Bændablaðið - 27.01.2022, Side 44

Bændablaðið - 27.01.2022, Side 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202244 Madeira er samheiti yfir fjórar litlar eldfjallaeyjar í Atlantshafi. Eyjarnar liggja út af norðvesturströnd Marokkó en eru undir stjórn Portúgal. Á eyjunni eru ræktuð vínber og úr þeim framleitt styrkt vín með sama heiti. Íbúar Madeira eru rúmlega 250 þúsund og eyjarnar fjórar heita Madeira, Porto Santo og tvær litla og stóra Desertas. Höfuðborgin heitir Funchal og er á suðurströnd Madeira og þar býr tæplega helmingur íbúanna en einungis Madeira og Porto Santo eru í byggð. Þegar Portúgalar lögðu eyjarnar undir sig árið 1418 voru þær óbyggðar. Strax árið eftir sendi prins Henry, 1394 til 1460, af Portúgal, sem var þekktur sem siglingafræðingurinn, fyrstu landnemana til eyjanna og eru þær sagðar vera fyrsta landsvæðið sem Evrópumenn lögðu undir sig eftir að þeir hófu siglingar á úthöfunum. Í dag er Madeira sjálfstjórnarhérað og hluti af Portúgal. Heitið þýðir viður Heiti eyjanna er dregið af því að þegar portúgalskir sjófarendur fundu þær og lögðu undir sig 1418 voru þær þaktar skógi úr lárvið en madeira þýðir viður á portúgölsku. Miskunnarlaust var gengið á skóga eyjanna og í dag er það litla sem eftir stendur af þeim á Heimsminjaskrá Unesco. Helsti atvinnuvegur eyjanna þar til Covid-19 skall á var þjónusta við ferðamenn og árið 2017 heimsóttu 1,7 milljón túristar eyjarnar. Saga Óljósar heimildir eru um tvær eyjar í Atlantshafi frá því um 75 fyrir Krist sem kallaðar vor Idyllc-eyjar og þær sagðar vera tvær og með mjóu sundi á milli og er þar líklegast verið að tala um Desertas-eyjar. Aftur er getið um eyjarnar í riti um 650 eftir Krist og fornminjar benda til að víkingar hafi komið þar við á árunum milli 900 og 1030. Auk þess sem í ritum arabíska landfræðingsins og kortagerðarmannsins Muhammad al-Idrisi, 1100 til 1165, er minnst á mannlausri eyju út af vesturströnd Afríku sem líklega er ein af Madeira- eyjunum. Idrisi segir einnig að á eyjunni hafi verið mikið af sauðfé en að kjötið af því hafi verið biturt á bragðið og óætt og að frá eyjunni hafi verið siglt til Kanaríeyja. Sé það rétt að umrædd eyja sé ein af eyjum Madeira er ljóst að sæfarendur hafa flutt sauðféð þangað og mögulegt að þar hafi verið byggð eða að sauðféð hafi verið sett á land til að hægt væri að nýta það síðar. Eyjarnar eru sýndar á korti frá 1339 og er sagt að tvö portúgölsk skip hafi leita vars undan stormi við þær 1418 og lagt þær undir sinn prins. Meirihluti Portúgala sem námu eyjarnar voru fiskimenn, bændur og fáeinir aðalsmenn af lægri tign og fjölskyldur þeirra. Ræktun á sykurreyr, framleiðsla og útflutningur á sykri voru megin atvinnuvegir eyjanna á fimmtándu öld og með auknum útflutningi jukust skipaferðir til og frá Madeira. Á sautjándu fluttist sykurframleiðsla Portúgala til Brasilíu og í kjölfarið dró verulega úr ræktun sykurreyrs á eyjunum. Náttúra Vegna einangrunar Madei ra- eyja þróaðist þar einstök náttúra með fjölda dýra og plantna sem ekki finnast villtar annars staðar í heiminum. Lítið er eftir af þessari náttúru í dag nema helst á svæðum sem voru illa aðgengileg á fyrstu árum landnámsins. Landnemarnir voru duglegir að brenna og fella frumskóga eyjanna til að búa til ræktar- og beitiland. Matur og drykkur Vegna staðsetningar sinnar langt úti í hafi er fiskur uppistaða í fæðu eyjaskeggja en nautakjöt er einnig oft á boðstólum. Auk ávaxta. Vín sem kennd eru við eyjarnar njóta einnig mikilla vinsælda. Madeiravín Höfnin í Porto Santo var lengi vel fyrsta stopp skipa hvort sem leið þeirra lág til Nýja heimsins í vestri eða til Austurlanda fjær og eitt af því sem þurfti í kost til áframhaldandi siglinga var vín. Eyjarnar urðu snemma frægar fyrir framleiðslu á vínum sem í dag kallast madeira. Hollenska austur-indíafélagið var stór kaupandi madeiravína á sínum tíma og keypti það í tunnum sem tóku 423 lítra og flutti til nýlenda sinna í austurheimi í miklu magni. Til að auka geymsluþol vínsins var það blandað með spíra sem unninn var úr sykurreyr og til varð það sem kallað er styrkt vín. Stundum var víntunnum skilað á heimsiglingunni og fljótlega komust menn að því að bragð vínanna breyttist í tunnum sem stóðu í hita og vegna hreyfinga tunnanna í öldugangi. Vínið þótti bragðbetra eftir siglinguna og var kallað vinho da roda eða vín sem hafði farið hringinn. Sem sagt siglt vín. Eins og gefur að skilja var of kostnaðarsamt að framleiða gott madeira með því að senda víntunnur í langar siglingar og í staðinn voru tunnurnar geymdar þannig að á þær skein sól og þeim velt reglulega. Í dag er hluti af framleiðsluferli madeiravína að hita þau meðan á gerjum stendur og láta þau oxast í efnafræðilegu ferli. Madeiravín eru fjölbreytt og til þurr og þá mest borin fram sem fordrykkur eða sætt og góð sem desertvín, auk þess sem til eru ódýr madeiravín sem krydduð eru með salti og pipar og brúkuð í matseld. Gæði madeiravína eru breytileg og ráðast af framleiðsluferlinu og geta góð vín enst áratugi og jafnvel aldir eftir að flaska af þeim hefur verið opnuð. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Geymsluþol madeiravíns var í eina tíð aukið með því að blanda það með spíra sem unninn var úr sykurreyr og til varð það sem kallað er styrkt vín. Mynd / npr.org Malvasia vínþrúgur. Mynd / wikipedia.com Madeir & vín Ólíkar gerðir af madeiravíni. Mynd / blandyswinelodge.com Vínþrúgur bornar í hús í leðursekkjum. SAGA MATAR&DRYKKJA

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.