Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 20226 Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar hækkanir á hinum ýmsu aðföngum land­ bún aðarins. Tilbúinn áburður hefur hækk­ að um nær 120–140% milli ára. Slík hækk­ un á sér engin fordæmi. Það hafa líka orðið mikl ar hækkanir á ýmsum öðrum rekstrar­ vörum, svo sem byggingarvöru, rúllu plasti, umbúðum, olíu og kjarnfóðri. Þessi þróun á sér varla hliðstæðu. Væri íslenskur land­ búnaður skráð félag á markaði þá væri búið að flagga afkomuviðvörun fyrir nokkru. Staðan er grafalvarleg. Þessi vandi er þó ekki bundinn við Ísland. Um allan heim má lesa um gífurlegar hækkanir á aðföngum með tilheyrandi hækkun á matvælaverði. Matvöruverð á heimsvísu hækkaði um 23% frá því í desember 2020 til desember 2021, samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Í Evrópusambandinu hækkaði matvælaverð um 13% síðasta ársfjórðung 2021. Þegar matvælaverð á heimsvísu hækkar fylgir því gjarnan aukning í framleiðslu sem slær á verðhækkun. Hækkun á rekstrarvörum til landbúnaðar, heimsfaraldur Covid-19 og auknir öfgar í veðurfari gefa hins vegar ekki tilefni til þess að ætla að matvælaverð muni lækka á næstu mánuðum. Íslensk stjórnvöld hafa sýnt stöðunni skilning Stjórnvöld víða í heiminum fóru að huga að aðgerðum seinni hluta síðasta árs og sum hver eru farin að huga að aðgerðum núna til að bregðast við stöðunni. Norsk stjórnvöld tilkynntu í haust að þau myndu auka stuðning við bændur vegna hækkunar á byggingarvörum og áburði. Í upphafi þessa árs ákváðu þau enn fremur að bregðast við gífurlegri hækkun á raforkuverði með auknum stuðningi við bændur. Íslensk stjórnvöld hafa líka sýnt þessari stöðu skilning og tryggt bændum 700 milljónir til að koma til móts við hækkun áburðarverðs. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi við úthlutun þessa stuðnings. Þar leggja bæði stjórnvöld og Bændasamtök Íslands áherslu á að aðgerðin verði einföld og komi sem fyrst til framkvæmdar. Hvað gerir fólk ef maturinn er búinn í ísskápnum? Áskoranirnar eru víða í kjölfar heimsfaraldurs og margir sem sýna því furðulega lítinn skilning hvað skortur á áburði raunverulega þýðir. Ég ætla að leyfa mér að vísa í dæmi sem ég rakst á í skýrslu sem Teitur Gunnarsson efnaverkfræðingur vann fyrir Mannvit 2008 og fjallar um áburð og framleiðslu hans: Hvað gerir fólk ef maturinn er búinn í ísskápnum? Þá er farið út í búð og keypt meira til að fylla á ísskápinn, eða hvað? Þegar jurtirnar eru búnar með „matinn“ í jarðveginum þarf að fara út í búð og kaupa meiri „mat“ og fylla á jarðveginn. Það er það sem áburðargjöfin gerir. Hún endurnýjar matarbirgðir plantna í jarðveginum svo aftur megi vaxa ný uppskera úr moldinni. Ef við reyndum að brauðfæða þjóðir heimsins án áburðar þá myndu milljarðar manna svelta, en eins og Nóbelsverðlaunahafinn Normann Borlaug sagði: „Líf án áburðar er ekkert líf.“ Kostnaðarauki fyrir íslenskan landbúnað upp á 2.500–3.000 milljónir Hækkun áburðar um nærri 120% milli ára þýðir kostnaðarauka fyrir íslenskan landbúnað upp á 2.500–3.000 milljónir. Áhrif hækkana á öðrum rekstrarvörum hafa ekki verið endanlega metin, en umfang þeirra er af svipaðri stærðargráðu. Ljóst er að stjórnvöld geta ekki haldið áfram að bregðast við stöðunni með auknum stuðningi. Bændur munu þurfa að leita leiða til að nýta áburð sem best ásamt sem bestri nýtingu búfjáráburðar og hagræða í sínum rekstri. Má hér til að mynda nefna bændurna í Suður- Þingeyjarsýslu sem létu ekki deigan síga og sameinuðust um kaup á 800 tonnum af áburði. En aftur að starfsskilyrðum bænda, þá hafa bændur eftir fremsta megni reynt að hagræða í sínum rekstri en nú er svo komið að ekki er hægt að hagræða meira og hefur afkoma í svínarækt, kjúklingaeldi, sauðfjárrækt og nautakjötsframleiðslu verið óviðunandi um langt skeið. Hvernig ætlum við að tryggja viðunandi afkomu þeirra sem starfa við frumframleiðslu matvæla í landbúnaði og tryggja fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar? Á næstu vikum munu búgreinadeildir Bændasamtaka Íslands funda með sínum félagsmönnum. Þar þarf að ræða þessa stöðu sem nú er uppi og leita leiða til að bregðast við henni. Í því samtali er allt undir. Hvort sem um ræðir rekstur búanna, fyrirkomulag opinbers stuðnings eða hina frjálsu verðmyndun á markaði. Brýnt er að tryggja bændum eðlilega afkomu af sinni framleiðslu. Á Búnaðarþingi sem haldið verður 31. mars–1. apríl verða bændur að sameinast um raunhæfar aðgerðir sem taka á rekstrarvanda landbúnaðarins. