Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202212 Landbúnaðarháskóli Íslands og Sláturhús Vesturlands eru í tilrauna verkefni ásamt H-veit- ingum sem m.a. þjónustar mötu- neyti starfsstöðvar skólans á Hvanneyri. Verkefnið snýr að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í framleiðslu kjöts og aukaafurða í smærri stíl, bættri nýtingu sláturafurða og mati á gæðum afurða og lágmörkun sláturúrgangs. Verkefnið hefur farið vel af stað og neytendur þegar farnir að njóta afurðanna. Forréttindi að bjóða upp á þetta dýrindis hráefni „Það er okkur sönn ánægja og mikill heiður hjá H-veitingum að fá að vinna með það úrvalskjöt og hráefni sem við fáum frá búunum Hesti og Hvanneyrarbúi. Lambið og nautið eru bæði fyrsta flokks og forréttindi að bjóða upp á þetta dýrindis hráefni í okkar mötuneytum beint frá búi. Viðbrögð nemenda, starfsfólks og annarra gesta er frábær og mikill ávinningur fyrir okkur og vonandi búin líka. Við erum svo að vinna með allan skrokkinn og gaman að bjóða upp á djúpsteikta hóstakirtla af lambinu og hægeldaðar nautakinnar svo dæmi séu tekin,“ segir Hendrik Hermannsson, eigandi H-veitinga, sem m.a. rekur mötuneyti LbhÍ á Hvanneyri. Nýta afurðir sauðfjárbús skólans í mötuneyti Gerðar hafa verið tilraunir með nýtingu afurða frá tilrauna- sauðfjárbúi skólans á Hesti en þar voru í haust sendir gripir til slátrunar hjá Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi. H-veitingar hafa síðan hanterað hráefnið og boðið fram m.a. í mötuneyti Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Síðastliðinn föstudag var boðið upp á kótelettur í raspi sem vakti mikla lukku meðal neytenda. Landbúnaðarháskóli Íslands vinnur að rannsóknum og kennslu á sviði búfræði og bústjórnar og rekur sauðfjárbú á Hesti og kúabú á Hvanneyrarbúinu sem eru nýtt til kennslu og rannsókna. Landbúnaðarháskólinn mun með sinni aðkomu leggja mat á möguleikana sem í þessu felast, þ.e. að auka nýtingu sláturafurða, gæði þeirra og minnkun sláturúrgangs. Með þessu getur Landbúnaðarháskólinn lagt sitt af mörkum til rannsókna og nýsköpunar á þessu sviði og eflt samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar í sínu nærsamfélagi. Sérstaklega er horft til að verkið nýtist til frekari þróunarvinnu á vegum aðilanna til framtíðar. Nýsköpun í nýtingu sláturafurða, kjötskurði og matreiðslu Hér er um er að ræða pilot-verkefni sem miðar að því að koma afurðum skólabúanna hjá Landbúnaðar- háskóla Íslands á markað með sem minnstum tilflutningum og tilkostnaði frá búi í sláturhús og frá sláturhúsi í mötuneyti skólans á Hvanneyri þar sem afurðirnar verða nýttar. Matreiðslumeistarar LbhÍ munu koma með tillögur að nýjum leiðum til að nýta innmat til að draga úr sláturúrgangi og beita nýjum leiðum í kjötskurði. Lagt verður mat á árangur og hagkvæmni og leiðir til skilvirkrar nýtingar á afurðum frá búunum. Mikilvægt fyrir alla að vita hvaðan maturinn kemur „Ávinningurinn af samstarfi sláturhússins og LbhÍ um slátrun og nýtingu afurða í nærsamfélagi er margþættur. Það er mikilvægt fyrir alla að vita hvaðan maturinn kemur og það er mikilvægt fyrir sláturhúsið að eiga samstarf við LbhÍ, þar sem þekking á öllum sviðum matvælaframleiðslu og umhverfismála er