Bændablaðið - 27.01.2022, Qupperneq 58

Bændablaðið - 27.01.2022, Qupperneq 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202258 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Fjölskyldan í Sigtúni flutti þangað í október 2020 og tók við flottu búi. Fyrir það voru þau með sauðfjár- búskap á Snæfellsnesinu. Kýrnar eru þeim þó ekki ókunnugar þar sem þau voru einnig með kýr fram til ársins 2016. Býli: Sigtún. Staðsett í sveit: Eyjafjarðarsveit. Ábúendur: Systkinin Steinar Haukur og Rannveig Þóra ásamt foreldrum. Steinar býr með kærustu sinni, henni Elíu Bergrós, í gamla bænum en Rannveig býr innar i firðinum með Valdemar Níels, kærasta sínum. Stærð jarðar? Á Sigtúnum eru um 80 hektarar ræktaðir en alls er jörðin í kringum 305 hektarar. Gerð bús? Á búinu erum við með mjólkurframleiðslu á einum mjalta- þjóni og nautaeldi. Fjöldi búfjár og tegundir? Hér eru um 60 mjólkandi kýr og um það bil 100 gripir í uppeldi. Svo eru hér líka 10 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Svona yfir vetrarmánuðina er auð- vitað aðeins rólegra hjá okkur, þá erum við að sinna helstu verkum, mjöltum, gjöfum og þrifum í fjósinu. Svo þess á milli eru bara tilfallandi verkefni eins og viðhald og annað. Vor- og sumartíminn eru auðvitað annasamir með vorverkum og hey- skap. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapurinn „slær“ alltaf í gegn en okkur finnst þetta nú allt saman skemmtilegt en auðvitað eru verkefnin mis- skemmtileg. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og vonandi einhverri uppbyggingu á byggingum og þess háttar. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvör- um? Framleiða gæðavöru sem neytandinn getur treyst alla leið að diski. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ískalt coca cola, annars er það mjög venjulegt, smjör ostur og það. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt, sama af hvaða skepnu það kemur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum nú bara búið hér í tæplega eitt og hálft ár en eft- irminnilegasta atvikið er sennilega þegar við vorum að reka kvígur og amma gamla dettur og rúllar niður eina brekkuna hérna heima. Eftir það fengu þessar brekkur nafnið kerlingabrekkur. Rétt að taka það fram að sú gamla slasaðist ekki en týndi þó veipunni sinni. Sítrónu- og hvítlaukskjúklingasnitsel með fljótlegri puttanesca-sósu Stökkt kjúklingasnitsel, borið fram með sterkri (og fljótlegri) puttanesca-tómatsósu, er í þessari ljúffengu máltíð. Langar þig í eitthvað öðruvísi? Notaðu þá fisk, kálfakjöt að ítalskri fyrirmynd – eða svínakjöt – í staðinn fyrir kjúkling. Kjúklingasnitsel með fljótlegri puttanesca-sósu › 3-4 stórar kjúklingabringur ( skinnlausar) › 50 g venjulegt hveiti › 2 stk. egg, þeytt › 70 g brauðrasp › Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu › 2 hvítlauksrif, pressuð › 2 msk. ólífuolía › 400 g (dós) kirsuberjatómatar › 130 g svartar ólífur (steinlausar) › 4 ansjósuflök úr krukku eða dós, grófsöxuð › Ný söxuð fersk steinselja (má sleppa) Aðferð Hitið ofninn í 220 °C. Notið köku- kefli til að fletja kjúklingabringurnar varlega út, á milli tveggja matarf- ilma, þar til þær eru komnar í um 2,5 sentimetra þykkt. Setjið til hliðar. Setjið hveiti, egg og brauðrasp í þrjár aðskildar grunnar skálar. Haldið brauðraspi aðskildu með hreinum áhöldum til að koma í veg fyrir kekki. Blandið fínt rifnum sítrónuberki og ½ tsk. af pressuðum hvítlauk út í