Bændablaðið - 07.04.2022, Síða 22

Bændablaðið - 07.04.2022, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202222 Loftslagsmálin virðast vera farin að flækjast illilega fyrir ráðamönnum í Bandaríkjunum og Kanada og jafnvel komin út í hreinar öfgar, ef marka má umfjöllun H. Claire Brown í pistli á YouTube. Þrátt fyrir yfirlýsingar um yfirvofandi matvælaskort voru bændur í þessum löndum hvattir til að yrkja ekki jarðir sínar til að draga úr losun koltvísýrings (CO2). Forsöguna má rekja til þess að í Bandaríkjunum var sett á fót sérstök landverndaráætlun sem nefnd er „Conservation Reserve Program“, eða „CRP“, árið 1985. Var hún staðfest með því að Ronald Reagan, þáverandi forseti, undirritaði lög þar að lútandi. Var þetta talin ein stærsta verndaráætlun einkalanda í sögu Bandaríkjanna. Upphaflegur tilgangur að vernda vatnsgæði Áætlun CRP byggir á frjálsri þátttöku bænda og landeigenda sem fá greitt frá ríkinu til að hætta búskap í að minnsta kosti 10 til 15 ár. Tilgangurinn var sagður vera að vernda grunnvatn og bæta vatnsgæði. Þá hefur CRP verið beitt til að draga úr jarðvegseyðingu og auka búsvæði dýrategunda í útrýmingarhættu. Ekki var talin vanþörf á að gera bragarbót í ýmsum málum náttúruverndar, sérstaklega hvað mengun grunnvatns varðar. Popúlismi virðist hins vegar hafa yfirtekið þessa áætlun, í það minnsta að hluta til. Hafa pólitíkusar einkum stokkið á þann vagn á allra síðustu árum í nafni loftslagsmála þar sem meint losun CO2 frá landbúnaði er talin vo skelfileg. Hefur þetta CPR verkefni verið útvíkkað enn frekar og með sérstökum svæðisbundnum aðgerðum, eða því sem kallað er „Regional Conservation Partnership Program“ (RCPP). Milljónir ekra teknar úr landbúnaðarnýtingu Samkvæmt tölum þjónustu skrifstofu landbúnaðarins hjá landbúnaðar­ ráðuneyti Bandaríkjanna (USDA), þá hafa 5,3 milljón ekrur ( rúmlega 2,1 milljónir hektara) verið teknar úr notkun í landbúnaði í einkaeign með samningum bænda við CPR. Þar af eru um 2,6 milljónir ekra af graslendi, þ.e. túnum og beitarlandi, og haldið er áfram að gera samninga um að taka land úr landbúnaðarnotkun. Búist er við að farið verði fram úr áætlunum um að taka 4 milljónir ekra (1,6 milljón hektarar) úr landbúnaðarnotkun á þessu ári, sem er það mesta nokkru sinni á einu ári. Samkvæmt gögnum USDA mun þetta leiða til bættra umhverfisáhrifa og minnkandi mengunar í ám og vötnum samkvæmt 30 ára áætluninni Clear 30. Bændur keyptir frá landbúnaði með auknum fjárframlögum Ástæðan fyrir því að bændur gera í auknum mæli tilboð um að leggja sitt land undir CPR er að FSA kynnti á síðasta ári hækkaðar greiðslur til þeirra sem hættu landnýtingu. Þá var einnig tekið fram að nú væru loftslagsmálin í auknum mæli tekin inn í CPR áætlunina. Sem sagt að auka það sem þeir kalla „climate­ smart agriculture“, sem er á dagskrá sérstakrar aðgerðarsveitar Hvíta hússins. Hún er undir stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta (White House National Climate Task Force). Auk þess er Biden­Harris stjórnsýslunefndin sögð vinna að samræmingu loftslagsinnleiðinga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Þá hefur verið tekin upp hvatning um loftslagssnjalla starfshætti fyrir CRP áætlunina, eða „Climate­Smart Practice Incentive“. Bent á fæðuskort en bændur hvattir til að hætta landbúnaði H. Claire Brown bendir á þver­ sagnirnar í málinu. Á sama tíma og Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynntu um yfirvofandi fæðuskort vegna hækkandi verðs á