Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 49 Fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á tómötum undir LED lýsingu og HPS lýsingu með rafeindastraumfestu (electronic ballast) og hæð lampa eru ekki til á Íslandi. Þess vegna hefur nú farið af stað tómatatilraun með HPS lýsingu eingöngu eða HPS og LED lýsingu og mismunandi hæð lampa hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í vetur 2021. Þessi tilraun mun standa til vors 2022. Því ætlum við, sem störfum við tilraunir, að kynna uppsetn- ingu tilraunar. Niðurstöður úr tómatatilraun sem gerð var veturinn 2020/2021 – sjá nánar í 22. tölublaði Bænda blaðsins 2021 – voru tekin til hlið sjónar til að skipuleggja tilraun sem hér er lýst. Þar sem Hybrid topp lýsing (bland­ að HPS + LED topplýsingu, ljósið fyrir ofan lauf þekkju, HPS:LED, 2:1, 750 W HPS lampa, lamparnir 4,9 m (HPS) / 4,5 m (LED) frá gólfi) kemur best út verður þessi ljósmeð­ ferð notuð sem viðmið í núverandi tómatatilraun (mynd 1). Hins vegar er í þessari ljósameðferð uppstilling lampa frekar hátt fyrir ofan plöntu­ þekju og þess vegna er spurningin hvort betri PAR styrkur fyrir ofan plöntuþekju mun nást með því að lækka hæð HPS lampa (í 4,5 m) og hvort það muni skila sér þá líka í betri uppskeru (mynd 2). Eins og staðan er, eru garðyrkju­ bændur enn þá að nota háan HPS ljósstyrk. Þess vegna er mikilvægt að prófa einnig eingöngu HPS ljós til að bera saman hvort garðyrkjubændur ættu að skipta nokkrum HPS ljósum út fyrir LED ljós (með hagkvæm­ ari orkunýtingu og orkusparnað í huga) eða hvort betra væri að nota eingöngu HPS ljós í tómataræktun. Nýju HPS lamparnir hafa sýnt að raf­ magnssparnaður er töluverður miðað við eldri HPS lampa og einnig skila þeir meira µmol/s á hvert Watt. Við það sjónarmið að raforkukostnaður er stór þáttur í rekstrarkostnaði hjá garðyrkjubændum og niðurgreiðslu­ hlutfall fer lækkandi gæti það verið mjög mikilvægt fyrir þá garðyrkju­ bændur sem eru að hugsa aðeins um HPS ljós en ekki LED ljós og þurfa að endurnýja ljósabúnað að skoða þennan möguleika. Þar fyrir utan, til að minnka ljósakostnað, er í þessari meðferð notað 1000 W lampa í staðin fyrir 750 W lampa í 4,5 m hæð (mynd 3) við það sjón­ armið að minnka magn af lömpum sem þarf til að ná sama ljósstyrk. Ljósdreifing í þessari ljósameðferð er sambærileg miðað við fyrirnefnda Hybridljósameðferð í 4,5 m hæð. Nýjung í þessari tilraun er að blómin verða handfrjóvguð til að eyða áhrifum frá býflugum á mögu lega ójafna frjóvgun á milli ljósameðferðar. Til viðbótar eru klemmur notaðar til að styðja klasa fyrir brothættu. Þessar aðgerðir tryggja betri frjóvgun og í framhaldi að hæstu mögulegu uppskeru verði náð. Einnig er notast við nýtt rækt­ unarefni (steinullarmottur) sem er hagnýttari en vikur. Það dregur úr tíma við vinnu á útplöntun og eykur möguleika á betri áburðarnýtingu. Markmið tilraunarinnar er að rannsaka áhrif ljóss og hæðar lampa á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata og hvort það væri hagkvæmt. Verkefnisstjóri er Christina Stadler. Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson og Elías Óskarsson hafa daglega umsjón með tilraun­ inni. Helgi Jóhannesson hjá RML sér um ráðgjöf á meðan að tilraun stend­ ur. Verkefnið er unnið í samstarfi við garðyrkjubændur og verður þeim boðið í heimsókn ef Covid leyfir. Tilraun er styrkt af Þróunarsjóði garðyrkjunnar. Tilraunin hefur núna staðið síðan í byrjun nóvember og fyrstu niðurstöður gefa til kynna að vöxtur milli klefa er mismunandi. Fyrsta uppskera er komin (byrjaði í annarri viku í janúar). Í lok til­ raunar verða niðurstöður kynntar í Bændablaðinu. Höfundar: Christina Stadler, Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson og Elías Óskarsson, Landbúnaðar háskóla Íslands, Reykjum, 810 Hveragerði Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun@haverslun.is haverslun.is Þjónustuverkstæði og varahlutir Husqvarna K970 15,5 cm sögunardýpt Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27cm LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Christina Stadler Deild Ræktun og fæða hjá LbhÍ christina@lbhi.is Mynd 1: Hybrid-topplýsing (2:1, HPS:LED; 750 W HPS lampa) hjá tómataplöntum, lamparnir 4,9 m (HPS) / 4,5 m (LED) frá gólfi. Mynd 2: Hybrid-topplýsing (2:1, HPS:LED; 750 W HPS lampa) hjá tómataplöntum, lamparnir 4,5 m (HPS og LED) frá gólfi. Mynd 3: HPS-topplýsing (1000 W HPS lampa) hjá tómataplöntum, lamparnir 4,5 m frá gólfi. Tómatatilraun um áhrif Hybrid-topplýsingar og hæðar lampa er hafin Kemur næst út 10. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.