Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 25

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 25
25V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 Ljósmynd: Shutterstock eftir 2000. Málefni Norðurslóða hafa verið í umræðunni undanfarin misseri. Ísinn á Norðurskautinu bráðnar í dag hraðar en hann hefur gert sl. 1500 ár, og hraðar sl. tíu ár en hundrað þar á undan. Bráðnun íss á Norðurskautinu hefur áhrif á hlýnun um allan heim. Norðurskautssvæðið hlýnar um það bil tvöfalt meira en meðalhlýnun í heiminum16. Þetta hefur áhrif á vistkerfi, sjóinn umhverfis Ísland, loftslag og gróður á landinu. Þetta er hugsanlega eitt stærsta viðfangsefni okkar sem byggjum þetta land í dag. Getum við aukið fjárfestingar í nýsköpun og rannsóknum til að aðlaga okkur að þessum breytingum, skilja þær betur og skapa sjálfbærar og farsælar lausnir til framtíðar? HUGREKKI TIL AÐ TAKA AF SKARIÐ Íslensk stjórnvöld hafa sett okkur markmið um að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu árið 2030 og ná kolefnahlutleysi árið 2040. Í nýlegri orku- stefnu17 er markmið sett á að Ísland verði óháð jarðefna- eldsneyti fyrir árið 2050. Ákall tímans er að við hugsum stórt, að við sýnum hugrekki til taka af skarið, leiðtogar í öllum geirum stígi fram með kröftug leiðarljós og að við vinnum verkefnið samstillt. Það felast tækifæri í smæðinni, boðleiðir á Íslandi eru stuttar og með samtakamætti getum við styrkt samkeppn- isstöðu Íslands og lagt okkar á vogarskálarnar til að skapa sjálfbærari framtíð. Fjármagn er einn mikilvægasti áhrifa- valdurinn þegar kemur að því að beina nýsköpun og tækniþróun í þessa átt. Til þess þarf ásetning og mikla áræðni. 16 https://arcticwwf�org/work/climate/ 17 https://www�stjornarradid�is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/02/17/Radherra-leggur-fram-adgerdaaaetlun-orkustefnu/ 18 https://www�visir�is/g/20212099876d/aetla-ad-farga-milljonum-tonna-kol-tvi-syrings-i-straums-vik KOLEFNISFARGARAR OG LANGTÍMAHUGSUN Það voru gleðitíðindi á Degi Jarðar 22. apríl sl. þegar kynntur var afrakstur áratuga rannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar í breiðu samstarfi. CarbFix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, kynnti áform um kolefnisförgunarmið- stöð í Straumsvík. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sagði við tilefnið að kolefnisförgun gæti í nánustu framtíð orðið ein stærsta atvinnugrein Íslendinga. Áætlað er að um sex hundruð ný störf skapist í tengslum við vinnsluna sem mun taka við allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu árlega. Til samanburðar var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi án landnotkunar og skógræktar um 4,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda árið 2019 samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar18. ÁRATUGUR AÐGERÐA ER RUNNINN UPP Áskoranir vegna loftslagsmála og ósjálfbærrar þróunar krefj- ast þess að við hugsum áratugi og nokkrar kynslóðir fram í tímann. Fyrir liggur að þekking á aðferðafræði sjálfbærni og nýsköpun, sem og ný hugsun eru lykilatriði til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Verkefnið er svo stórt að það kallar á að við hefjum okkur upp fyrir þrönga hagsmunagæslu og að við sköpum nýja og öfluga farvegi til samstarfs á milli ríkja, fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum, á milli hins opinbera og einkafyrirtækja, fjár- festa, neytenda, menntakerfisins og þvert á kynslóðir. Áratugur aðgerða er hafinn! Við erum á byrjunar- stigum í risavöxnum nýsköpunarhraðli fyrir heiminn allan, fram til ársins 2030. Árangurinn er undir okkur öllum kominn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.