Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 43

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 43
43V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 ríkisstjórnir Noregs og Þýskalands vörðu hærra hlutfalli af landsframleiðslu í Evrópu á þeim tíma.  Til viðbótar við bein útgjöld úr opinberum sjóðum hefur ríkisstjórnin einnig eflt nýsköpun með skattaí- vilnunum á síðustu árum. Samkvæmt nýlegri greiningu hjá OECD hafa slíkar ívilnanir aukist meira hérlendis en í flestum öðrum þróuðum ríkjum2. Þróunina má sjá á mynd hér til hliðar, en þar sést að Ísland er komið langt fram úr meðaltali hinna Norðurlandanna í málaflokkinum. Samtökin bentu einnig á að yfirgnæfandi meirihluti slíkra ívilnana færu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.  ÖFUG ÞRÓUN HJÁ ALMENNINGI Á meðan áhugi stjórnmálamanna á nýsköpun og stuðningur þeirra við málaflokkinn hefur aukist má þó greina öfuga þróun í almennri umræðu. Samkvæmt Tímarit.is hefur dregið úr birtingu orðsins „nýsköpun“ á allra síðustu árum, eftir að það hafði birtst æ oftar á prenti á síðustu fjórum áratugum.  Þróunina má sjá á myndinni hér til hliðar, en sam- kvæmt henni náði fjöldi skipta sem orðið var birt í íslenskum blöðum og tímaritum hámarki árið 2014. Síðan þá hefur fjöldinn minnkað með hverju árinu sem líður og mældist hann í fyrra jafnmikill og hann var fyrir fjármálahrunið árið 2007.  Hér er gott að nefna að mælingar Tímarit.is eru ekki fullkomnar, til að mynda geti mælingar fyrir síðustu árin verið ónákvæmar þar sem tveggja til fjögurra ára töf gæti verið á birtingu blaða á síðunni. Auk þess hefur útgáfa prentaðra miðla einnig minnkað á síðustu árum, á meðan vefmiðlar hafa tekið sér stærra pláss í umræðunni. Þessi þróun er hins vegar í ágætu samræmi við minni notkun þessara orða á heimsvísu. Samkvæmt heimasíðunni Google Trends eru vinsældir leitarorðanna „innovation“ og „research and development“ einnig minni en þau voru, en áhuginn virðist hafa minnkað mest á fyrstu árunum eftir aldamótin. HVAÐ VELDUR ÞESSU? Hægt er að setja minnkandi áhuga almennings á nýsköpun í samhengi við minni framleiðnivöxt á síðustu árum. Frá aldamótum hefur sá vöxtur um það bil helmingast í Bandaríkjunum, úr 3 prósentum á ári að meðaltali niður í 1,5 prósent. Þróunin hefur verið svipuð hér á landi, þar sem vöxtur landsframleiðslu á hverja vinnustund hefur minnkað úr 10 prósentum á árunum 2004-2008 niður í 5 prósent á síðustu fimm árum.  Til lengri tíma byggir vöxtur framleiðni á nýsköpun. Minni framleiðnivöxtur er því merki um að nýsköpunin sé ekki að skila sér inn í hagkerfið með jafn skilvirkum hætti og áður. Í stjórnendakönnun PwC árið 2019 sagðist meirihluti stjórnenda eiga erfitt með að koma með nýj- ungar sem auka skilvirkni fyrirtækja þeirra3. Með minnkandi framleiðnivexti hefur almenningur fundið minna fyrir jákvæðum áhrifum nýsköpunar á líf þeirra og störf 2 https://www�oecd�org/sti/rd-tax-stats-iceland�pdf 3 https://www�pwc�com/mu/pwc-22nd-annual-global-ceo-survey-mu�pdf 4 https://www�wipo�int/edocs/pubdocs/en/wipo_pub_gii_2020�pdf 5 https://hbr�org/2020/02/stop-calling-it-innovation og er því ekki óeðlilegt að jákvæðu hughrifin sem fylgja orðinu hafi tekið að dvína. Í stað þess að tengja nýsköpun við þróun og framfarir gæti verið að almenningur tengi orðið frekar við áhættu eða uppstokkun á núverandi kerfi. Í einni rannsókn á meðal háskólamenntaðra starfs- manna í Bandaríkjunum og Kanada, tveimur löndum sem skora hátt í alþjóðlegum samanburði í málaflokknum,4 sögðust aðeins 14 til 28 prósent þeirra hafa mikinn metnað fyrir nýsköpun.5 Óvíst er hvort framleiðnivöxturinn muni taka við sér á næstunni en vonir standa til að svo verði, þar sem vinnu- venjur hafa breyst í kjölfar faraldursins. Aukin heimavinna gæti ýtt undir almenna tækniþekkingu, en með henni væri auðveldara að fullnýta alla þá nýsköpun sem hefur átt sér stað í stafrænum lausnum á síðustu árum. Ef það gerist mætti búast við að orðið nýsköpun verði aftur tengt við framfarir og nýja tíma. Þangað til er hins vegar líklegt að það verði fyrst og fremst notað á meðal stjórnmálamanna. MYND 3 FJÖLDI SKIPTA SEM ORÐIÐ NÝSKÖPUN KEMUR FYRIR Á TÍMARIT.IS MYND 1 ÚTGJÖLD TIL RANNSÓKNAR OG ÞRÓUNAR SEM HLUTFALL AF LANDSFRAMLEIÐSLU MYND 2 SKATTAÍVILNANIR TIL RANNSÓKNA OG ÞRÓUNAR SEM HLUTFALL AF LANDSFRAMLEIÐSLU

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.