Börn og menning - 2020, Side 25
Gamalt og nýtt í bland
Um teiknimyndasögur og norræna
goðafræði í kennslustofunni
Helga Birgisdóttir
Löng hefð er fyrir því að kenna norræna goðafræði í
íslenskuáföngum í framhaldsskólum landsins og engin
ástæða til að halda annað en svo verði áfram, enda eru
sögur af goðunum stór hluti af menningar- og bók-
menntaarfi okkar. Í starfi mínu sem framhaldsskóla-
kennari hefur mér reynst vel að vekja áhuga nemenda
á norrænni goðafræði með því að tengja hinn forna
bókmennta- og menningararf við dægurmenningu nú-
tímans, ekki hvað síst við kvikmyndir og teiknimynd-
ir. Allra mestan áhuga og skilning hafa nemendur sýnt
þegar ég hnýti saman norræna goðafræði og teikni-
myndasögur. Hér verður því fjallað um kennslu nor-
rænnar goðafræði í framhaldsskóla og hvernig mögu-
legt er að flétta teiknimyndasögum inn í þá kennslu.
Er þetta ekki óþarfi?
Spyrja má hvort ekki sé nóg að lesa sjálfa Völuspá, sjálfa
Gylfaginningu og aðra forna
texta, vísur og sögur. Er ekki
óþarfi að bæta við fleiri bókum
á leslista nemenda sem nú þegar
hafa yfirdrifið nóg að lesa, læra,
muna og skilja? Svarið við þessu
er stutt og laggott „nei“ enda tel
ég það, að hafa sömu sögu á fleiri
en einu formi aðgengilega fyrir
nemendur, ekki gera annað en
auka líkurnar á að þeir geti lesið og skilið sér til gagns og
gleði. Kristján Jóhann Jónsson fjallar einmitt um bók-
menntakennslu í greininni „Lífið og dauðinn“ (2016)
og bendir þar á að ekki sé von á góðu ef við skipum
nemendum, formálalaust, að lesa og njóta bóka sem við
segjum þeim að séu mikilsverðar. Hann leggur áherslu
á að bækur verði að „eiga erindi hér og nú“ og jafn-
framt að það þýði ekki það eigi að einfalda eða breyta
bókunum heldur miklu frekar að vera óhrædd að kafa
djúpt í viðfangsefnið, með hjálp kennarans sem nýtir
sér bókmenntasögu og fræði til að hrífa lesendur með
sér og „skilgreina samband bókar og lesanda“.1 Þetta er
það sem ég leitast við að gera með því að bæta teikni-
myndasögum á leslista nemenda minna og að mörgu
leyti hið sama og bandaríski menntaskólakennarinn
Nick Kramer hefur gert í kennslu fornra goðsagna en
hann greinir frá kennslu sinni og kennsluþróun í grein-
inni „This is Not Your Father‘s Thor: Using Comics to
Make Mythology Meaningful“
og er þar í fyrirrúmi mikilvægi
þess að goðsagnir eigi eitthvert
erindi við lesendur.
Kramer greinir frá því að
honum hafi reynst örðugt að
fá nemendur til að tengja við
námsefnið, þar sem þeir gátu
ekki tengt goðsagnirnar við
eigin samtíð, líf eða áhuga-
Spyrja má hvort
ekki sé nóg að lesa
sjálfa Völuspá, sjálfa
Gylfaginningu og aðra
forna texta, vísur
og sögur.