Bændablaðið - 07.04.2022, Síða 48

Bændablaðið - 07.04.2022, Síða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202248 3. Hvað gera aðrar þjóðir? Hjá nágrannaþjóðum okkar er lögð áhersla á verndun/friðun og umhirðu gamalla garða, ekki síst með áherslu á sérhæfða menntun og þekkingu innan garðyrkju og hönnunar. Til hliðsjónar við þau störf hefur hin svokallaða Florens samþykkt (Icomos- IFLA 1981 (The Florence Charter) verið höfð sem leiðarljós. Því er nauðsynlegt að bæta og efla fagþekkingu til að sinna svo sérhæfðu verkefni hér hjá okkur. 4. Hvað með stakstæð tré? Verndunar stakra trjáa eða sérstaks gróðurs í görðum er hvergi getið í lögum og má því segja að verndarhæf tré og trjálundir sem menningarsaga og ræktunarsaga séu því algjörlega ,,réttlaus“ og oft á valdi skammtímahugsunar. 5. Stóra spurningin er síðan hvað á að vernda og hvernig? Hvernig – hvaða aðferðafræði? Friðun/verndun garða og svæða þarf að byggja á samræmdri og viðurkenndri aðferðafræði við skráningu þeirra á svipaðan hátt og við framkvæmd húsakönnunar, auk þeirra þátta er taka á lifandi minjum garðsins. Huga þarf að samræmdu flokkunarkerfi þar sem umhverfi húss og byggingar séu saman í heildarmati. Í áðurnefndri greinargerð FÍLA eru tillögur að aðferðafræði við skráningu og mat á görðum. Enn fremur er mikilvægt að endurgerð og umhirða sé gerð af faglegri þekkingu og reynslu á sviði garðyrkju og að endur- plöntun gróðurs, fastur búnaður, hleðslur og stéttir séu í samræmi við tímabil garðsins. Tillögur að friðlýsingum Í þessari grein má sjá tillögur að 10 friðlýsingum gamalla garða. Rökstuðningur með friðlýsingartillögum byggir á tillögum Garðsöguhóps FÍLA í samstarfi við Pétur Ármannsson, arkitekts hjá Minjastofnun. Tveir garðar hafa þegar verið friðlýstir skv. lögum: Múlakot í Fljótshlíð Friðlýstur 2014. Friðlýsingin tekur til staðarins í heild innan afmarkaðs svæðis, gamla íbúðar- og gistihússins og annarra uppistandandi staðarhúsa, rústa útihúsa og annarra fornminja, garðsins framan við húsið og lysthússins í garðinum. Múlakot hefur sérstakt menningarsögulegt gildi sem einn elsti gisti- og greiðasölustaður héraðsins sem jafnframt var sveitaheimili og aðsetur listamannsins Ólafs Túbals. Heimilisgarðurinn, garður Guðbjargar, varpaði sérstökum ljóma yfir staðinn. Staðurinn hefur sérstaka tengingu við íslenska listasögu en nokkrir af helstu myndlistarmönnum landsisn voru þar fastagestir ár eftir ár. Skrúðgarður á Hvanneyri 1912 Þar er að finna Frúargarð, eða skólagarðinn, á Hvanneyri frá árinu 1912. Friðlýstur í júlí 2015 með Hvanneyrartorfunni svokölluðu. Gamla bæjartorfan á Hvanneyri er merkilegt búsetulandslag með mikið menningarsögulegt gildi. Sem slík býr hún yfir sérstökum umhverfisgæðum sem óvíða eru til staðar í dreifbýli hér á landi, sem m.a. felast í samspili búsetuminja og merkra bygginga við ákveðnar landslagsheildir. Vernd garðagóðurs Stakstætt tré: Trjárækt á sér ekki aldagamla sögu. Það má segja að elstu tilraunir sem vitað er af skipulagðri trjárækt í görðum eru senn 200 ára gamlar. Trjárækt var hins vegar ekki almenn fyrr en undir aldamótin 1900. Það er hins vegar staðreynd að stakstætt tré getur verið menningarsögulegur vitnisburður um horfinn garð og brotin mannvirki undir gróðurhulu. Sem slíkt getur það staðið sem fulltrúi hugsjóna og gilda ákveðins tímabils í menningarsögu og ræktunarsögu landsins og verið