Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 31 VÆNTANLEGIR Í MARS! ÞJARKURINN - SK252D G2700 HD+ G1200 HD G1200 er nett vél en öflug sem er einstaklega hentug við þröngar aðstæður. Vélin er til sýnis í Joserabúðinni í Kópavogi - Ögurhvarfi 2 Grunnútfærsla G1200 - 25hö kubota D902 diesel - Mesta lyftigeta 1.000 kg - Aukinn keyrsluhraði 19km/h - Hámarks lyftihæð með skóflu 2,2 metrar - Þriðja og fjórða svið - Akstursljós - Dekk: 24x13-12 - Vökvalás - 70 kg þyngingar - Dráttarkrókur Verð: 3.990.000 kr. + vsk. FRÉTTIR Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps: Kosið verði um sameiningu í lok mars Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðs­ hrepps leggur til að íbúar þessara tveggja sveitarfélaga fái tækifæri til að kjósa um sameiningu þeirra 26. mars næstkomandi. Sveitarstjórnir þeirra beggja samþykktu í des­ ember á liðnu ári að stofna samstarfsnefnd um samein ing una. Formaður hennar er Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson varaformaður. Fram hafa farið opnir samráðsfundir við íbúa. Sveitarfélögin hafa átt í farsælu samstarfi um langa hríð og er það mat nefndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu að sameining geti skapað tækifæri til skilvirkari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem tækifæri sé til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar. Sterkur fjárhagur Vísbendingar séu um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingargeta meiri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, ekki síst með um 548 milljón króna áætluðu sameiningarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins og landbúnaðarmál. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku. Haldið utan um jarðeignir Samstarfsnefnd tekur undir ábendingar íbúa um að nauðsynlegt sé að halda sérstaklega utan um jarðeignir sveitarfélaganna og nýta tekjur af þeim til að skapa tækifæri til styrkingar mannlífs, byggðar og atvinnutækifæra. Nefndin leggur til að stofnaður verði sérstakur sjóður í þeim tilgangi og hefur unnið tillögu að samþykktum fyrir slíkan sjóð. /MÞÞ Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530 1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.isBorgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is GRUNDARGATA 45, 350 GRUNDARFJÖRÐUR. EFRI HÆÐ Í TVÍBÝLI. Ríkiskaup kynna 113,4 m2 íbúð á efri hæð í steinsteyptu tvíbýlishúsi byggðu árið 1963. Íbúðin er með sér inngangi og skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Þá er geymsluloft yfir íbúðinni og geymsla undir útitröppum. Svalir eru út af stofu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is Verð: 10,9 mkr. AUGLÝSA EFTIRFARANDI EIGN TIL SÖLU: LAMBHELDU HLIÐGRINDURNAR KOMNAR Áfram hagstætt verð þrátt fyrir hækkanir á heimsmarkaði Lægsta verð 24.900 auk vsk ef keyptar eru fimm grindur eða fleiri Lamasett og loka aðeins kr. 3.900 settið, auk vsk. Breidd 420 cm. Hæð 110 cm. Möskvastærð 10 x 15 cm. Verðskrá hliðgrindur: 1 stk. kr. 29.900 auk vsk. 2-4 stk. kr. 27.900 auk vsk. 5 stk. eða fleiri 24.900 auk vsk. Upplýsingar og pantanir í síma 669 1336 og 899 1776. Afgreitt á Hvolsvelli og í Sundahöfn án aukakostnaðar. Sent hvert á land sem er. Meira fyrir aurinn L mbheldu hliðgrindurnar Þessar hliðgrindur hafa slegið í gegn um land allt. Lambheldar, léttar og auðveldar í uppsetningu. Breidd 4.20 m, hæð 1.10 m. Möskvastærð 10x15. Verð á grind kr. 24.90 stk. auk vsk. Ef keypt eru 2 til 4 stk., verð kr. 22.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 5 eða fleiri, verð kr. 19.900 stk. auk vsk. Til afhendingar á Hvolsvelli eða í Sundahöfn án aukakostnaðar en sent hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 1336. Smáauglýsingar 56-30-300 Tjörneshreppur: Varmadælur settar upp á hverju heimili Tjörneshreppur hefur undanfarin misseri staðið í húshitunarátaki í hreppnum en líkt og gildir víða á landsbyggðinni er ekki aðgengi að hitaveitu þar nema að mjög litlu leyti. Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti Tjörneshrepps, segir að ákveðið hafi verið að bjóða íbúum hreppsins upp á kaup og uppsetningu á varmadælum sem koma í stað upphitunar með hefðbundnum þilofnum eða vatnshitakerfi í gengum hitatúbu. Tjörneshreppur greiddi fyrir kaup á bæði búnaði og uppsetningu hans í hverju húsi í hreppnum og segir Aðalsteinn að kostnaður íbúanna sjálfra hafi verið óverulegur. Hreppurinn naut liðsinnis frá fyrirtækinu Hagvarma ehf. sem reyndist ómetanlegur stuðningur að sögn oddvita. Hagvarmi er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í varmadælulausnum og annarri húshitun. „Við vorum líka svo lánsöm hér að einn íbúanna, Aðalsteinn Guðmundsson á Kvíslarhóli, tók að sér að vinna stóran hluta verklega þáttarins við þessa uppsetningu og reyndist það mikill happafengur fyrir hreppinn og framgang verkefnisins,“ segir Aðalsteinn. Alls eru 13 heimili og eitt félagsheimili í hreppnum sem tengd verða í fyrsta og stærsta hluta þessa áfanga í verkefninu, en áætluð verklok eru í febrúar næstkomandi. „Seinni áfangar þessa húshitunarverkefnis eru minni í sniðum og verkið því langt komið. Fyrstu dælurnar voru tengdar snemma í fyrrasumar og fyrstu mælingar á orkunotkun þeirra heimila lofa mjög góðu,“ segir Aðalsteinn. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.