áburði í heiminum var bændum borgað fyrir að hætta búskap af umhverfisástæðum. Þetta þykir sérkennilegt þar sem Biden kynnti sjálfur áætlanir um að berjast við fæðuóöryggi í ljósi þess að yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna byggju við fæðuskort. Í mars í fyrra mat USDA það svo að 30 milljónir fullorðinna og 12 milljónir barna í Bandaríkjunum byggju við hungur. H. Claire Brown segir alveg ljóst að ráðamenn þessara þjóða vilji stuðla að matarskorti í skjóli verndurnaráætlunar (Conservation Reserve Program ­ CRP) væntanlega til að keyra upp verðlag og hag­ kerfið. Þetta sé hins vegar að leiða til viðsnúnings hjá þessum þjóðum í átt að sjálfsþurftar ­ og frístundabúskap samfara annarri vinnu meðfram búskap í nágrenni þéttbýlis. Bendir Brown á bænargjörð bænda hjá samtökum amerískra bænda (American farm Bureau federation) til yfirvalda um að fá að yrkja jarðir sínar til að auka fæðuframboð í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Bændurnir fara fram á leyfi til að sá í akrana til að koma í veg fyrir fæðuskort. Það sé ekki einfalt mál þar sem þeim er nú bannað að rækta korn á milljónum ekra vegna umhverfis­ og loftslagsmála CRP. Segir Brown að ríkisstjórn Joe Biden hafi engan áhuga á þessum óskum bænda. Þess í stað sé verið að setja meira land undir verndaráætlun CRP, eða eins mikið land og mest sé mögulegt samkvæmt lögum. Æpandi þversagnir Enn ein þversögnin er svo að Joe Biden tilkynnti fyrir síðustu helgi að nota þá olíu sem forveri hans, Donald Trump, lagði áherslu á að safna upp sem varabirgðium. Er það til að slá á olíuskort á markaði vegna afleiðinga stríðsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússa. Trump fékk ekki mikið hrós fyrir oliuáhuga sinn þar sem slíkt væri þvert á öll loftslagsmarkmið. Fyrirskipaði Biden að aukið yrði framboð olíu úr varabirgðum Bandarík janna um eina milljón tunna á dag. Eitthvað sem ætla mætti að væri þvert á loftslagsmarkmið hans eigin ríkisstjórnar og m.a. loftslagsmarkmið sem landbúnaði er nú gert að framfylgja. /HKr. UTAN ÚR HEIMI Sameinuðu þjóðirnar óttast um stöðu grunnvatns – Grunnvatn gefur helming þess vatns sem jarðarbúar nota til heimilisnota Næstum helmingur jarðarbúa stendur frammi fyrir miklum vatnsskorti, að minnsta kosti einhvern hluta ársins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu UNESCO, Menntunar-, vísinda- og menningarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Þá er því spáð að þetta ástand haldi áfram að versna og jafnvel talað um yfirvofandi kreppu í neysluvatnsmálum jarðarbúa. Þótt loftslagsbreytingar geti gegnt stóru hlutverki í hvernig grunnvatn safnast upp í jarðlögum til lengri tíma, þá er mesta hættan samt af mikilli uppdælingu grunnvatns að mati UNESCO. Fyrir upphaf þessarar aldar var metið að á milli 100 og 200 km³/ ári (rúmkílómetrar af vatni á ári) væri dælt upp úr jarðlögum. Það er um það bil 15 til 25% af heildarvatnsnotkuninni. Grunnvatnsmengun dregur úr neysluhæfni á vatni Grunnvatn gefur helming þess vatns sem jarðarbúar nota til heimilisnota, þar með talið drykkjarvatn fyrir langflestan hluta dreifbýlis sem er ekki tengt veitukerfum. Um 25% af áveituvatni er grunnvatn. Engu að síður er mikilvægi þessarar náttúruauðlindar oft vanmetið og illa skilið. Vatnsbúskap er illa stjórnað og illa farið með vatnið sökum mengunar, að sögn SÞ. Um helmingur jarðarbúa býr við einhvern vatnsskort Næstum helmingur jarðarbúa stendur frammi fyrir miklum vatnsskorti, að minnsta kosti