Börn og menning - 2020, Blaðsíða 4
Voru æsirnir geimfarar?
Árni Matthíasson
Við bræðurnir vorum tíð-
ir gestir í versluninni Stellu í
Bankastræti á sjöunda áratug
síðustu aldar, en ekki voru það
snyrtivörurnar sem við sótt-
umst eftir heldur var í rekka til
hliðar við innganginn að finna
amerísk hasarblöð: Batman og
Robin, Wonder Woman, Flash,
Cap t ain America, Superman,
Silver Surfer, Nick Fury og svo má lengi telja. Í blöðun-
um birtist slíkur grúi af ofurhetjum að við þurftum að
hafa okkur alla við til að henda reiður á hetjufansinum.
Teiknimyndaiðnaðurinn bandaríski átti sína gullöld á
fjórða áratugnum, en þegar við laumuðumst til að lesa
hasarblöðin á meðan mikið var að gera í búðinni voru
aðrir tímar, nýjar hetjur að koma fram.
Fátt er leiðinlegra en hið fullkomna
Á þeim tíma voru helstu teiknimyndahetjurnar í blöð-
um frá Marvel og DC, DC með Superman og Batman
fremsta í flokki og Marvel með Spider-Man, Fantastic
Four, Hulk, Iron Man, the X-Men og Daredevil,
svo dæmi séu tekin, og líka goðin Þór og Loka. DC-
hetjurnar voru einkar óáhuga-
verðar, því fátt er leiðinlegra
en hið fullkomna, samanber
Superman (eða Súpermann,
eins og hann hét í meðförum
Siglufjarðarprentsmiðju).
Þótt Superman hafi verið
nánast ósigrandi og leiðinlegur
fyrir vikið, var Batman erkitýpa
fyrir ofurhetju í tilvistarkreppu,
milljóneraflysjungur sem klæddi sig upp á nóttunni
í eilífri leit að hefnd fyrir víg foreldra sinna. Marvel-
hetjurnar voru öðruvísi, þær voru ekki bara hetjur
þegar enginn sá til heldur hetjur í fullu starfi, afkáralega
klæddar og allskonar í laginu, sumar eiginlega ófreskjur
(Hulk) eða ómennskar (Silver Surfer).
Óvinirnir voru ekki síðri, mitt uppáhald var Doctor
Victor Von Doom, einræðisherra Latveriu, smáríkis í
Karpatafjöllum, en líka Galactus, Loki og Doctor Oc-
topus. Eitt af því sem gerði Marvel-heiminn frábrugð-
inn DC-sögum var að sögurnar sköruðust, hetjurnar,
sem margar lögðust saman á árar í súpergrúppunni
Avengers, voru flestar til í sama heimi sem hafði vissu-
lega svipmót okkar heims, þótt margt væri með öðru
sniði.
Marvel-hetjurnar voru
öðruvísi, þær voru
ekki bara hetjur þegar
enginn sá til heldur
hetjur í fullu starfi