Bændablaðið - 27.01.2022, Qupperneq 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 35
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Samkvæmt nýlegum rannsóknum
vísindamanna Oregon State-
háskóla Bandaríkjanna, hefur
komið fram að efnasambönd
hampplöntunnar geti mögulega
komið í veg fyrir útbreiðslu
veirunnar Covid-19.
Efnasamböndin cannabigerolic
sýra, eða CBGA, og cannabidiolic
sýra, eða CBDA, geti með því að
bindast gaddapróteinum SARS-
CoV-2 veirunnar sem veldur Covid-
19, minnkað möguleika eða jafnvel
komið í veg fyrir framgengi smita
og sýkingu.
(SARS stendur fyrir Severe
Acute Respiratory Syndrome, eða
á íslensku; heilkenni alvarlegrar
bráðrar lungnabólgu.)
Rannsókninni er stýrt af
vísindamanninum Richard van
Breemen, en hann telur gögn er
komið hafa fram sýna jákvæð
áhrif CBDA og CBGA gegn þeim
tveimur afbrigðum Covid-veirunnar
sem rannsökuð voru – og vonast sé
til þess að sú virkni nái til annarra
núverandi og framtíðarafbrigða.
Þótt frekari rannsókna sé þörf
lítur út fyrir að hægt sé að þróa
lyf sem kemur þá í veg fyrir eða
meðhöndlar Covid-19 með því
að hindra inngöngu veirunnar og
jafnvel í bland við bólusetningar
ætti sú meðferð að verða til þess
að aðstæður verði veirunni afar
krefjandi. Van Breemen tekur fram
að enn geti þó ónæm afbrigði komið
upp en líklegt sé að þau eigi þá erfitt
með að dreifa sér.
Nánari upplýsingar má lesa á
vefsíðu Forbes, www.forbes.com og
ef lesendur eru forvitnir um jákvæð
áhrif kannabisplöntunnar í tengslum
við Covid-19 má sjá grein á vefsíðu
Open Access Government www.
openaccessgovernment.org, sem
sett var inn fyrir ári síðan. /SP
Covid & Kannabis
Eyjaklasi og ríki Tonga á Kyrrahafi
samanstendur af byggð 36 eyja af
þeim176 sem á svæðinu eru, rúm-
lega 100 þúsund íbúa.
Tongaríki hefur, líkt og heimurinn
allur, ekki farið varhluta af holskeflu
Covid-veirunnar – en þó hafa yfir-
völd og íbúar verið gríðarlega var-
kár og smit verið í algeru lágmarki.
Í raun er Tonga eitt fárra svæða á
heimsvísu þar sem smitaðir finnast
vart ekki.
Einungis hefur um eitt smit
verið að ræða, nú fyrir hálfu ári,
en það greindist hjá fullbólusettum
einstaklingi, ferðamanni sem kom
flugleiðis frá Nýja-Sjálandi. Hart var
brugðist við fréttum af smitinu en
strax komu upp tillögur að útgöngu-
banni í einhvern tíma auk þess sem
íbúar flykktust í bólusetningu. Áður
hafði aðeins þriðjungur þeirra verið
fullbólusettur.
Það hlýtur að þykja kald-
hæðnislegt, eftir slíka velgengni
í kappi við veiruna, að lenda í nátt-
úruhamförum þeim er hafa dunið
yfir á síðustu dögum. Aðstæður í
kjölfar sprengigossins og þá flóð-
bylgjunnar er skullu á um miðjan
mánuðinn eru hræðilegar.
Fyrstu hjálpargögn hafa þó borist
eyjaskeggjum en nú hafa flugbraut-
ir verið ruddar öskunni sem þekur
annars allt sem augað eygir. Er þetta
mikið fagnaðarefni enda hefur sam-
band eyjunnar við umheiminn verið
slitrótt vegna þess sæstrengs sem
fór í sundur við hremmingarnar og
yfirsýn yfir eyðilegginguna ekki
verið góð.
Stephane Dujarric, talsmaður
Sameinuðu þjóðanna, telur að ham-
farirnar hafi valdið nær öllum eyja-
skeggjum einhverju eða þó nokkru
tjóni en að minnsta kosti tvær eyjar
hafa látið mikið á sjá.
Mjög miklar skemmdir voru
meðal annars á stærstu eyju ríkisins,
Tongatapu, en mildi er að enn hafa
skráð mannslát í kjölfar gossins ekki
verið fleiri en þrjú. /SP
Eldfjallið Hunga Tonga-Hunga Ha'apai:
Sprengigos toppar smithættu
Myndin sýnir sprengingu sem átti sér stað er neðansjávareldfjallið Hunga
Tonga-Hunga Ha'apai gaus af miklum krafti um miðjan janúarmánuð.
Næsta blað kemur út 10. febrúar