Börn og menning - 2020, Blaðsíða 13
13Þessir Rómverjar eru klikk!
um Lása litla (Le Petit Nicolas) sem myndskreyttar voru
af Sempé. Nokkrar þeirra hafa komið út á íslensku og
ratað á hvíta tjaldið.
Einstakt samstarf
Frægast og farsælast var þó samstarf þeirra Goscinny og
Alberts Uderzo. Það hófst árið 1951 og sjö árum síðar
birtu þeir sína fyrstu sögu um Oumpah-pah, indíána-
pilt og ævintýri hans á nýlendutíma Frakka í Norður-
Ameríku átjándu aldar. Sögur þessar urðu fimm talsins
á jafnmörgum árum og eru augljóst uppkast eða fyrstu
drög að þeim sagnaflokki sem átti eftir að skapa þeim
félögum heimsfrægð, bókunum um Ástrík gallvaska.
Í ævintýrunum um Oumpah-pah eru ýmsir þættir
sem koma unnendum Ástríks kunnuglega fyrir sjónir.
Söguhetjan er hugdjarfur frumbyggi sem býr í þorpi
fullu af kynlegum kvistum. Í grenndinni er útlent her-
námslið sem telur sig handhafa siðmenningarinnar sem
kemur þó hinum hjartahreinu innfæddu skringilega
fyrir sjónir. Við sögu koma líka aðrar stórþjóðir (Bretar
og Þjóðverjar) og jafnvel sjóræningjar, sem lýst er á kát-
legan hátt með vænu kryddi af staðalmyndum.
Árið 1959 dró rækilega til tíðinda í myndasöguheim-
inum. Þá hóf franskt forlag útgáfu myndasögublaðsins
Pilote, sem lokkaði til liðs við sig flesta efnilegustu
unga höfunda og teiknara sem í boði voru. Fram að
því höfðu belgísku blöðin Spirou og Tintin (kennd
við söguhetjurnar Sval og Tinna) borið uppi hinn
frönskumælandi myndasögumarkað um alllangt skeið.
Blöð þessi voru íhaldssöm og aðhylltust harða sjálfs-
ritskoðun. Markhópurinn var börn – einkum strákar –
og því var öllu sem tengdist ofbeldi og kynlífi útskúfað.
Skinhelgin tók raunar á sig þá mynd að kven- og karl-
persónur máttu helst ekki koma fyrir í sömu myndasög-
um nema um hjón eða systkini væri að ræða.
Aðstandendur Pilote áttuðu sig hins vegar á að
lesendur myndasagna væru miklu fjölbreyttari hópur
en drengir undir fermingaraldri. Heilu kynslóðirnar
höfðu alist upp við lestur slíkra sagna og markaður-
inn fyrir myndasögur með örlítið alvarlegri undirtón
eða flóknari húmor var stór og vaxandi. Hið nýja blað
tengdist hinni vinsælu sjóræningjaútvarpsstöð Radio-
Luxembourg nánum böndum og var það óspart auglýst
á öldum ljósvakans.
Árið 1959 dró rækilega til
tíðinda í myndasöguheim-
inum. Þá hóf franskt forlag
útgáfu myndasögublaðsins
Pilote, sem lokkaði til liðs
við sig flesta efnilegustu
unga höfunda og teiknara
sem í boði voru.