Bændablaðið - 27.01.2022, Side 26

Bændablaðið - 27.01.2022, Side 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202226 Ungmennaráð ungmenna fél ag­ anna um allt land eru samansett af ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Auk ráðanna er starfandi Ungmennaráð UMFÍ. Embla Líf Hallsdóttir verður líklega næsti formaður Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands. Embla er á tuttugasta og fyrsta ári og búsett í Mosfellsbæ en leggur stund á viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun við Háskólann á Bifröst. Ótrúlega skemmtilegt starf „Ég var 17 ára þegar ég fór á fyrstu ráðstefnuna hjá UMFÍ fyrir hönd ungmennaráðs Mosfellsbæjar. Það var ótrúlega gaman á ráðstefnunni og þar kynntist ég mörgu góðu fólki og þar á meðal bestu vinkonu minni og ég hef starfað innan félagsins síðan þá. Fljótlega eftir ráðstefnuna sá ég auglýst eftir fólki í ungmennaráð UMFÍ og ég bauð mig strax fram.“ Ekkert um okkur án okkar Stærsti viðburðurinn sem ung­ mennaráð UMFÍ stendur fyrir er ráðstefna sem kallast Ungt fólk og lýðræði og er haldin einu sinni á ári. „Ráðstefnan er stór og hefur oft staðið í þrjá daga og á hana mætir ungt fólk alls staðar að af á landinu til að ræða ákveðið málefni sem er á döfinni á þeim tíma. Við höfum oft fengið til okkar stjórnmálamenn á ráðstefnuna til að ræða við og svara spurningum okkar. Markmiðið með ráðstefnunum er að vera vettvangur fyrir raddir ungs fólks, að fá fólk almennt til að átta sig á að um ungt fólk gildir hugmyndin; ekkert um okkur án okkar. Á síðustu ráðstefnu tókum við fyrir Lýðræðisleg áhrif – Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?“ Stefnt á ráðstefnu í haust Embla segist hafa boðið sig fram sem næsti formaður ungmennaráðs UMFÍ og vonast til að fá kosningu. „Við stefnum að því að vera með ráðstefnu næsta haust ef aðstæður leyfa og án þess að nokkuð hafi verið ákveðið eru komnar nokkrar hugmyndir sem verið er að skoða.“ Þegar Embla er spurnð hvernig henni finnist samfélagið hlusta á hugmyndir og raddir ungs fólks segir hún slíkt hafa aukist. „Oft hefur það verið þannig að ungt fólk hefur verið notað sem glansmynd við hliðina á stjórnmálamönnum á tyllidögum svo þeir geti sagt að þeir hafi talað við okkur en síðan ekkert gerst í framhaldinu. Svo betur fer tel ég að þetta sé að skána því raddir unga fólksins eru alltaf að verða meira áberandi.“ Góður vettvangur til að kynnast Embla segir að starf innan UMFÍ sé bæði góður og skemmtilegur vettvangur til að kynnast fólki sem er á sömu línu og það sjálft. „Liðsheildin innan UMFÍ er sterk og allir að vinna að sama markmiði og andrúmsloftið mjög gott. Auk stóru ráðstefnunnar hafa ungmennaráðin staðið fyrir viðburðum eins og Skemmti­ sólarhring þar sem við höfum komið saman og farið eitthvert út á land og gist eina nótt og gert eitthvað skemmtilegt en því miður hefur Covid sett þar strik í reikninginn. Annað sem einnig er mjög skemmtilegt og kallast Samtal ungmennaráða felst í því að ungmennaráðin koma saman og deila hugmyndum um starfið í framtíðinni.“ /VH LÍF&STARF Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008, með síðari breytingum. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Umsóknarfrestur um lán og styrki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2022, er til og með 1.mars 2022. Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu með nýrri umsókn. Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fiskræktarsjóði má nálgast á http://www.fiskistofa.is undir lax- og silungsveiði, skila skal umsókn í fimmriti. Þar má einnig nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900. Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á eftirfarandi heimilisfang: Fiskistofa v/Fiskræktarsjóðs Borgum v/Norðurslóð 600 Akureyri STYRKIR 2022STYRKIR 2021 Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008, með síðari breytingum. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Umsóknarfrestur um lán og styrki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2021, er til og með 1.mars 2021. Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu með nýrri umsókn. Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fis ræktarsjóði má nálgast á http://www.fiskistofa.is undir lax- og silungsveiði, skila skal umsókn í fimmriti. Þar má einnig nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900. Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á eftirfarandi heimilisfang: Fiskistofa v/Fiskræktarsjóðs Borgum v/Norðurslóð 600 Akureyri Ungmennafélag Íslands: Vettvangur fyrir raddir ungs fólks Embla Líf í pontu á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Mynd / UMFÍ FRÉTTIR Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur: Greitt fyrir stærra land uppskorinna túna Atvinnuvega­ og ný sköp­ unar ráðuneytið hefur borgað út jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir síð­ asta ár. Að þessu sinni er greitt út á 90.772 hektara samtals, en árið 2020 var greitt út á 91.469 hektara. Þetta skýrist að ein hverju leyti af þeim breyt ingum að útiræktað grænmeti er ekki lengur hluti af jarðrækt­ arstyrk í rammasamningi búvöru samnings, en er nú sérstakur liður í garðyrkju­ samningi. Framleiðendur sækja þannig sérstaklega um styrki vegna útiræktaðs grænmetis og einingaverð þar er öllu hærra en nú er greitt fyrir almennan jarðræktar­ styrk. Fleiri hektarar landgreiðslna Samkvæmt upplýsingum úr at­ vinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytinu voru landgreiðslur greiddar út á 79.869 hektara á síð­ asta ári (35.860 spildna) en árið 2020 var greitt út á 78.628 hektara. Jarðræktarstyrkir voru nú veittir vegna 10.903 hektara (4.634 rækt­ unarspildur) en voru 12.841 hektari árið 2020. Alls voru 1.518 umsóknir samþykkt ar fyrir síðasta ár en voru 1.549 árið 2020. Um sækj­ endur hafa fengið raf rænt bréf í jarðabók Afurð ­ ar með upplýsingum um úthlutunina, sem einnig eru aðgengilegar í staf­ rænu pósthólfi stjórnvalda á vefnum island.is. Upplýsingar úr Jörð Útreikningur um land­ stærð ir og ræktun byggj­ ast á upplýsingum úr jarð ræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is, sem svo aftur byggir á landupp­ lýsingagrunni túnkorta. Úttektarmenn atvinnu­ vega­ og nýsköp unar ­ ráðuneytisins sjá um úttektir í sam­ ræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði. Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um og deilast jafnt út á þann fjölda sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 hektara. /smh Ræktunarár Útiræktað grænmeti Gras Grænfóður Korn Olíujurtir Styrkhæf jarðrækt Uppskorin tún Samtals hektarar 2017 504 3.666 3.990 2.602 49 10.811 76.988 87.799 2018 563 3.143 3.962 2.473 97 10.238 76.587 86.825 2019 517 3.768 4.067 2.968 93 11.413 76.890 88.303 2020 516 4.798 4.407 3.028 92 12.841 78.628 91.469 2021 539* 3.701 4.362  3.036 102 11.201  79.869 102.810 Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2017-2021 Stærð lands er í hekturum Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Atvinnnuvega- og nýsköpunarráðuneytið *Greitt er fyrir samkvæmt ákvæði garðyrkjusamnings Heimild: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Kornrækt eftir svæðum Fjöldi hektara Árið 2021 Árið 2020 Austurland 111,33 81,76 Eyfjafjörður 303,98 308,71 Suðurland 1777,56 1768,44 Skagafjörður 305,85 269,49 Norður-Þing 4,46 4,11 Vesturland 307,4 374,75 Húnaþing/Strandir 164,28 154,01 Suður-Þing. 61,15 66,72 3036,01 3027,99

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.