þess virði að vernda. Þegar talað er um tré er átt við trjákennda plöntu sem verður 3 m á hæð eða meira, er með einn stofn en greinist síðan í nokkurri hæð frá jörðu og myndar þar greinar sem saman kallast króna. Víða eru dæmi um gömul tré og reynslan sýnir að brýnt er að leita leiða til að vernda einstök tré og gróðurlundi vegna sögulegs og líffræðilegs gildis þeirra og að sú vernd sé lagalega trygg. Varðandi tré eins og hlyninn í Vonarstræti má velta upp spurningunni í hverju vernd sveitarfélagsins felst og hvernig er stoð í lögum? Enn fremur er eftirtektarvert að þarna er girðing til varnar stofninum á trénu á yfirborðinu en önnur verndun er snýr að jarðvegi og rótarkerfi er ekki sýnileg og er jafnvel mikilvægari til þess að tryggja lífvænleg lífsskilyrði. Hlynurinn í Suðurgötu er vitnisburður um lifandi minjar, lóð og hús sem eitt sinn stóðu þar en nú er allt horfið nema hlynurinn. Runnar: Runnar er planta með marga trjákennda stöngla frá jörðu. Algengar runnar eru margs konar berjarunnar sem bárust til landsins í garða um miðja 19. öldina. Fjölærar plöntur: Fjölærar blómplöntur búa yfir mikilli fjölbreytni og árstíðabundnum breytileika.Fegurðargildi þeirra er fólgið í margbreytileika blóma og laufblaða. Þær blómstra árlega, vaxa upp að vori og visna yfirleit að hausti. Sumar tegundir eru þó vetrargrænar eða standa fram á vetur í einhverri mynd. Lokaorð Með þessu stutta yfirliti um garða – lifandi minjar hvetjum við alla sem koma að umhverfismálum sveitarfélaga að vera vakandi fyrir þeim menningararfi sem víða er að finna í heimabyggð og standa vörð um verndun og faglega umhirðu þeirra. Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundsen Höfundar eru landslags- arkitektar FÍLA. Auður kenndi við skrúð- garðyrkjubraut Garðyrkjuskóla ríkisins og er fyrrv. dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Einar er höfundur bókarinnar Að búa til ofur lítinn skemmtigarð. Íslensk garðsaga – Landslagsarkitektúr til gagns og prýði. Bæði hafa unnið með Garðsöguhópi FÍLA. 9. Grafreitur í Gufunesi 1970 Á 7. áratug 20. aldar komu í ljós leifar af gömlum kirkjugarði þegar grafið var fyrir nýrri skemmu á lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Ákveðið var að flytja beinin og grafa í lítinn, vígðan reit, sem gerður var skammt frá fundarstaðnum. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt hannaði og sækir innblástur í forna íslenska kirkjugarðahefð. 10. Lóð Þjóðabókhlöðunnar Á 7. og 8. áratug 20. aldar vann Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt með mörgum helstu arkitektum landsins að hönnun lóða við einkaheimili og opinberar stofnanir. Einkennandi fyrir þessi verk er hversu vel bygging og lóð styðja hvort annað og mynda eina órofa heild jafnt í efnisnotkun og rýmisskipan. Hlynurinn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu stendur á lokuðu bílastæði kennt við Happdrætti Háskóla Íslands á lóð Suðurgötu 5. Hlynurinn var gróðursettur um 1920 og nýtur verndar Reykjavíkurborgar. Hlynur getur náð 4–500 ára aldri. Mynd / EES Trjágarður Hressingarskálans við Austurstræti, kringum árið 1900. SAGA&MENNING Mynd / Guðmundur Ingólfsson Mynd / Ímynd Öflug þjónusta og gott úrval af vörum til handfæraveiða. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 5200 500 Þekking og þjónusta HANDFÆRAVÖRUR NÝR VÖRULISTI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.