Bændablaðið - 27.01.2022, Side 59
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 59
Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og
auðvitað á besti vinur mannsins
skilið að eiga eina þannig.
DROPS Design: Mynstur u-919
Stærðir: XS (S) M
Mál á hundi:
- Yfirvídd: ca 28/32 (40/44) 48/52 cm
- Lengd á baki: ca 24 (32) 40 cm
Dæmi um hundategundir: XS=Chihuahua, S=Bichon
Frisé, M=Cocker Spaniel
Garn: DROPS KARISMA (fæst í Handverkskúnst)
- 150 (150) 200 g litur á mynd 01, rjómahvítur
Prjónar: Hringprjónar 80 cm, nr 3 og 4. Sokkaprjónar
nr 3.
Prjónfesta: 21Lx28 umf = 10x10 cm.
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð
frá réttu.
Útaukning (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig
auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 82
lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem
á að gera (t.d. 12) = 6,8.
Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá
1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 7. hverja lykkju. Í
næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn,
svo ekki myndist gat.
Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingarkantur-
inn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með
grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt
að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja
lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er
felldur af eins og venjuleg lykkja).
PEYSA FYRIR HUND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður
á hringprjóna en með opi mitt að neðan sem síðar
er saumað saman. Stykkið skiptist síðan þannig að
það verður op fyrir framfætur og stykkin eru prjónuð
fram og til baka hvort fyrir sig. Síðan eru stykkin
sett saman og prjónað er fram og til baka yfir allar
lykkjur eins og áður. Prjónaður er kantur í kringum
op fyrir framfætur og prjónaður er kantur í kringum
op á peysu (= neðri hlið á framstykki og bakstykki).
Að lokum er peysan saumuð saman mitt að neðan.
Kantur í hálsmáli: Fitjið upp 72 (82) 92 lykkjur
á hringprjón nr 3 með DROPS Karisma. Prjónið 1
umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan frá réttu
þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 yfir næstu
70 (80) 90 lykkjur (= 7 (8) 9 mynstureiningar með
10 lykkjur), endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni.
Haldið svona áfram, fram og til baka, þar til stykkið
mælist 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið
út um 12 (20) 26 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNNG
að ofan = 84 (102) 118 lykkjur. Prjónið 1 umferð
slétt frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón nr 4. Setjið
eitt prjónamerki í byrjun á umferð, stykkið er nú
mælt héðan.
Berustykki: Prjónið áfram í mismunandi stærðum
þannig:
Stærð XS: Prjónið þannig frá réttu: A.2 (= 20 lykkj-
ur), A.3 yfir næstu 12 lykkjur (= 2 mynstureiningar
með 6 lykkjum), A.5 (= 20 lykkjur), A.3 yfir næstu
12 lykkjur, A.6 (= 20 lykkjur).
Stærð S: Prjónið þannig frá réttu: A.2 (= 20 lykkjur),
A.3 (= 6 lykkjur), A.4 (= 9 lykkjur), A.3, A.5 (= 20
lykkjur), A.3, A.4, A.3, A.6 (= 20 lykkjur).
Stærð M; Prjónið frá réttu þannig: A.2 (= 20 lykkj-
ur), A.3 (= 6 lykkjur), A.7 (= 4 lykkjur), A.4 (= 9
lykkjur), A.8 (= 4 lykkjur), A.3, A.5 (= 20 lykkjur),
A.3, A.7, A.4, A.8, A.3, A.6 (= 20 lykkjur).
Prjónið mynsturteikningu fram og til baka þar til
stykkið mælist ca 2 (4) 7 cm, mælt frá prjónamerki,
stillið af að næsta umferð sé frá röngu og prjónið
þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 11
(11) 15 lykkjur, setjið þessar lykkjur síðan á þráð (=
framstykki hluti-2), prjónið mynstur eins og áður
yfir næstu 62 (80) 88 lykkjur, setjið þessar lykkjur
á þráð (= bakstykki), prjónið mynstur eins og áður
yfir síðustu 11 (11) 15 lykkjur (= framstykki hluti-1).
Prjónið nú hvort stykki fyrir sig:
Framstykki – hluti 1: Byrjið frá réttu, prjónið
mynstur eins og áður og fitjið að auki upp 1 kant-
lykkju í lok fyrstu umferðar frá réttu (kantlykkjan er
prjónuð í garðaprjóni) = 12 (12) 16 lykkjur. Prjónið
mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 9 (11)
13 cm frá skiptingu, endið á umferð frá röngu og
fellið af kantlykkju (að opi á fæti) í byrjun á síðustu
umferð = 11 (11) 15 lykkjur. Klippið þráðinn og
geymið stykkið.
