Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 10

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 10
10 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 5 600 600Lyngháls 1, 110 Reykjavík Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944 Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700 prentmetoddi.is Við erum sérfræðingar í prentun bóka, almennu prentverki og framleiðslu umbúða. Íslensk framleiðsla. SÓKN Á ÞREMUR VÍGSTÖÐVUM Þrátt fyrir sögulegan efnahagssamdrátt og atvinnuleysi hefur sprotafyrirtækjum gengið mjög vel að sækja sér fjármagn undanfarið. Samkvæmt fréttavefnum Northstack voru fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum 27 talsins í fyrra, sem er svipaður fjöldi og árið og mun meira en á tímabilinu 2015-20181. Heildarsumma fjárfestinganna var einnig töluvert yfir meðaltali síðustu ára og náði 223 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 27 milljörðum íslenskra króna. 1 https://northstack�is/2021/02/17/big-rounds-and-big-money-but-early-stage-is-lacking-the-2020-funding-report/ Skipta má stórum hluta fyrirtækjanna sem hafa fengið fjármagn á síðustu árum í þrjá geira: Sá fyrsti er þróun og framleiðsla tölvuleikja, en annar geirinn er tengdur heilbrigðisþjónustu og sá þriðji er ferðatækni. CCP RUDDI BRAUTINA Síðustu fimm ár hafa að meðaltali verið gerðar fjórar fjárfestingar á ári í leikjafyrirtækjum og hafa þær aldrei verið færri en tvær á ári. Í fyrra voru þær alls sjö talsins og nam upphæð þeirra 16 milljónum Bandaríkjadala, eða tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Mikið af fjármagninu sem fyrirtækin fá kemur erlendis frá og úr þekktum fjárfestingarsjóðum. Fjárfestingarnar eru dreifðar nokkuð jafnt yfir aldursskeið fyrirtækjanna. Bæði hafa litlar upphæðir verið settar í fyrirtæki sem eru skammt á veg komin með þróun á sinni vöru og svo hafa fjárfestar einnig varið stærri upphæðum hjá öðrum sem eru lengra komin. Þessi geiri á íslenska tölvuleikjarisanum CCP mikið að þakka. Annars vegar hefur mikið af fólki „alist upp“ hjá fyrirtækinu og fengið verðmæta reynslu þaðan sem það hefur notað í að stofna sín eigin fyrirtæki, líkt og 1939 Games og Mainframe Industries. Hins vegar hefur góður árangur CCP, sem var stofnað fyrir 24 árum síðan og er með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík, sýnt að það sé vel hægt að reka leikjafyrirtæki frá Íslandi. LYF, KREM OG LAUSNIR Önnur tegund af fyrirtækjum sem hefur náð að sækja sér mikið fjármagn eru þau sem þróað hafa heilsuvörur og heilbrigðisþjónustu. Hér má nefna lyfja- og lækningatengd fyrirtæki, líkt og Kerecis, Oculis, EpiEndo og Florealis, að viðbættum stærri fyrirtækjum, líkt og Coripharma og Alvogen/Alvotech. Einnig hafa önnur fyrirtæki þróað ýmsar aðrar lausnir í heilbrigðis þjónustu, til dæmis býðir Kara Connect upp á fjarmeðferðir og SidekickHealth upp á „stafræna meðferð“ (e. Digital therapeutics). Líkt og í tölvuleikjageiranum njóta þessi fyrirtæki góðs af hugviti sem byggst hefur upp hérlendis á síðustu áratugum. Mikil reynsla hefur skapast í rannsóknum og þróunum í læknisfræðitengdum greinum í háskólanum, auk þess sem stóru lyfjafyrirtækin eru þekkt á alþjóðlegum markaði. EKKI BARA TÚRISTAGÓÐÆRI Uppskot ferðaþjónustunnar á síð- ustu árum hafði líka jákvæð áhrif á sprotafyrirtæki, þar sem ýmsar tækni- lausnir tengdar ferðamannaiðnaði voru þróaðar. Á meðal þeirra er til dæmis bókunarfyrirtækið Bókun sem Tripadvisor keypti árið 2018, og hugbúnaðarfyrirtækið Travelshift sem er dótturfyrirtæki Guide to Iceland. Einnig má nefna bókunarfyrirtækin Tripcreator, Travel ade og GetLocal í þessu samhengi. Uppgangur þessara fyrirtækja sýna hvernig tæknifyrir- tæki geta notfært sér hraðan vöxt í sérstökum þjónustugreinum þar sem samkeppni er mikil. Ljósmynd: Shutterstock

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.