Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 54

Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202254 UTAN ÚR HEIMI Sri Lanka í sjálfheldu: Lífræna byltingin sem er að éta börnin sín – Stærsta efnahagskreppa landsins frá sjálfstæði er m.a. vegna ákvörðunar í landbúnaði sem tekin var án samráðs við vísindamenn og bændur Te er ein stærsta útflutningsvara Sri Lanka, en teiðnaðurinn þar sér fyrir 23% af heimsmarkaði. Uppskeran á tei, sem og öðrum landbúnaðarvörum, hrundi vegna banns á notkun íðefna. Mynd / VH Um ár er síðan Gotabaya Raja­ paksa, forseti eyríkisins Sri Lanka, bannaði innflutning á íðefnum í landbúnaði, tilbúnum áburði og varnarefnum. Hann gerði það í nafni umbyltingar í matvælaframleiðslu. Ræktun í Sri Lanka skyldi verða 100% lífræn. Afleiðingarnar eru geigvænlegar. Efnahagur landsins er í rúst og verðbólgan í sögulegum hæðum sem hefur leitt til matarskorts og vöntunar á nauðsynjavörum. Þjóðin er á barmi gjaldþrots og forystumenn flýja skyldur sínar í unnvörpum. Sri Lanka er tæp 66 þúsund ferkílómetra eyríki suðaustur af Indlandi og þar búa rúm 22 milljónir manna. Efnahagur landsins byggir að stóru leyti á ferðaþjónustu og teiðnaði, en Sri Lanka sér fyrir 23% af heimsmarkaði á tei. Önnur landbúnaðarframleiðsla og fataiðnaður eru einnig meðal megintekjulinda landsins. Gróskumikill landbúnaður Vegna legu sinnar og umhverfis er Sri Lanka kjörin til ýmiss konar matvælaræktunar. Landbúnaðurinn, sem telur til 7,4% hlutfalls af vergri landsframleiðslu, byggir á um 1,8 milljón fjölskyldubúum en talið er að 30% íbúar landsins starfi við landbúnað. Hrísgrjón er meginafurð ræktarjarðarinnar ásamt útflutningsvörum á borð við tejurtir, kaffi, krydd og gúmmítré. Einnig er þar ræktað fjölbreytt grænmeti og ávextir, olíujurtir, kakó og kókoshnetur. Fjölbreytileiki landbúnaðar- landsins er mikill en á eyjunni eru skilgreind 46 mismunandi vistfræðileg landbúnaðarsvæði, sjö stig af loftslagsaðstæðum (micro climate) og 200 mismunandi jarðgerðir. Af þeim sökum er vistkerfi eyjunnar svokallaður heitur reitur í samhengi líffræðilegs fjölbreytileika enda er þar að finna flestar blómstrandi plöntur á hverja flatarmálseiningu meðal Asíulanda. Verandi þjóð með langa og ríka landbúnaðarsögu hafa bændur landsins lært að stunda og þróa landbúnaðartækni sem hentar hverju svæði og vistkerfi fyrir sig. Meðaltalsútreikningar gera ráð fyrir um 4,8 tonnum á hektara af hinum ýmsu afurðum undir eðlilegum kringumstæðum. En það hefur nú breyst. Frændhygli og fallvaltur efnahagur Efnahagsaga Sri Lanka er þyrnum stráð. Þrátt fyrir að vera talið eitt af þeim ríkjum Asíu sem þykja hafa staðið sig hvað best að draga úr fátækt, sérstaklega síðustu 20 ár, hefur landið þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sextán sinnum frá sjálfstæði 1948 vegna alvarlegs efnahagsvanda. Lífskjör íbúa Sri Lanka bötnuðu talsvert á árunum 2005–2015 en síðan þá hefur grafið verulega undan af nokkrum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar mikilvægt að gera grein fyrir Gotabaya Rajapaksa og hans fjölskyldu. Gotabaya hefur verið forseti landsins frá árinu 2019 en gegndi áður hlutverki yfirherforingja. Svo vill til að eldri bróðir hans, Mahinda, sat í forsetastól landsins í áratug, frá 2005–2015. Í dag gegnir hann þremur ráðherraembættum í ríkisstjórn litla bróður, þar á meðal hlutverki forsætisráðherra. Sjálfur stýrir forsetinn tveimur ráðuneytum landsins, þar á meðal varnarmálaráðuneytinu. Ekki nóg með það. Þriðji bróðirinn, Basil, er fjármálaráðherra landsins og fjórði