fyrir hendi,“ segir Eiríkur Blöndal frá Sláturhúsinu Vesturlands í Borgarnesi „Landbúnaðarháskólinn sýnir með þessu í verki að hann er tilbúinn að vinna með aðilum sem leitast við að auka verðmæti sinna afurða og stuðla að aukinni atvinnusköpun heima fyrir. Þeir bændur sem hafa fetað þennan veg, það er að segja að selja sínar afurðir sjálfir, hafa samt mætt ýmsum hindrunum, ekki síst markaðslegum hindrunum. Það er þannig til dæmis ekki eðli stórmarkaða að leita afurða úr nærsamfélagi, þar ræður verðið og framlegð smásölunnar. Vaxandi fjöldi fólks gerir samt nú á dögum meira en meðalkröfur til uppruna matvæla, þetta fólk mætir hinum ýmsu merkingum og vottunum sem erfitt getur verið að átta sig á. Aukinn tengsl bænda og neytenda, eins og við vinnum hérna að, geta þarna komið til hjálpar og hvar finnur maður sannari framleiðendur og neytendur en í Landbúnaðarháskólanum? Gestir mötuneytis LbhÍ munu fljótt átta sig á hverjum þeir eiga að þakka fyrir matinn!“ Bændur leitast við að markaðs- setja sínar kjötafurðir sjálfir Þeir sem hafa hag af þessu verkefni eru bændur sem leitast við að markaðssetja sínar kjötafurðir sjálfir, þar á meðal bændur á Vesturlandi. Nýsköpunargildið er að auka verðmæti afurða, en eins og nýlegar skýrslur sýna er afurðaverð undir framleiðslukostnaði bæði í nauta- og kindakjöti og því ærið tilefni til aðgerða. Sláturhús Vesturlands hefur sérstakan hag af því að minnka kostnað við förgun úrgangs en sá kostnaður er fyrirtækinu mjög íþyngjandi. Fjölmargir bændur hafa náð árangri í að selja sínar kjötafurðir sjálfir. Það eru hins vegar fjölmargar hindranir sem þarf að yfirstíga ef feta á þá leið. Stuðla að aukinni verðmætasköpun í landbúnaði Áshildur Bragadóttir, nýsköp unar- og þróunarstjóri hjá Landbúnaðar- háskóla Íslands og verkefnisstjóri samstarfs verkefnisins, segir að LbhÍ hafi sett sér þá stefnu að stuðla að aukinni verðmætasköpun í landbúnaði og matvælaframleiðslu og fæðuöryggi til framtíðar með sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Aukin áhersla er á rannsóknir og nýsköpun og samstarf við breiðan hóp hagaðila á því sviði. Hér hafa aðilar í nærsamfélagi skólans tekið höndum saman um að leita leiða til að auka nýtingu sláturafurða, gæði þeirra og minnkun sláturúrgangs. Sérstaklega er horft til þess að verkefnið nýtist til frekari þróunarvinnu og höfum við fengið tvo styrki til verkefnisins sem sýnir þann ávinning sem af samstarfsverkefni með atvinnulífi og samfélagi getur leitt af sér. Í farvatninu er að Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands stofni Nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi sem mun efla enn frekar samstarf á þessu sviði,“ segir Áshildur. /RB FRÉTTIR     GOES COBALT 550 MAX LTD 4x4  2ja manna hjól, raéttistýri, spil o.. 3 litir. GOES IRON 450 4x4   GOES COPPER 3 2x4  GOES COPPER 2 2x4  GOES UTX 700 4x4    2ja manna vinnutæki með palli, raéttistýri, spili o..                          