Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 28

Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202228 Fulltrúar danskra minkabænda voru staddir hér á landi fyrir stuttu til að kanna möguleika á að kaupa milli 20 og 25 þúsund lifandi minkalæður og högna. Ástæða þess að Danir hafa áhuga á íslenskum dýrum eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi eru minkar á Íslandi lausir við sjúkdóma sem herja á eldisminka í Evrópu og í öðru lagi að íslenskir minkar eru upprunnir í Danmörku. Danirnir Erik Vammen og Jesper Jensen, sem voru á landinu í þrjár vikur, eru báðir minkabændur. Í heimsókninni heimsóttu þeir íslenska kollega sína, kynntu sér minkaeldi á Íslandi og könnuðu möguleika á að kaupa minka til að flytja lifandi til Danmerkur. Að þeirra sögn eru samtök minkabænda í Danmörku búin að sækja um leyfi til að hefja minkaeldi á ný eftir að öllum minkum þar var fargað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í minkum í landinu fyrir tveimur árum. Í samtali við Bændablaðið sögðust Danirnir bjartsýnir á að leyfið yrði afgreitt í maí. Covid-smit í dönskum mink Í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í eldisminkum í Danmörku seint á árinu 2020 var ákveðið að lóga og farga um sjö milljónum minka þar í landi. Ákvörðunin var umdeild og danskir loðdýrabændur mótmæltu henni og sögðu hana vanhugsaða og öfgakennda. Stjórnvöld stóðu föst á sínu og öllum mink í Danmörku var lógað og fargað á nokkrum vikum. Danmörk var meðal stærstu framleiðenda og útflytjenda minka- skinna í heiminum og þar voru framleidd um 17 milljón skinna á ári. Auk loðdýraeldis framleiða Danir einnig margs konar tæknibúnað sem tengist loðdýrarækt og sú framleiðsla hefur dregist talsvert saman. Vammen og Jensen segjast ekki eiga von á öðru en að stjórnvöld í Danmörku muni leyfa minkaeldi aftur í landinu en að áður en svo verði þurfi að gera úttekt á hugsanlegum áhættuþáttum. Jensen segir að stríðið í Úkraínu hafi haft þau áhrif að markaðurinn lokaðist og að lítið sem ekkert af skinnum hafi selst á síðasta uppboði. Neitaði að lóga Niðurskurðurinn 2020 kom illa við bæði Vammen og Jensen eins og alla loðdýrabændur í Danmörku. Jensen missti 20 þúsund dýr en Vammen 30 þúsund dýr. Að þeirra sögn fengu þeir sem voru samvinnuþýðir fljótlega bætur vegna niðurskurðarins, sem samanlagt var um 30 krónur danskar fyrir hvert dýr, eða um 574 krónur íslenskar á núverandi gengi, sem þeir slátruðu sjálfir. Yfirvöld kröfðust þess einnig að öll minkabú í landinu væru sótthreinsuð eftir að minkunum væri slátrað. Vammen neitaði lengi vel að lóga sínum dýrum og að hans sögn höfðu fulltrúar dýralækna, lögreglu og meira að segja hersins samband við hann í kjölfarið og fóru fram á að hann lógaði dýrunum. „Ég lét undan að lokum eftir að mér var tjáð að dýrunum yrði lógað, hvort sem mér líkaði betur eða verr, og að ég fengi engar bætur ef ég gæfi ekki undan. Dýrunum mínum var lógað í febrúar 2021 og það voru síðustu minkarnir í Danmörku.“ Að sögn Vammen var um tíma rætt um að rannsóknastofnun í dýrasjúkdómum myndi kaupa hluta af dýrunum hans og nota þau í tengslum við rannsóknir og mögulega þróun bóluefnis en stjórnvöld höfnuðu því. Klúður á klúður ofan „Satt best að segja gerðu flestir sér grein fyrir því að það væru mistök og óráðsía að lóga öllum minkum í Danmörku á sínum tíma, það er að segja allir nema stjórnvöld. Ákvörðunin var tekin í miklum flýti og það fór nánast engin umræða fram um hana. Það voru ráðnir verktakar frá Austur-Evrópu til að drepa dýrin og fæstir þeirra þekktu til minkaeldis eða hvernig á að lóga mink. Í kjölfarið fylgdi röð mistaka og meðal annars var illa staðið að förgun skrokkanna og í sumum tilfellum voru dýr grafin lifandi. Í öðrum tilfellum voru skrokkarnir grafnir of grunnt eða of nálægt vatnsbólum og þá þurfti að grafa skrokkana upp aftur, einungis til að grafa þá aftur annars staðar eða brenna,“ segir Jensen. Nýtt upphaf „Síðustu tvö ár hafa verið okkur og öðrum