Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 7

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 7
Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. fyrirtækjanna: „Það er mjög létt að stofna leikjafyrirtæki en mjög erfitt að láta það ganga vel.“ GAT EKKI ANNAÐ EN AÐ FJÁRFESTA Í SPROTUM Umsvif Davíðs á tölvuleikjamarkaðnum hafa hins vegar minnkað á síðustu árum, en hann hætti sem forstjóri Unity árið 2014. Þó situr hann enn í stjórn fyrirtækisins, auk þess sem hann hefur verið stjórnarmaður í öðrum hugbúnaðar- og leikjafyrirtækjum. Samhliða því hefur hann svo aukið við fjárfestingar sínar í sprotafyrirtækjum. Hann byrjaði á slíkum fjárfestingum fyrir tíu árum síðan, en þær hafi þá verið að takmörkuðu leyti. „Síðan hef ég fjárfest meira á síðustu fimm árum og á síðustu 2-3 árum hefur það orðið svolítið fagmannlegra þar sem ég hef verið með teymi í kringum mig.“ „Ég fjárfesti kannski ekki mjög stórum upphæðum en hef þó fjárfest í mörgum fyrirtækjum. Þar eru leikja- fyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki, líftæknifyrirtæki og nú meira fyrirtæki sem þróa tækni sem dregur úr loftslags- vandanum,“ bætir hann við. Aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að fjárfesta í sprotafyrirtækjum segir Davíð það vera bæði vegna reynslu og áhuga. „Ég kann svolítið á að stofna tæknifyrirtæki og hef gaman af ferlinu í kringum það og fólkinu sem stofnar fyrirtækin. Ég gat eiginlega ekki annað en að gera það.“ „Ég er líka vel tengdur góðu fólki sem vill vinna með mér og sýna mér hluti, þannig að ég sé marga góða hluti gerast,“ bætir hann við. „Nú er ég kominn með teymi, en við vinnum saman í að pikka út bestu fyrirtækin og fjárfesta í þeim.“ Davíð Helgason var forstjóri Unity Technologies til ársins 2014. Ljósmynd: Jonggirl Lee, @gnal_official

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.