Bændablaðið - 07.04.2022, Page 49

Bændablaðið - 07.04.2022, Page 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 49 Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler sp ör e hf . — Mósel & Rín — 6. - 13. september | Sumar 17 Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Töfrandi ferð um Móseldalinn þar sem rómantík og náttúrufegurð láta engan ósnortinn. Við dveljum í Tríer, elstu borg Þýskalands, og förum þaðan í heillandi ferðir, m.a. til bæjanna Bernkastel-Kues og Rüdesheim og til glæsilegu borgarinnar Koblenz þar sem við förum í skemmtilega siglingu á Mósel. Við trompum þessa frábæru ferð í stórhertogadæminu Lúxemborg. Verð: 239.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík LÍF&STARF Verðlagsnefnd búvara: Lágmarks- og heildsöluverð mjólkur hækkar Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. apríl 2022: • Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 6,60%, úr 104,96 kr./ltr í 111,89 kr./ltr. • Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 4. apríl 2022: • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 4,47%. Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. desember 2021. Frá síðustu verðákvörðun til mars­ mánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,60%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní. Á sama tímabili hefur vinnslu­ og dreifingarkostnaður afurða­ stöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði. Verðákvörðun verður tekin til endurskoðunar í maí þegar fyllri skoðun á vafaatriðum er tengjast sérstökum stuðningi sem greiddur var til móts við áburðarverðhækkanir liggur fyrir. /VH Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. desember 2021. Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur: Jafnvægisverð 315 krónur á lítra – eða jafnt hámarksverði í ákvörðun ráðherra um þrefalt afurðastöðvaverð Fyrsti tilboðsmarkaður ársins 2022 með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. apríl. Matvælaráðuneytinu bárust 162 gild tilboð um kaup og voru sölutilboð 19 talsins. Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ, sem er greiðslukerfi landbúnaðarins, og liggur niðurstaða markaðarins nú fyrir. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 315 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð sem er jafnt hámarksverði, þ.e. 315 kr./ltr. • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 19. • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 162. • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði/hámarksverði var 10. • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.309.697 lítrar. • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 7.830.349 lítrar. • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.309.697 lítrar að andvirði 412.554.555,­ kr. • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum, eða 65.481 lítrar. Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 13. Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.