loðdýrabændum í Danmörku erfið og þegar við sáum að mögulega sé hægt að hefja eldið aftur ákváðum við að koma til Íslands. Kynnast íslenskum loðdýrabændum og kanna möguleikann á að kaupa minka og flytja þá til Danmerkur sem undirstöðu fyrir nýtt upphaf í eldi þar. Það má því segja að við séum hingað komnir til að leita að erfðaefni til að geta hafði minkaeldi aftur í Danmörku. Slíkt er reyndar bæði skemmtilegt og skiljanlegt þar sem nánast allur minkur sem alinn er á Íslandi kemur upphaflega frá dönskum minkabúum. Við skoðuðum einnig mögu- leikann á að kaupa eða leigja býli á Íslandi með hentugu húsnæði til minkaeldis ef vera skyldi að leyfi til að hefja eldið í Danmörku verði ekki veitt. Því miður fundum við ekkert sem gæti hentað okkur,“ segir Jensen. Verð á skinnum mun hækka Vammen og Jensen segjast ekki eiga von á öðru en að leyfið verði veitt. „Það var fundur hjá Danks mink ekki alls fyrir löngu og við gátum ekki heyrt annað hjá þeim stjórnmálamanni sem mætti á fundinn en að hann væri jákvæður og að hann og kollegar hans styddu leyfisveitinguna.“ Þegar þeir eru spurðir hvort fýsilegt sé að fara út í minkaeldi eins og staðan er í dag, verð er lágt og staðan á markaði óljós, segjast þeir sannfærðir um að verð á minkaskinnum eigi eftir að hækka, enda verðið verið óvenjulega lágt á síðustu árum. Þeir segja einnig að loðdýrabændur hafi lifað af þrengingar á markaði áður og að þeir muni lifa þrengingarnar núna af líka. „Fyrir núverandi verðfall voru framleidd um 90 milljón minkaskinn á ári en í dag er ársframleiðslan komin niður í 13 til 15 milljón skinn og það er engan veginn nóg framleiðsla til að sinna eftirspurn,“ segir Vammen. Danskt minkaeldi það besta í heimi Jensen segir mikinn misskilning gæta varðandi minkaeldi og að andstæðingar þess oft og tíðum lítið vita um eldið. „Á sama tíma og fólk vill aukna sjálfbærni og betri nýtingu á úrgangi lítur það framhjá því að í loðdýraeldi erum við að nýta slátur- og fiskúrgang sem annars þyrfti að brenna eða urða með ærnum tilkostnaði og mengun. Auk þess sem skinn eru náttúruleg afurð og það er meira en hægt er að segja um fjöldann allan af hráefni sem notað er í framleiðslu á fatnaði. Aðbúnaður minka í Danmörku og á Íslandi er góður og eftirlit með eldinu strangt. Dönsk skinn eru viðurkennd sem þau bestu í heimi og það er ekki hægt að ná slíkum árangri nema með því að hugsa vel um dýrin og að aðbúnaður þeirra sé góður. Reyndar er það svo að minkaeldi í Danmörku er fyrirmynd flestra annarra þjóða sem vilja ná góðum árangri í skinnaframleiðslu og á það við um stærð búra, fæðuframleiðslu og eldið almennt. Annað sem oft er ekki tekið með er að það er bændunum sjálfum fyrir bestu að hugsa vel um dýrin sín og sjá til að þeim líði sem best.“ Vammen bætir við að áður en minkum í Danmörku var lógað hafi skinnin aflað mikils gjaldeyris fyrir þjóðarbúin þar sem 98% fram- leiðslunnar hafi verið flutt út. Íslenskir eldisminkar lausir við sjúkdóma „Helsta ástæðan fyrir því að við komum til Íslands til að athuga með kaup á dýrum er sú að íslenski eldisminkastofninn er laus við sjúk- dóma sem herja á eldisminka víðast í Evrópu. Við lítum einnig til þess að þrátt fyrir að Covid-19 hafi borist til Íslands barst sýkingin ekki inn á minkabúin. Það má reyndar finna nokkur slík bú í Póllandi en fjöldi dýra þar er lítill. Við lítum einnig til þess að íslenski eldisminkastofninn er upprunninn í Danmörku og því liggur beinast við að kaupa dýr á Íslandi, fáist þau á viðráðanlegu verði,“ segir Vammen. 20 til 25 þúsund dýr Án þess að nokkuð sé fast í hendi og að ekki hafi verið gengið til nokkurra samninga, segja Danirnir að þeir séu að leita að á milli 20 og 25 LÍF&STARF Minkabú sótthreinsað eftir slátrun að kröfu yfirvalda. Mynd / Jesper Petersen. Danir vilja íslenskan mink Dönsku minkabændurnir Jesper Jensen og Erik Vammen ásamt Ásgeiri Péturssyni, loðdýrabónda Dalsbúi í Helgadal. Mynd / VH HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.