Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 40

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 40
40 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 á áhrif samruna, m.a. jákvæð og neikvæð áhrif á hvata og getu til nýsköpunar þeirra fyrirtækja sem um er að ræða.9 Hvað varðar misnotkun markaðsráðandi fyrirtækja á stöðu sinni þá byggir samkeppniseftirlit m.a. á því að fyrirbyggja að fyrirtæki í sterkri stöðu geti ekki misbeitt stöðu sinni með neikvæðum áhrifum á mögulega keppinauta. Í nýlegri samrunarannsókn framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2016 höfðu vænt áhrif samrunans á hvata samrunaaðila til R&Þ mikil áhrif á niðurstöðu máls- ins.10 Um var að ræða samruna Dow Chemical Co. og DuPont en bæði fyrirtækin voru leiðandi efnavörufram- leiðendur og keppinautar í sölu á plöntuvarnarefnum (e. crop protection). Áhyggjur framkvæmdastjórnar- innar beindust ekki einungis að því að um var að ræða keppinauta í framleiðslu og sölu á plöntuvarnarefnum heldur leiddi rannsóknin það í ljós að bæði fyrirtækin stunduðu R&Þ á vörum sem yrðu í samkeppni þegar fram liðu stundir (e. pipeline products). Jafnframt væru fyrirtækin mikilvægir aðilar í nýsköpun á þessu sviði sem sýndi sig í þeim einkaleyfum sem þau bjuggu yfir auk þess sem áætlanir fyrirtækjanna sjálfra, um m.a. R&Þ 9 Leiðbeiningar framkvæmdastjórnar ESB um mat á láréttum samrunum� 2004� Mgr� 20, 45, 38, 71, 76�-88� Vefslóð: https://eur-lex�europa�eu/legal- content/EN/ALL/?uri=celex%3A52004XC0205%2802%29 10 Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB nr� M�7932 - Dow / DuPont� Vefslóð: https://ec�europa�eu/competition/elojade/isef/case_details�cfm?proc_ code=2_M_7932 í kjölfar samrunans, bentu til þess að minni áhersla yrði lögð á R&Þ á þessu sviði, yrði af sameiningunni. Áhyggjur framkvæmdastjórnarinnar beindust einnig að því að töluverðar aðgangshindranir væru að þessum mörkuðum en útgjöld vegna rannsóknar og þróunar á nýju efni var áætlaður um 300 milljónir dollara yfir 10 ára tímabil. Jafnframt hafði áhrif að aðeins væru þrír alþjóðlegir keppinautar til staðar. Samruninn var samþykktur að vissum skilyrðum uppfylltum en fyrirtækin þurftu ekki aðeins að selja frá sér þann hluta starfseminnar sem framleiddi og seldi plöntuvarnarefni heldur var talið nauðsynlegt að alþjóðleg starfsemi DuPont í R&Þ fylgdi með. Það væri eina raunverulega leiðin til þess að tryggja það að samruninn raskaði ekki samkeppni og þá sérstaklega í R&Þ á plöntuvarnarefnum. Þess má geta að samkeppniseftirlit hafa haft töluverð afskipti af lyfjaframleiðslu á sl. áratugum. Í samruna- eftirliti hefur oft á tíðum annars vegar verið um að ræða vandamál tengd skörun samrunaaðila í framleiðslu tiltekinna lyfja eða þá lyfja sem fyrirtækin ráðgera að fá Óttast var að samruni Pfizer við Hospira myndi koma í veg fyrir að nýtt líftæknilyf kæmi á markað. Ljósmynd:EPA

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.