Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 42

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 42
42 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 ER NÝSKÖPUN EKKI LENGUR TÖFF? 1 https://ec�europa�eu/eurostat/databrowser/view/GBA_NABSFIN07__custom_809315/default/table?lang=en Nýsköpun er gildishlaðið orð. Því fylgja ýmis jákvæð hughrif, líkt og þróun, framfarir og tækni. Það kemur því kannski ekki á óvart að það sé vinsælt á meðal stjórnmálamanna. Þeir virðast einnig flestir sammála um að styðja við nýsköpun og virðast hafa gert það ágætlega á síðustu árum hérlendis, ef miðað er við önnur Evrópulönd. Hins vegar eru vísbendingar uppi um að hugtakið sé á undanhaldi í almennri umræðu, bæði hérlendis og á alþjóða- vísu. Gæti verið að áhugi almennings á nýsköpun sé að dvína? FLOKKARNIR SAMMÁLA Að Flokki fólksins undanskildum má nálgast stefnuskrá allra stjórnmálaflokka sem sitja á þingi á netinu. Í öllum þeirra má finna kafla um nýsköpun, en þar virðast flokk- arnir vera nokkurn veginn sammála um leiðir til að hlúa að vexti hennar. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins segir að mikilvægt sé að stjórnvöld skapi umhverfi sem hvetji til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins, auk þess sem hvatt er til meiri tengingar háskóla við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf. Þessar áherslur eru einnig að finna nánast orðrétt í stefnuskrá VG.  Í stefnuskrám Viðreisnar og Framsóknarflokksins eru svo skattaívilnanir útlistaðar sérstaklega sem leiðir til að stuðla að aukinni nýsköpun, auk annarra aðgerða, líkt og aukinna endurgreiðslna til fyrirtækja í rannsóknar- og þróunarstarfi. Píratar nefna einnig að nýskráningar fyrirtækja ættu að vera gerðar einfaldar og ódýrar. Samfylkingin og Miðflokkurinn kalla svo eftir mark- vissum stuðningi við þær atvinnugreinar þar sem helstu tækifærin liggja fyrir íslenskan efnahag í sínum stefnu- skrám. Samkvæmt Samfylkingunni ætti að ýta undir vöxt háframleiðnigreina sem byggjast á hugviti, sköpunargáfu, tækni og verkkunnáttu, en Miðflokkurinn nefnir sérstak- lega tækni- og orkugeirann í þessu tilliti. Þótt blæbrigðamunur sé á stefnunum er því ljóst út frá stefnuskrám þeirra að mikill samhljómur ríki um málaflokkinn. Það vilja allir tala vel um nýsköpun. FLESTAR RÍKISSTJÓRNIR HAFA STUTT VIÐ NÝSKÖPUN Ef miðað er við önnur Evrópulönd hefur Ísland einnig staðið sig tiltölulega vel þegar kemur að stuðningi hins opinbera við nýsköpun. Samkvæmt tölum frá Eurostat hafa opinber útgjöld til rannsóknar og þróunar hérlendis oftast verið nokkuð yfir meðaltali Norðurlandanna og aðildarríkja Evrópusambandsins á síðustu árum, ef tekið er tillit til landsframleiðslu1.  Útgjöld ríkjanna til rannsóknar-og þróunarstarfs á árunum 2004-2019 má sjá á mynd hér að neðan, en samkvæmt henni nam framlag Íslands tæpu prósenti flest árin. Samsvarandi framlag á hinum Norðurlöndunum hefur numið 0,8 til 0,9 prósentum, en meðaltal innan ESB er nær 0,7 prósentum. Mikla breytingu mátti hins vegar sjá á árunum 2014, 2015 og 2016, þegar fjárlagafrumvörp voru í höndum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur sem iðnaðarráðherra. Á þessum þremur árum lækkuðu framlög íslenska ríkisins til rannsóknar og þróunar um helming og voru þau undir meðaltali ESB- ríkja og hinna Norðurlandanna. AUKNING Á SÍÐUSTU ÁRUM Á árunum 2017, 2018 og 2019 jókst hins vegar framlag hins opinbera til rannsóknar og þróunar til muna á ný og náði aftur tæpu prósenti af landsframleiðslu. Einungis JÓNAS ATLI GUNNARSSON hagfræðingur

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.