Bændablaðið - 27.01.2022, Side 50

Bændablaðið - 27.01.2022, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202250 Um mitt þetta ár verður skylda í Danmörku að vera með klóru búnað í öllum stíum hjá nautgripum, þ.e. bæði smákálfum, geldneytum og fullorðnum gripum, en ekki er þó gerð krafa um að klórurnar séu með mótor eins og þekkist víða í fjósum. Hér á landi er ekki enn gerð krafa um slíkan aðbúnað en þó svo að ekki sé getið um slíkt í einhverju regluverki ætti það ekki að koma í veg fyrir að kúabændur hérlendis setji upp klórubúnað fyrir alla sína gripi. Eykur vellíðan Kúaklórubúnaður hefur nú verið á markaðinum í nokkra áratugi og hafa verið gerðar ótal rannsóknir á áhrifum þeirra á kýr. Niðurstöðurnar eru allar á einn veg en hafi kýr aðgengi að klórubúnaði líður henni betur enda er húðhirða mikilvæg. Í náttúrunni leysa gripir þetta með því að velta sér upp úr drullu, leggjast í vatn og nudda sér upp við tré en þetta er auðvitað ekki hægt í nútíma fjósum. Klórubúnaður leysir því að hluta til þessa þörf hýstra nautgripa. Rannsóknir sýna að áhrifin eru ekki einungis bætt húðhirða og vellíðan heldur hefur aðgengi að klórubúnaði einnig jákvæð áhrif á afurðasemi og dregur úr streitu. Líka gagnlegar fyrir yngri gripi Tilraunir erlendis hafa sýnt að kálfar nota klórur reglulega og allt frá 10 mínútum og upp í 40 mínútur á dag. Þá sýna tilraunir að kálfar sem hafa aðgengi að klórum eru rólegri og minna er um áflog þeirra á milli auk þess sem þeir sýna síður óæskilegt atferli eins og að sleikja innréttingar eða rúlla tungunni svo dæmi sé tekið. Til viðbótar hefur verið bent á að fyrir utan að hárafar þeirra verður betra, þá nota þeir meiri tíma í át þó ekki hafi fundist enn marktækur munur á vexti kálfa sem hafa aðgengi að klórum í samanburði við þá sem ekki hafa slíkt aðgengi. Kúaburstar Fyrsti klórubúnaðurinn, sem greinar höfundur veit a.m.k. um að hafi verið settur upp á Íslandi var í gamla fjósinu á Hvanneyri fyrir nærri 25 árum. Það fjós var básafjós með mjaltabás og gátu kýrnar notað burstann þegar þær komu úr mjöltum. Um var að ræða afar einfalda gerð af kúaklóru, bursta sem var festur á gorm á veggnum sem kýrnar gengu undir. Síðan þá hefur orðið mikil þróun með klórubúnað fyrir kýr og í dag eru til ótal mismunandi gerðir. Gróft má flokka kúaklórur í þrjá flokka: Snúningsburstar. Þessir eru drifnir áfram af rafmagnsmótor sem oftast fer sjálfkrafa í gang og hreyfir burstann þegar kýrnar hreyfa við honum. Í dag fást ótal mismunandi gerðir af þessum burstum, með margs konar lögun og hönnun. Í Danmörku er skylda að hafa þessa gerð hjá kúm, a.m.k. 1 á hverjar 50 kýr. Þessi gerð af burstum er í dag einnig til fyrir geldneyti, þ.e. mun minni en fyrir kýr. Sveifluburstar. Þessi gerð er ekki með mótor en burstarnir snúast og sveiflast til þegar kýrnar nudda sér upp við þá. Fastir burstar. Þessi gerð er mjög algeng líkt og lýst var hér að ofan. Oft útbúa bændur bara sjálfir svona klórubúnað en þessir burstar geta verið festir upp með margs konar hætti, þó oftast sé líklega um að ræða festingu á gorm svo burstinn geti hreyfst eitthvað við notkun. Á FAGLEGUM NÓTUM Fjöldinn allur af chili-yrkjum eru í ræktun víða um heim og fer það eftir matarhefðum hversu sterk eða stórvaxin þau skulu vera. Íslendingar hafa ekki verið sólgnir í hin sterkari afbrigði tegundarinnar lengst af en það hefur breyst þó nokk- uð á undanförnum árum. Nú er allstór hópur áhugamanna um ræktun farinn að stunda ræktun á chili- aldinum í stofuglugganum, í garðgróðurhúsum eða sér hönn- uðum ræktunartjöldum. Keppast ræktendur um að ná í fræ hinna allra bragðmestu aldina og slá öðrum við. Chili- krydd varð snemma vinsælt í Nýja heiminum