Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 38
38 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
STYÐUR SAMKEPPNISSTEFNA
VIÐ NÝSKÖPUN?
1 Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið� 2019� Nýsköpunarlandið Ísland� Vefslóð: https://www�stjornarradid�is/library/01--Frettatengt---myndir-og-
skrar/ANR/Nyskopun/NSL%c3%8d1�pdf
2 Með samkeppnisstefnu er í þessari grein vísað til samkeppnislöggjafarinnar og framfylgd hennar (samkeppniseftirlits)�
3 Schumpeter, Joseph� 1942� „Capitalism, Socialism and Democracy�“ og Arrow, Kenneth� 1962� „Economic Welfare and the Allocation of Resource for
Invention“ The Rate and Direction of Inventive Activity, Economic and Social Factors� Princeton University Press� Bls� 609-625�
4 Shapiro, Carl� 2012� „Competition and Innovation: Did Arrow Hit the Bull’s Eye?“, Josh Lerner og Scott Stern: The Rate and Direction of Incentive
Activity� University of Chicago Press� Bls� 362-363�
5 Baker, Jonathan� 2007� „Beyond Schumpeter vs� Arrow: How Antitrust Fosters Innovation�“ Antitrust Law Journal nr� 3� Bls� 579-580�
Hér á landi er almenn samstaða um það að
nýsköpun muni gegna lykilhlutverki við að
tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar, auk
þess að vera lykill að úrlausnum á stórum
viðfangsefnum, s.s. í loftslagsmálum, á komandi áratug-
um.1 Huga þarf að mörgu þegar stjórnvöld vilja skapa
gróskumiklar aðstæður fyrir nýsköpun. Þar er hægt að
nefna menntunarstig, skattalega hvata, stuðning til handa
þeim sem fjárfesta í R&Þ (rannsóknum og þróun), hug-
verkavernd o.s.frv.
Ekki er síður mikilvægt að huga að samspili samkeppni
og nýsköpunar og hvernig samkeppnisstefna (e. compe-
tition policy) getur stutt við nýsköpun.2 Í þessari grein er
gerð tilraun til þess að varpa ljósi á tengsl á milli nýsköp-
unar og samkeppni og að hverju þarf að huga til þess að
samkeppnisstefna styðji við nýsköpun.
SAMSPIL SAMKEPPNISSTEFNU
OG NÝSKÖPUNAR
Þegar fjallað er um tengsl samkeppnisstefnu, sem miðar
fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir samkeppn-
ishamlandi samruna og hegðun fyrirtækja, og nýsköp-
unar þá er oft á tíðum vísað til kenninga Kenneths
Arrows (1962) og Joseps Schumpeter (1942).3 Með
mikilli einföldun hefur því verið haldið fram að Arrow
hafi lagt áherslu á að virk samkeppni hvetji til nýsköp-
unar á meðan Schumpeter hafi lagt meiri áherslu á að
möguleikinn á aukinni stærð og markaðsstyrk, í kjölfar
nýsköpunar, hvetji fyrirtæki og einstaklinga til nýsköp-
unar. 4
Þrátt fyrir að kenningar þessara fræðimanna virðist
vera ólíkar þá hafa á sl. áratugum verið gerðar tilraunir
til þess að horfa nánar til þess hvað sameinar þessar
kenningar og færð hafa verið rök fyrir því að þær, þrátt
fyrir allt, styðji við hvora aðra. Þannig fjallar Baker
(2007) í grein sinni, Beyond Schumpeter vs. Arrow:
How Antitrust Fosters Innovation, um að umfangsmikil
skrif hagfræðinga á grundvelli kenninga Schumpeter og
Arrow hafi leitt til fjögurra meginreglna sem snúa að
samspili samkeppnisstefnu og nýsköpunar:5
Í fyrsta lagi að samkeppni fyrirtækja í nýsköpun, þ.e.
samkeppni á milli fyrirtækja um að þróa sömu vöru eða
framleiðsluferil, hvetji til nýsköpunar. Sem dæmi er hér
hægt að nefna svonefnd einkaleyfakapphlaup þar sem
fyrirtæki keppast um að fá einkaleyfi.
Í öðru lagi að samkeppni á milli keppinauta sem séu
nú þegar framleiðendur tiltekinna vara hvetji þá til þess
að finna nýjar leiðir til þess að lækka kostnað, auka gæði
eða þróa betri vörur. Hér stunda fyrirtækin rannsóknir
og þróun þar sem nýsköpun veitir þeim færi á að komast
hjá samkeppni og auka hagnað.
Í þriðja lagi að fyrirtæki sem búist við meiri samkeppni
eftir að þau hafi þróað vörur eða þjónustu hafi minni
hvata til þess að fjárfesta í rannsóknum og þróun sem
VALUR ÞRÁINSSON
aðalhagfræðingur
Samkeppniseftirlitsins