Fimm áburðarsalar fluttu inn tilbúinn áburð til jarð- ræktar á síðasta ári. Í skýrslu Matvælastofnunar um áburðar- eftirlit síðasta árs, kemur fram að í einni áburðartegund mæld- ist kadmíum yfir leyfilegum mörkum, LÍF-26-6+Se frá Líflandi. Fimm áburðartegund- ir reyndust með efnainnihald undir vikmörkum. Köfnunarefni mældist undir leyfðum vikmörkum í áburðartegundunum Völlur 23-5-4+Ca+Mg+S+Se og Völlur 26- 5+Ca+Mg+S+Se frá Búvís. Þá mældist áburðartegundin Fjölmóði 4 hjá Fóðurblöndunni með köfnunarefnisgildi undir leyfilegum vikmörkum og í tegundinni Sprettur 27-6-3+Se hjá Skeljungi. Í tegundinni Sprettur 22-6-3+Se hjá Skeljungi voru gildi fyrir brennistein og natríum undir leyfðum vikmörkum. Gildi fyrir fosfór og kalí í lagi Þannig voru fjórar með of lítið köfnunarefnisinnihald. Engin tegund reyndist með of lítinn fos- fór, engin með of lítið kalí og engin með of lítið kalsíum. Ein var með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum. Þær tegundir sem ekki stand- ast kröfur um innihald eru tekn- ar af skrá og má ekki selja fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest að efnagildi séu í lagi. Matvælstofnun tók sýni og gerði vöruskoðun hjá þeim fimm fyrir- tækjum sem flytja inn tilbúinn áburð til jarðræktar. Alls voru tekin 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar. Sextán innlendir framleiðendur Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegs- bætandi efnum. Innlendir áburðarframleiðendur eru 16 á skrá Matvælastofnunar, sem framleiða áburð eða jarðvegsbæt- andi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því alls 40. /smh Fyrirtæki í innflutningi á áburði á síðasta ári Fjöldi fyrirtækja Fjöldi tegunda Magn, kg N, kg P, kg K, kg Jarðrækt 5 95 43.873.315 10.381.257 1.428.405 2.134.101 Ylrækt/garðyrkja 10 83 1.823.036 228.284 51.359 238.560 Jarðvegs-bætandi efni 9 32 660.062 792 0 0 Íþróttavellir 2 22 47.754 6.219 1.267 3.392 Blómaáburður 12 154 41.782 1.967 979 4.383 Alls 23 366 57.815.628 12.284.992 1.801.628 2.877.049 Heimild: Matvælastofnun Fyrirtæki Framleiðsla Orkugerðin ehf. Kjötmjöl sem má nota sem áburð með ákveðnum skilyrðum Guðjón D Gunnarsson Lífrænn áburðarvökvi úr þangmjöli Íslenska Gámafélagið Gufunesi Molta m.a. úr eldhúsafgöngum Gámaþjónustan Molta m.a. úr eldhúsafgöngum Íslenska Kalkþörungafélagið ehf Áburðarkalk og jarðvegsbæti úr kalkþörungum Ísteka ehf. Áburður m.a. úr hrati frá merarblóði til nýtingar í landgræðslu Laxar fiskeldi ehf. Fiskeldismykju frá landeldi Molta ehf. Molta m.a. úr aukaafurðum dýra Samherji – fiskeldi Fiskeldismykju frá landeldi Samherji – fiskeldi Fiskimjöl sem lífrænt vottaður áburður Skinney – Þinganes Þrjár gerðir áburðar og jarðvegsbætandi efni úr sjávarfangi Sorpa Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins Molta úr margvíslegum plöntuúrgangi Spretta ehf. Þurrkaður hænsnaskítur Ylfur ehf. Lífrænn áburður Þórduna ehf. Ólífræna blómanæringin Græna þruman Þörungaverksmiðjan Þörungamjöl til áburðar Skráðir innlendir áburðarframleiðendur hjá Matvælastofnun Innlend áburðarframleiðsla 2021 Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Áshildur Bragadóttir við móttöku styrks til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Tilraunaverkefni LbhÍ, Sláturhúss Vesturlands og H-veitinga: Bætt nýting sláturafurða og lækkun sótspors Áburðareftirlit Matvælastofnunar á síðasta ári: Ein tegund með of mikið kadmíum og fimm með innihald undir vikmörkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.