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Saga gullgerðarmanna er rakin aftur til fornaldar, en þeir kepptust við með kukli sínu að reyna að umbreyta ýmsum efnum í gull. Allt var það þó byggt á gervivísindum og hreinum blekkingum. Þó talað sé um að saga gullgerðarmanna hafi liðið undir lok á nítjándu öld, þá er það líka enn ein blekkingin. Gullgerðarmenn lifa góðu lífi enn þann dag í dag og í þeirra félagsskap eru einstaklingar sem eru í hópi ríkustu manna heims. Þessir nútíma gullgerðarmenn eru þó hættir að telja fólki trú um að þeir breyti grjóti í áþreifanlegt ekta gull, heldur breyta þeir með sjónhverfingum sínum því sem ekkert er í verðmæta verslunarvöru sem engin raunverðmæti eru samt á bak við. Þetta eru snillingar samtímans, sem er víða hampað í fjölmiðlum sem viðskiptaséníum og bjargvættum hagkerfa heimsins. Stundum falla þó rykagnir á hvítflibba þessara viðskiptaofurmenna, en fólk er fljótt að gleyma þegar búið er að skella flibb anum í þvottavél. Efnahagshrunið og fall risabanka og annarra fjármálastofnana haustið 2008 var eins og blaut tuska í andlit alls almennings sem staðið hafði gapandi árum saman yfir snilld nútíma gullgerðarmanna. Allt í einu áttaði fólk sig á að það hafði verið haft að fíflum, en þá voru fjármálamenn þegar búnir véla af því aleiguna. Öll efnahagshrun heimsins hafa byggst á þeirri einföldu staðreynd að það hafa verið búin til ímynduð verðmæti úr engu og þá í formi vaxta á peninga. Peningarnir voru upphaflega fundnir upp til að vera ávísun á tiltekin veraldleg verðmæti eins og kýr, kindur eða fisk. Það að fá tekjur af því að leigja út peningana sjálfa gekk auðvitað ekki upp og hefur aldrei gert, nema með reglulegum skelfilegum afleiðingum. Það þarf nefnilega alltaf annað slagið að taka raunverðmætin af þeim sem þau eiga og flytja til þeirra sem hafa safnað til sín vaxtagróða. Þannig verða auðmennirnir til og meðan við notum slík hagkerfi verða þeir ríku stöðugt ríkari á kostnað hinna sem áttu raunverðmætin í upphafi. Gullgerðarmennirnir eru stöðugt að reyna að finna nýjar leiðir til að búa til verðmæti úr engu. Það verður að segjast þeim til hróss að þar er hugmyndaflugið svo sannarlega í lagi. Hér á Íslandi þykir okkur t.d. þægilegt að láta glepjast ef „gullgerðarstaðreyndirnar“ koma frá útlöndum. Sér í lagi þegar þær eru matreiddar í rafrænum pappírsvöndlum í formi reglugerða sem okkur er sagt að við verðum að innleiða eða hafa verra af ella. Afleiðing af slíkum innleiðingum sannleikans hafa nú nýverið verið að birtast okkur í fjármálaleikhúsi fáránleikans. Þar er búið að gangsetja gullgerðarvél þar sem slóttugir gullgerðarmenn munu slá eign sinni á eina verðmætustu sameiginlegu eign þjóðarinnar, sem er raforkan í landinu. Hvernig má það vera að við látum það viðgangast að raforka, sem ekki var hægt að selja frá okkar eigin raforkuverum á kostnaðarverði til stórnotenda í garðyrkju, er nú seld með afslætti til braskara sem framleiða enga raforku, hvað þá matvæli? Þeir selja síðan okkur einfeldn ingunum sömu raforkuna á upp sprengdu verði, allt samkvæmt lög málum reglugerðarinnleiðinga um „heilbrigða“ samkeppni á orkumarkaði. Þá er líka byrjað að setja gullgerðarvélar inn á heimili landsmanna í formi „smartmæla“ sem innleiða mínútuverð á raforku. Þá verður okkur talin trú um að raforkan frá okkar eigin rafstöðvum, sem streymir um leiðslurnar um kvöldmatarleytið sé svo dýr í framleiðslu, að við verðum annaðhvort að greiða fyrir hana fáránlega hátt verð, eða elda kvöldmatinn eftir miðnætti.– En þetta heitir víst neytendavernd, er það ekki? /HKr. Rauð viðvörun Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Gullgerðarmenn Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Búrfell og hinn 11 metra hái Þjófafoss í Þjórsá við Merkurhraun. Tröllkonuhlaup er þarna fyrir ofan. Nafnið á fossinum er tilkomið af því að þjófum var drekkt þar forðum. Þessi mynd var tekin í maí 2021 og sýnir vel óvenjulega lítið vatn í Þjórsánni sem rann þá að mestu í gegnum pípur Búrfellsvirkjunar. Lítil vatnssöfnun í uppistöðulónum Landsvirkjunar víða um land í fyrrasumar er einmitt meginorsök þess að farið er að skammta rafmagn til stórnotenda eins og fiskimjölsverksmiðja. Ónóg flutningsgeta raforkukerfisins til að miðla orku á milli landsvæða skiptir þar líka máli. Fleiri stórnotendur þurfa væntanlega að lúta svipuðum skerðingum á næstunni, líkt og raforkukyntar fjarvarmaveitur sem verða þá að nota olíu í stórum stíl, eins og hjá Orkubúi Vestfjarða. Mynd / Hörður Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.