Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 32

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 32
32 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 FJÓRÐA STOÐIN OG EFLING NÝSKÖPUNAR Fjórða stoðin í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins hefur myndast. Hugverkaiðnaður skapaði tæp 16% af útflutningstekjum árið 2020 sem þýddi meðal annars að afgangur var af þjónustuviðskiptum í fyrra þrátt fyrir hrun einnar stærstu útflutningsgreinarinnar, ferðaþjónustu. Hugverkaiðnaður, sem að miklu leyti er drifinn áfram af fjárfestingu í nýsköpun, hefur alla burði til að stækka frekar á komandi árum og verða burðarstoð í verð- mætasköpun hér á landi. Alþjóðleg samkeppni um hugvit og þekkingu er hins vegar hörð. Ef Íslandi á að farnast vel í þeirri samkeppni þarf stöðugt að huga að samkeppnishæfni landsins, meðal annars með tilliti til þeirra skilyrða sem atvinnulífið býr við þegar kemur að fjárfestingu í nýsköpun. Þriðji áratugur þessarar aldar getur hæglega orðið áratugur nýsköpunar og hugverkaiðnaðar ef réttar ákvarðanir eru teknar núna en það má engan tíma missa. Þetta er stærsta efnahagsmálið og það öflugasta sem við getum gert til að rétta efnahag landsins við eftir heimsfaraldurinn. Undanfarin ár hafa verið stigin stór skref í að efla hvata og skilyrði til nýsköpunar þannig að sáð hefur verið í frjóan jarðveg og tími uppskeru gæti verið framundan. Afrakstur þess er nú þegar farinn að líta dagsins ljós, en vöxtur hugverkaiðnaðar og aukin fjárfesting í rannsóknum og þróun á síðustu tveimur árum bera þess merki. Vís- bendingar eru um að fjárfestingar í nýsköpun hafi aukist talsvert árið 2020 en með því eru fyrirtæki landsins og fjárfestar að fjárfesta í hagvexti framtíðar og styrkja hug- verkaiðnað, fjórðu stoð útflutnings, enn frekar í sessi. Mörg ríki heims hafa sett sér markmið í þessum efnum og er þar gjarnan horft til fjárfestinga í rannsóknum og þróun (R&Þ) sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, enda er það skýr mælikvarði á stig nýsköpunar í hag- kerfinu. Veruleg aukning varð á fjárfestingum í R&Þ á árinu 2019 samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofunnar. Samtals námu fjárfestingar í R&Þ tæplega 71 milljarði króna sem var 2,35% af landsframleiðslu og hefur ekki mælst hærra. Þar af var um 70% frá fyrirtækjum, eða tæpir 49 milljarðar og ríflega 30% frá háskólum og opinberum stofnunum, eða um 22 milljarðar króna. Árið áður námu fjárfestingar í R&Þ tæplega 57 milljörðum króna eða 2% af landsframleiðslu. Margt bendir til að árið 2020 hafi fjárfestingin verið enn meiri. SKATTFRÁDRÁTTUR RANNSÓKNA­ OG ÞRÓUNARVERKEFNA Stig fjárfestingar í rannsóknum og þróun í atvinnulífinu ræðst af mörgum þáttum. Fjárfesting í R&Þ leiðir til þess að nýjar vörur koma á markað, ný tækni verður til og verðmæti skapast. Árið 2009 voru sett lög hér á landi sem veita fyrirtækjum rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni, með öðrum orðum geta fyrirtæki sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís fengið tiltekinn frádrátt frá álögðum tekjuskatti af útlögðum kostnaði vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti var fyrst um sinn 100 milljónir króna. Þakið hækkaði árið 2016 í 300 milljónir króna og tvöfaldaðist síðan árið 2019 í 600 milljónir króna á ársgrundvelli. Árið 2020 voru enn stærri skref stigin þegar þakið var hækkað í 1.100 milljónir króna. Á sama tíma hækkaði hlutfall endurgreiðslu úr 20% í 25% fyrir stór fyrirtæki og í 35% fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Markmið laganna er að efla rannsókna- og þróunar- starf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja hér á landi. Með lagasetningunni árið 2009 fetaði Ísland í fótspor flestra annarra landa en mikil samkeppni er á heimsvísu um að laða að erlenda fjárfestingu, stuðla SIGRÍÐUR MOGENSEN sviðsstjóri iðnaðar- og hugverka- sviðs Samtaka iðnaðarins

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.