bróðirinn, Chamal, er ráðherra áveita. Þetta þætti óeðlilegt að öllu leyti fyrir margra hluta sakir. En upptalningunni er ekki lokið. Sonur Mahinda, Namal, hefur tvöfaldan ráðherratitil og sonur Chamals, Shasheendra, fær þann einkennilega titil að vera ráðherra fyrir fóður og korn, lífrænan mat, grænmeti, ávexti, chili, lauk og kartöflur, fræframleiðslu og hátæknilandbúnað. Meðlimir fjöl skyldunnar skipa sér í fjölda forystuhlutverka á öðrum stjórn- sýslustigum sem of langt mál væri að þylja upp. Rajapaksa fjölskyldan á í reynd valdasögu sem nær aftur fyrir sjálfstæði Sri Lanka. Grundvallast það ekki síst af vinsældum fjölskyldunnar fyrir þátt hennar í sigri yfir Tamil-tígrunum í borgarastyrjöldinni sem geisaði frá 1983–2009. En völdum fylgir ábyrgð og það er ekki ofsögum sagt að það sé megn spillingarlykt af Rajapaksa fjölskyldunni. Hún hefur verið fordæmd fyrir frændhygli og slæmt stjórnarfar. Þær ávítur hafa eingöngu orðið háværari að undanförnu og nú virðist valdatíðin bresta. Áhrifavaldurinn Vanada Shiva Í kosningabaráttu sinni til forseta Sri Lanka árið 2019 lofaði Gotabaya Rajapaksa að umbreyta landbúnaði eyjunnar á tíu árum. Ræktunin skyldi verða alfarið lífræn, laus við tilbúinn áburð en ofnotkun hans á ræktunarjörð eyjunnar tengdi hann við aukna tíðni langvinnra hjartasjúkdóma meðal almennings. Það fer alls ekki tvennum sögum af því hvaðan afstaða Rajapaksa forseta kemur. Hún er tengd við hugsjónir manneskju sem kom til Íslands árið 2011, dr. Vanada Shiva, sem hefur m.a. talað í þágu lífræns landbúnaðar og gegn erfðabreytingum á nytjaplöntum. Ákvörðunin umdeilda Stefnumörkun er eitt en framkvæmd annað. Með yfirþyrmandi skulda- hala á bakinu, gjalddaga á næsta leiti og tekjuöflun í lágmarki vegna heimsfaraldurs, var ljóst að gjaldeyrisforði þjóðarinnar var á tæpasta vaði. Það síðasta sem Rajapaksa forseti og vandamenn vildu var að grafa undan sjálfstæði landsins, eða völdum fjölskyldunnar, með að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ríkisstjórnin tók þess í stað til ýmissa annarra ráða til að minnka útgjöld landsins. Ein sú afdrifaríkasta var bann við innflutningi á íðefnum í landbúnað, áburð og varnarefni, sem tilkynnt var 26. apríl 2021. „Áttatíu milljarðar rúpía er það sem landið eyðir í innfluttan áburð. Hver græðir á því? Erlendi fyrirtæki. Aðeins 4–5 innlend fyrirtæki græða á því. Með þessari ákvörðun viljum við gera þetta að innlendum iðnaði,“ sagði Gotabaya forseti meðal annars á þinginu. Á alþjóðlegum vettvangi hélt Rajapaksa forseti hins vegar úti orðræðu sem byggir á mun markaðsdrifnari hugmyndafræði. Á fundi Matvæla- og land- búnaðar stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um fæðuöryggi heimsins í byrjun júnímánaðar kynnti forsetinn frumkvæði lands síns með stolti. „Ef við ætlum að vernda plánetuna okkar og tryggja sjálfbærni, mega stjórnvöld um allan heim ekki hika við að taka upp djarfari stefnu.“ Þar segir hann einnig að ofnotkun á íðefnunum sé tengd við fjölgun ólæknandi veikinda og háa tíðni langvinnra hjartasjúkdóma í landsbyggð Sri Lanka. Hann kennir ágengum lobbíisma efnaframleiðenda og menntunarskorti hjá bændum um að nær 80% af þeim köfnunar- efnisáburði sem notaður er á Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Gotabaya Rajapaksa forseti, fyrir miðju, ásamt fríðu föruneyti. Gotabaya stýrir einnig tveimur ráðuneytum. Bróðir hans er forsætisráðherra. Aðrir bræður og bræðrasynir stýra hinum ýmsu ráðuneytum í ríkisstjórn Sri Lanka. ←
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.