Börn og menning - 2020, Page 27

Börn og menning - 2020, Page 27
27Gamalt og nýtt í bland ófárra heimila. Þá hafa á síðustu árum nokkrar bókanna verið endurútgefnar og eru fáanlegar í bókaverslunum landsins auk þess sem gerð hefur verið teiknimynd sem ber heitið Valhalla, frumsýnd 1986. Vegna alls þessa er ekki ólíklegt að nemendur þekki til þessara bóka, eigi þær ef til vill sumar og hafi jafnvel lesið þær. Og það reyndist raunin. Merking verður aldrei til í tómarúmi Tvennt hafði ég að leiðarljósi þegar ég lagði upp náms- matsþætti og skipulagði kennslu. Í fyrsta lagi að Völu- spá, Gylfaginning og teiknimyndasögurnar skyldu vinna saman – nemendur ættu hvorki að komast upp með að sleppa því að lesa upprunalegu textana né myndasögurnar. Í öðru lagi vildi ég halda í heiðri þann grunnþátt menntun- ar sem kallast „læsi“ í aðalnámskrá framhaldsskóla, einkum það sem þar segir um að meginmarkmið læsis felist í virkni nemenda og að þeir umskapi og umskrifi „heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á“.4 Innlagnir mínar í kennslustundum og smærri verk- efni byggðust á þrennu. Í fyrsta lagi því sem er; því sem er sameiginlegt með Goðheimabókunum og frásögnum Gylfaginningar og Völuspár; að hvaða leyti verkin eru sambærileg. Í öðru lagi á því sem er ekki; hvað er það sem greinir Goðheimabækurnar frá frumheimildunum, hverju er sleppt og af hverju ætli svo sé? Í þriðja lagi fjalla ég um framsetningu efnis; hvernig sögunum er komið á framfæri í frásögnum Gylfaginningar, vísum Völuspár og svo teikni- myndasögunum. Nemendur mættu glaðir til leiks, enda þekkja þeir marga garpa norrænnar goðafræði, einkum úr myndasög- um, kvikmyndum og tölvuleikjum, og fannst áhugavert að komast í „allt þetta gamla stöff“, eins og einn sagði. Þeir, sem óttuðust að skilja ekki vísur Völuspár eða frásagnir Gylfaginningar, hugguðu sig við það að teiknimynda- sögurnar voru auðveldari yfirlestrar og gátu nýst þeim sem stuðningsrit. Langflestir lýstu líka ánægju sinni með það að þurfa „ekki bara“ að lesa kennslubækur í áfanganum. Fortíð sem skiptir máli Þær vikur og kennslustundir sem við tileinkuðum nor- rænni goðafræði reyndust einkar skemmtilegar. Með því að Nemendur mættu glaðir til leiks, enda þekkja þeir marga garpa norrænn- ar goðafræði, einkum úr myndasögum, kvik- myndum og tölvuleikjum, og fannst áhugavert að komast í „allt þetta gamla stöff“, eins og einn sagði.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.