Framstykki – hluti 2: Setjið lykkjur af þræði á prjón
nr 4. Byrjið frá réttu, prjónið mynstur eins og áður og
fitjið að auki upp 1 kantlykkju í lok fyrstu umferðar
frá röngu (kantlykkjan er prjónuð í garðaprjóni) =
12 (12) 16 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður þar
til stykkið mælist 9 (11) 13 cm frá skiptingu – endið
eftir sömu umferð og í hluta-1 og fellið af kantlykkju
(að opi á fæti) í byrjun síðustu umferðar = 11 (11) 15
lykkjur. Klippið þráðinn og geymið stykkið.
Bakstykki: Setjið lykkjur af þræði á hringprjón nr 4.
Byrjið frá réttu, prjónið mynstur eins og áður og fitjið
að auki upp 1 kantlykkju í lok umferðar frá réttu og
1 kantlykkju í lok umferðar frá röngu = 64 (82) 90
lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður þar til stykkið
mælist 9 (11) 13 cm frá skiptingu – endið eftir sömu
umferð og á framstykki og fellið af kantlykkjur í byrj-
un á 2 síðustu umferðum.
Fram- og bakstykki: Setjið nú fram- og bakstykki
á sama prjón = 84 (102) 118 lykkjur. Haldið áfram
með mynstur eins og áður, fyrsta umferð er prjónuð
frá réttu. Prjónið þar til stykkið mælist 14 (19) 28 cm
frá prjónamerki. Nú eru eftir ca 3 cm undir peysu
(meðfram maga) og ca 10 (12) 12 cm efst á peysu
(meðfram baki). Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að
óskaðri lengd.
Haldið áfram með mynstur eins og áður JAFNFRAMT
eru lykkjur felldar af í byrjun hverrar umferðar í hvorri
hlið þannig: Fellið af 11 (11) 15 lykkjur 1 sinni, fellið af
3 lykkjur 1 sinni, fellið af 2 lykkjur 2 (3) 3 sinnum, fellið
af 1 lykkju 3 sinnum, fellið af 2 lykkjur 2 (3) 3 sinnum
og fellið af 3 lykkjur 1 sinni = 28 (38) 46 lykkjur. Fellið
af síðustu 28 (38) 54 lykkjur í næstu umferð. Stykkið
mælist ca 21 (29) 37 cm frá prjónamerki.
Kantur í kringum fætur: Notið sokkaprjóna nr 3 og
prjónið upp ca 48 til 68 lykkjur innan við 1 kantlykkju
í opi sem var gert fyrir framfætur. Lykkjufjöldinn
verður að vera deilanlegur með 4. Tengið í hring og
prjónið stroff (= 2L sl, 2L br) hringinn þar til kanturinn
mælist ca 3 cm. Fellið af með sléttum og brugðnum
lykkjum – sjá AFFELLING. Prjónið hinn kantinn eins.
Kantur í hringum fram- og bakstykki: Prjónið
kant meðfram neðri hlið á peysu. Byrjið frá réttu og
notið hringprjón nr 3, prjónið upp ca 98 til 122 lykkjur.
Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 2.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið stroff frá réttu
þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, *2 lykkjur slétt,
2 lykkjur brugðið*, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur
eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið
garðaprjón yfir garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar
lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar
til kanturinn mælist ca 3 cm. Fellið af með sléttum
lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir
brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING.
FRÁGANGUR: Saumið peysuna mitt að neðan.
Saumið í ystu lykkjubogana svo saumurinn verði
ekki þykkur.
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Kaðlapeysa á hunda
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
2 8 9 4
8 5 6 3
9 3 7 1
7 1 2
1 6 8 3 9 7
4 6 5
3 7 1 4
9 1 5 2
6 5 2 8
Þyngst
9 8 5 1
8 3 7 4
2 8
7 5 3 6 1
5 3
1 7 8 2 6
9 4
2 6 8 7
3 9 1 6
1 2 8
3 9 5 4
1 3 2
8 3 1
4 5 8
5 4 3
2 6 4 9
7 6 5
2 8 5
9 4 3
3 9
8 7 5
2
7 4 6
4 8
6 3 2
9 5 1
Hvalkjöt í uppáhaldi
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Garðar Þór er 12 ára gamall.
Hann er flinkur í tölvuleikjum
og finnst gaman af þeim.
Nafn: Garðar Þór Jónsson.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Selfoss.
Skóli: Flóaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Api.
Uppáhaldsmatur: Hvalkjöt.
Uppáhaldshljómsveit: Kaleo.
Uppáhaldskvikmynd: Guardians of
the Galaxy 2.
Fyrsta minning þín? Þegar
ég smakkaði súkkulaði með
myntubragði.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Æfi handbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Stofna fyrirtæki.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Labba upp í stórt gil.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Veit ekki.
Næst » Ég skora á Brynhildi Katrínu
að svara næst.