Börn og menning - 2020, Blaðsíða 39

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 39
39Mér finnst . . . Höfundur er nemi í almennri bókmenntafræði og ritlist og starfs- maður á bókasafni aldri þarf auðvitað að skrifa svoleiðis bækur. Já, svona er endalaust hægt að snúast í hringi um þetta! Annað ráð við þessum skorti á ungmennabókum er að gefa út meira efni eftir ungt fólk. Því auðvitað er það fólkið á þeim aldri sem lifir og hrærist í nútímaveruleika íslenskra ungmenna og getur miðlað honum mun betur en t.d. rithöfundar sem voru unglingar fyrir mörgum áratugum. Við þurfum að hvetja unglinga og ungmenni til þess að skrifa og gera þeim auðveldara fyrir að gefa út efni eftir sig. Þá dettur mér í hug handritsgerð norsku unglingaþáttanna SKAM þar sem Julie Andem, höf- undur þáttanna, fékk ungu leikarana með sér í lið við að skrifa handritið og fara yfir það sem þeim þótti passa inn í þeirra reynsluheim og hvað ekki. Kannski væri það aðferðafræði sem hægt væri að taka upp við skrif á bók- um hérlendis. Streymisveitu- og samfélagsmiðlamenning okkar tíma hefur líka vakið mig til umhugsunar um hverslags efni ungt fólk vill lesa. Í hverjum mánuði koma út þátta- raðir þar sem hver þáttur er að meðaltali hálftími og kannski tíu þættir alls. Þetta form minnir allnokkuð á smásagnaformið og leynist galdurinn þá mögulega líka í forminu á lestrarefninu en ekki bara í höfundinum. Ég viðurkenni sjálf að mörg hundruð blaðsíðna skáldsögur virðast oft óyfirstíganlegar. Smásagnasöfn gætu brúað vegferðina að Stríði og friði eftir Leó Tolstoj. Þetta málefni er mér afar hjartfólgið og hefur alltaf verið. Ég trúi því að íslenskir höfundar og útgefendur ásamt stjórnvöldum séu meira en viljugir til að hlusta á okkur unga fólkið þegar kemur að lestri og bókaútgáfu. Ég veit að núverandi menntamálaráðherra hefur mik- inn áhuga á lestri og læsi og skora þess vegna á hana að beita sér einnig fyrir lestri ungmenna sem eiga það til að enda á milli barnabóka og „fullorðinsbóka“. Eflaust væri áhrifaríkast að skipa eins konar umboðsmann ung- mennabókmennta eins og eru til staðar í dag fyrir börn, sjúklinga og fleiri. Best væri auðvitað ef einstaklingur- inn í þessu starfi væri á svipuðum aldri og markhópur- inn, hefði brennandi áhuga á þessu málefni og læsi og skrifaði mikið. Það kemur nefnilega enn skýrar í ljós í ástandi eins og því sem við búum við þessa mánuðina vegna COVID-19 hve mikilvægar bækur eru, þær ferð- ast með mann milli heimshorna og veita grið frá frétta- flutningi og amstri dagsins.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.