldskapur sem beint var til yngstu lesenda blaðsins í barnadálki þess, Le Petit Vingtiéme (Litla tuttugasta öldin). Börnin voru látin trúa því að Tinni væri raunverulega til og að hann væri blaðamaður á þessu tiltekna blaði og myndi fram- vegis flytja fréttir þaðan. Enginn spáði sérstaklega í að myndirnar sem birtust með æv- intýrum Tinna næstu vikurnar voru auðvitað engar ljósmyndir, heldur teikningar og Tinni sjálf- ur var á þeim öllum. Tilgangur- inn helgaði meðalið og frá og með þessari upphaflegu til- kynningu var miðvikudagsblað Vingtiéme Siècle það vinsælasta af vikublöðunum, en þann dag kom einmitt út barnafylgiritið með nýjustu ævintýrum Tinna. Hergé, höfund ævintýranna, grunaði ekki hvað væri í vændum þegar hann hóf að teikna þetta fyrsta æv- intýri, Tinna í Sovétríkjunum. Teiknimyndasögurnar um Tinna voru bara eitt af fjölmörgum störfum sem hann sinnti á blaðinu. Hann var ritstjóri barnablaðsins, myndskreytti auk þess fjölda greina í „fullorðinsblað- inu“ og teiknimyndasögur dagblaðanna voru á þessum tíma (og æ síðan) settar þannig upp að í hverri viku birtust aðeins nokkrir rammar í einu. Framvindan þurfti því að vera hröð, því eitthvað nýtt, og helst eitt- hvað spennandi varð að gerast í hverri viku. Hergé sagði síðar að hann hefði sjaldnast vitað þegar hann sendi nýjustu rammana í prentun, hvernig hann myndi bjarga Tinna út úr þeim vandræðum sem hann hafði þá komið honum í. En Hergé var hæfileikaríkur og frjór og úr penna hans flæddu ógleymanlegar persónur og sniðugar fléttur. Þótt þetta fyrsta ævintýri sé almennt talið það slakasta af öllum 24 ævin- týrum Tinna sem Hergé samdi, leyna hæfileikar hans sér ekki og Tinni og teiknimyndirnar hans voru um það bil að breyta því hvernig teiknimyndasögur voru gerðar og hvernig lesendur sáu þær. Hergé, höfund ævintýr- anna, grunaði ekki hvað væri í vændum þegar hann hóf að teikna þetta fyrsta ævintýri, Tinna í Sovétríkjunum.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.