Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202232 SAGA&MENNING Framræsla votlendis þótti á sínum tíma mikið framfara skref í land­ búnaði til heilla og sveitum landsins mikil lyfti stöng. Framfaratrú í kjölfar tækninýjunga var mikil og sjálf sagt þótti að bæta land­ kosti samkvæmt þeirra tíma mæli kvarða. Ýmsar aðferðir voru reyndar og notaðar við fram­ ræsluna þar á meðal að sprengja fyrir skurðum með dínamíti. Með því að ræsa fram votlendi er grunnvatnsstaða mýra lækkuð með því að leiða vatnið burt í skurðum eða ræsum. Við framræslu breytist gróðurfar landsins og heilgrös taka við af hálfgrösum og landið verður auðveldara til beitar og ræktunar. Annað sem ekki má vanmeta er að þurrt land er auðveldara yfirferðar og þeir sem hafa verið í sveit og þekkja mýrar vita hversu óþægilegt það er að vera nánast alltaf blautur á fótunum. Seinni tíma rannsóknir sýna að votlendi geymir mikið magn kolefnis og með því að ræsa fram eða afvatna landið losnar mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið. Í dag snýst umræðan um votlendi um endurheimt þess til að auka kolefnisbindingu með því að fylla upp í skurði. Vélvæðing Fyrstu tilraunir til framræslu hérlendis voru gerðar fyrir tilstilli dönsku stjórnarinnar árið 1780 þegar hún veitti Stefáni Þórarinssyni amtmanni fjárstyrk til að reyna framræslu mýrlendis. Styrkurinn var til tveggja ára og gaf Stefán út leiðbeiningar um framræslu, „Stutt og einfaldlig undirvísan um vatns-veitingu af mýrum og þeirra meðferð, að þær beri gott gras“, í Riti Lærdómslistafélagsins árið 1781. Á nítjándu öld var tækjakostur til framræslu takmarkaður og fólst aðallega í handmokstri með skóflum. Aukin tæknivæðing á fyrri hluta tuttugustu aldar átti eftir að breyta verklaginu til muna og gera mönnum kleift að ræsa fram og þurrka ómældan fjölda hektara af mýrum um alla heim. Mýrarkalda Framræsla mýra erlendis var ekki eingöngu framkvæmd til að auka uppskeru landsins því víða þar sem malaría var landlæg var framræsla hluti af baráttunni við sjúkdóm, sem olli dauða milljóna manna og aðallega barna árlega um allan heim, með því að eyða búsvæði moskítóflugunnar sem smitar fólk af malaríu eða mýrarköldu. Landbúnaðarsýningin 1921 Á Búsáhaldasýningunni sem haldin var í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1921 kynnti A/S Norsk Sprængstofindustrie sprengiefni til notkunar í landbúnaði, Gröftedinamit, Landbruks-Stjeme- dinamit og Landbruks-Sikrit. Í Búnaðarritinu 1922 segir: „Tvær síðasttöldu tegundirnar eru aðallega ætlaðar til að sprengja grjót, en „Gröftedinamit“ til skurðgraftar, eins og nafnið bendir til.“ Nokkuð af sprengiefninu var til sýnis og var notkun þess sýnd í Vatnsmýrinni meðan á sýningunni stóð og á Vífilsstöðum eftir að henni lauk. Einnig var einhverju af sprengiefni útbýtt meðal sýningargesta, víðs vegar að af á landinu, sem höfðu sérstakan áhuga á að reyna það. Eitthvað sem erfitt væri að sjá fyrir sér í dag. Notkun á Gröftedinamit Samkvæmt því sem segir í Búnaðarritinu er Gröftedinamit notað á þann hátt að í miðlínu skurðarins, sem grafa skal, er stungið niður dínamítpatrónu, með vissu millibili, og í vissa dýpt. „Holurnar eru allar fylltar vatni, ef jörðin er ekki svo vot, að þær fyllist sjálfkrafa. Í næstsíðustu patrónunni í röðinni er síðan kveikt með hvellhettu og kveikiþræði. Springa þá allar hleðslurnar í einu, og þeyta skurðmoldinni upp og til hliða. Millibil hleðslunnar, dýpt og stærð, verður að haga eftir jarðveginum og stærð skurðanna.“ Eigi að gera mjög breiða skurði má setja tvær raðir með dínamíti og sprengja þær báðar í einu. Með þessari aðferð hafa verið sprengdir 175 metra langir skurðir, með einni kveikingu. „Tilraunir í Noregi hafa sýnt að 100 gramma hleðslur, með 40 cm millibili, settar 35 cm niður (neðri brún) hafa sprengt ca 2 m breiðan og 1 m djúpan skurð.“ Gröftedinamit var reynt í Vatns - mýrinni, skammt frá Gróðrars- töðinni. Mýrin sem sprengt var í er sögð hafa verið mjög rotin og laus í sér. „Þar heppnaðist sprengingin ekki vel, aðeins nokkur hluti skurðlengdarinnar, sem sett var niður í, sprakk við fyrstu kveikingu. Orsökin var, að líkindum, að sumar dínamítpatrónurnar hafa verið skemmdar.“ Á Vífilsstöðum var sprengdur tíu metra langur skurður með einni Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Eftir að sænski efnafræðingurinn Alfred Bernhard Nobel fann upp dínamítið og fékk einkaleyfi á þá uppfinningu 1867, olli það straumhvörfum í verklegum framkvæmdum á ýmsum sviðum. Farið var að nota það til að létta mönnum störf við námagröft, mannvirkjagerð og líka í landbúnaði. Þar áttuðu menn sig á að í staðinn fyrir að handmoka skurði til framræslu á mýrum var einfaldlega hægt að stinga niður dínamíttúpum með jöfnu millibili og sprengja rásir í mýrarnar. Sama var gert þegar búa þurfti til siglingarennur í gegnum ís eða losna við fyrirstöður í vegagerð. Undraefnið dínamítið varð þannig eins konar allra meina bót í verklegum framkvæmdum. Alfred Bernhard Nobel. Sprengiefni komið fyrir. Myndin líklega tekin á Hvanneyri á fimmta áratug síðustu aldar. Mynd / Búfræðingurinn 13. árgangur 1947 Framræsla með dínamíti í Missouri-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku árið 1909. Mynd / semo.contentdm.oclc.org Skurður eftir sprengingu. Mynd / Búfræðingurinn 13. Árgangur 1947
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.