Chili-plönturnar eru náskyldar papriku. Aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis kartöflur, tóbak og tómatar. Tegundin á sín upphaflegu heimkynni í Suður- og Mið-Ameríku en hefur fyrir löngu dreifst um heiminn. Portúgalskir kaupmangarar áttu mikinn þátt í að dreifa þeim á 16. öld, ekki síst til landa kringum Miðjarðarhafið. Í N-Afríku, Indlandi, Taílandi og víðar í Asíu náði chili-neysla fljótlega vinsældum eftir að tegundin barst þangað og fjöldi yrkja í ræktun jókst hröðum skrefum. Scoville- kvarðinn ógurlegi Styrkur chili-aldina er mældur eftir stöðluðum kvarða sem mælir innihald efnisins kapsaisín. Paprika sem við þekkjum best mælist 0 á svokölluðum Scoville- kvarða. Önnur chili-aldin sem fást í búðum hér á landi eru nokkuð neðarlega á listanum en í augum áhugamanna um sterkari yrki þykja þau fremur daufleg. Enginn keppnismaður í chili-ræktun og -áti lítur við aldini nema það nái upp í 10.000 á kvarðanum. Af mjög sterkum yrkjum er hægt að nefna Cayenne (25-50.000), Habanero (100- 350.000), Ghost (750 -1.500.000) og efst á kvarðanum tróna yrki eins og Carolina Reaper sem nær allt að 1.600.000 á kvarðanum. Sérlegir ákafamenn í kynbót- um fullyrða að þeir hafi ræktað aldin sem ná yfir 3.000.000 en það er meiri styrkur en er í piparúða lögreglunnar. Ræktun chili í garðyrkju- stöðvum og hjá áhugafólki Hér á landi er ekki mikið framleitt af chili-aldinum en það þekkist þó. Þau aldin eru sem fyrr sagði heldur dauf á bragðið sé miðað við hin ofursterku aldin ofarlega á Scoville- kvarðanum. Ræktunin er nokkuð lík ræktun papriku en plönturnar eru smærri og gefa ekki sérlega mikla uppskeru. Áhugafólk um ræktun chili getur hins vegar leikið sér að því að rækta fáséðari og oftar en ekki hin bragðsterkari yrki. Þau eru ekki erfið í ræktun. Nú er kominn sá tími árs að hægt er að huga að sáningu. Sáð er í daufa sáðmold og ungu plönturnar smátt og smátt færðar í stærri potta. Plönturnar verða runnakenndar, nema þær séu sérstaklega mótaðar. Sum yrki þurfa stuðning, til dæmis með bambuspriki þegar þær hækka. Fræ er ýmist hægt að fá í garðyrkjuverslunum eða á netinu. Hægt er að taka fræ úr eldri aldinum og sá þeim. Blómin eru hvít á litinn, og úr hverju þeirra myndast eitt aldin ef allt gengur vel. Þau eru látin fullþroskast á plöntunni og ýmist notuð fersk eða þurrkuð. Plönturnar geta haldið áfram að bera ávöxt fram á haust. Þær þurfa að sjálfsögðu næringu á vaxtartímanum, t.d. venjulegan pottaplöntuáburð á nokkurra vikna fresti fram í september. Plöntur sem ræktaðar eru með fremur hóflegri vökvun gefa bragðsterkari aldin en þær sem vaxa við mjög mikla vökvun. Aldrei ætti samt að draga svo mikið úr vökvun að laufin fara að hanga, þá eru mestar líkur á að blóm verði líka fyrir skaða. Sultur og sósur vinsælar Íslenskir áhugaræktendur hafa sumir hverjir lagt sig eftir því að útbúa afurðir úr sínum chili-aldinum. Ofursterkar chili-sósur eru í boði í sérverslunum og hver framleiðandi leggur kapp á að framleiða sterkar en bragðgóðar sósur. Aðrir hófsamari neytendur nota chili sem bragðbæti í ýmiss konar sultur og auðvitað í alls kyns matargerð. Chili-aldin eru meðal fárra matjurta sem hafa verið ræktaðar í Alþjóðlegu geimstöðinni sem hringsólar um jörðina og hefur gengið furðu vel. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkju- framleiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Keppnisandinn og chili-aldin Habenoro-eldpipar. Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Sveiflubursti. Það verður skylda um mitt þetta ár að vera með klórubúnað í öllum stíum hjá nautgripum. Allir nautgripir ættu að hafa aðgengi að klórum Snúningsbursti.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.