einhvern hluta ársins, en um 2,2 milljarðar manna hafa nú ekki aðgang að fersku drykkjarvatni. Í skýrslunni segir að vegna loftslagsbreytinga sem hafa áhrif á úrkomu og heildar vatnshringrás á jörðinni sé því spáð að þetta ástand versni enn frekar. Hins vegar kemur líka fram í skýrslunni að höfuðorsök þessa ástands sé ekki síður ofnýting grunnvatns í landbúnaði á sumum svæðum og mengun jarðvegs af mannavöldum. Komið að tímamörkum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að vegna bráðnunar jökla og sífrera, séu vatnafarsbreytingar að nálgast þau mörk að ekki verði aftur snúið. Þá er að sjálfsögðu miðað við lok litlu ísaldar sem svo er nefnd og gjarnan hefur verið notað sem núllpunktur í loftslagsumræðunni. Ný skýrsla milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (IPPC) bendir á umfang yfirvofandi vatnskreppu og þær gríðarlegu áskoranir sem fram undan eru við stjórnun þessarar auðlindar. Vatnsmagn sem myndast vegna bráðnunar á snjó og ís mun minnka. Það er helsta uppspretta áveitu í sumum heimshlutum. Tap jöklamassa mun draga enn frekar úr framboði á vatni í landbúnaði og rekstri vatnsaflsvirkjana og framboði til borga og byggða til næstu framtíðar og lengri tíma. Breytingar á hringrás vatns, sem og öfgar í veðri, munu hafa neikvæð áhrif á ferskvatnsvistkerfi. Á sama tíma munu beinar flóðaskemmdir aukast með hverju broti af hækkun hitastigs, að því er fram hefur komið í málflutningi nefndarmanna IPCC. Áburður og skordýraeitur skaðar grunnvatn Grunnvatn verður einnig fyrir áhrif um af mengun frá áburði og skordýraeitri í öflugum landbúnaði, eitruð um efnum í illa stjórnuðum iðnaði og fráveitu frá illa stjórnaðri hreinlætisaðstöðu. Mikilvægi grunnvatns mun aðeins aukast vegna vaxandi eftirspurnar eftir vatni í öllum greinum og breyti leika og ófyrir­ sjáanlegrar úrkomu og úrkomu­ mynsturs í andrúmsloftinu. Heimsvatnsþróunarskýrsla Sam einuðu þjóðanna 2022 bendir á að skilningur á möguleikum grunn vatns krefst samstillts átaks í stjórnun og sjálfbærri nýtingu þessarar auðlindar. Grunnvatn skiptir sköpum í baráttunni gegn fátækt, matvæla­ og vatnsöryggi og aðgengi og þol samfélagsins, efnahagslífsins og samfélaga við loftslagsbreytingar. Heilbrigðar ár fyrir heilbrigt grunnvatn Herferðin Save the Blue Heart of Europe undirstrikar tengsl heilbrigðra vistkerfa í ám og grunn vatni. Árnar eru með grunn­ vatnskerfi í stöðugum skiptum. Vatnið skilar sér til ánna, hreinsað, sem vistkerfi grunnvatnsins stuðlar að. „Þetta heilbrigða samband grunnvatns og áa getur orðið fyrir áhrifum af hnignun áa. Ef árfarvegum er breytt eða þær stíflaðar, getur það skaðað líffræðilegan fjölbreytileika og haft þar af leiðandi áhrif á gæði yfirborðvatnsins sem verður að grunnvatni,“ segir í átakinu. Save the Blue Heart of Europe segir að vatnsföllum á Balkanskaga sé ógnað af gerð yfir 3.500 stíflna vegna vatnsaflsframkvæmda til aukinnar raforkuframleiðslu. Það geti stórlega ógnað grunnvatns­ auðlindum og aðgengi að drykkjar­ vatni fyrir staðbundin sam félög. /HKr. Forsíða nýrrar skýrslu UNESCO. Myndavélar fyrir sauðburðinn Við bjóðum fjölda myndavéla fyrir heimilið, sumarhúsið og jafnvel sauðburðinn. Myndavélarnar eru einfaldar í uppsetningu og tengjast appi svo þú getur fylgst með í snjallsímanum þínum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Kanada sögð í bullandi mótsögn við eigin gjörðir: Kynna fæðuskort og hvetja bændur til að hætta landbúnaði

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.