hveitið og kryddið vel með salti og pipar. Dýfið kjúklinga- bringunum fyrst í hveiti, síðan egginu og að lokum brauðmylsnuna. Hristið allt umfram af í hvert skipti. Setjið kjúklinginn á bökunar- pappírsklædda ofnplötu og dreypið 1 msk. olíu yfir. Bakið í 25 mínútur, snúið eftir hálfan eldunartímann. Látið kjúklinginn hvíla í 5 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar. Á meðan skal steikja afganginn af hvítlauknum í olíunni sem eftir er á pönnu við lágan hita. Hitið í 2 mínútur og bætið svo tómötunum, ólífunum og ansjósun- um út í. Kryddið vel og látið malla hressilega, hrærið reglulega í, í 15 mínútur (lengur ef þú hefur tíma). Berið kjúklinginn fram með puttanesca sósunni, stráið steinselju yfir (ef það er notað) og skerið sítrón- una í báta til að kreista yfir ef vill. Fylltir rjómaostsveppir Ljúffengur forréttur eða sem grænmetisréttur, svo nota margir portobello svepp í stað kjöts í hamborgaragerð. › 12 heilir ferskir sveppir, eða 6 stórir portobello sveppir › 1 matskeið jurtaolía › 1 matskeið saxaður hvítlaukur › 1 pakki rjómaostur, mildaður (má nota piparost eða sleppa pipar) › ¼ bolli rifinn parmesanostur › ¼ tsk. malaður svartur pipar › ¼ tsk. laukduft › ¼ tsk. cayenne pipar Forhitið ofninn í (175 gráður). Útbúið bökunarplötu með fituúða eða ögn af olíu. Hreinsið sveppi með röku pappírs- handklæði. Brjótið varlega fótinn af sveppum. Saxið stilkana mjög fínt. Hitið olíu á stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið saxaða sveppa afskurðinn og hvítlauk- inn í heitri olíu þar til raki er horfinn í um 3 til 5 mínútur, passið að brenna ekki hvítlauk- inn. Dreifið sveppa blöndunni í skál og látið kólna alveg, í um það bil 10 mínútur. Hrærið rjómaosti, parmesan- osti, svörtum pipar, laukdufti og cayennepipar saman við sveppastönglana og hvítlauk- inn þar til það er mjög þykkt og alveg blandað saman. Notið litla skeið og fyllið hverja sveppa- hettu með ríkulegu magni af fyllingu. Raðið fylltum svepp- um á tilbúna bökunarplötuna. Bakið í forhituðum ofni þar til glóðheitt og vökvi fer að myndast undir lokunum, í um 20 mínútur. Kókoskakódöðlukúlur Ef fólk vill finna hollari kost þá mæli ég með því að búa til þessar döðlukúlur. Kannski hjúpa í bræddu súkkulaði til að gera aðeins flottari og þetta er gott til að undirbúa sér- staklega fyrir Valentínusardaginn (eða konudaginn). Þessar kókoskakódöðlukúlur eru fljótlegar, auðveldar og næringar- ríkar sem snarl eða eftirréttur. Þau eru fullkomin fyrir krakka sem vilja millimál. › 1 bolli valhnetur › 1 bolli rifinn kókos › 1/2 msk. kókosolía, brætt og við stofuhita › 1 1/3 bolli (12 stk.) hreinsaðar Medjool-döðlur › 1 tsk. vanilluþykkni › 2-3 msk. kakó eða kakóduft › 1/8 tsk. sjávarsalt › lítil handfylli mulin frostþurrkuð hindber, auk fleira til skrauts › klípa afkardimommudufti, valfrjálst › rifinn kókos, til skrauts Bætið valhnetunum og rifnum kókos í matvinnsluvél. Vinnið þar til valhneturnar hafa brotnað vel niður. Bætið restinni af hráefnunum út í, nema skreytingunni, og vinnið saman þar til þetta hefur blandast vel saman, í um það bil 2 mínútur. Skiptið blöndunni í matskeiðar- stórar kúlur. Veltið kúlunum upp úr möluðum frostþurrkuðum hindberjum og kókoshnetu til að hjúpa þær. Lokið og geymið í kæliskáp í að minnsta kosti 30 mínútur svo olían geti storknað. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Sigtún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.