Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 39
39V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
leiði til sambærilegra vara. Í þessu tilfelli getur þetta
leitt til þess að fyrirtæki reyni að aðgreina vörur sínar
frá vörum keppinauta.
Í fjórða lagi að fyrirtæki muni hafa viðbótarhvata til
þess að stunda nýsköpun ef það leiðir til þess að fæla
mögulega keppinauta frá því að fjárfesta í R&Þ. Hér
leiða nýjungarnar ekki einungis til þess að viðkomandi
fyrirtæki geti boðið fram betri eða ódýrari vöru eða
þjónustu, heldur minnka einnig líkurnar á því að mögu-
legir keppinautar stundi áþekka R&Þ þar sem þeir hafa
minni hvata til þess að fjárfesta í R&Þ en það fyrirtæki
sem var fyrst á markað.
Í grein sinni Competition and Innovation. Did
Arrow Hit the Bull‘s Eye færir Shapiro (2012) einnig
rök fyrir því að kenningar Schumpeter og Arrow séu
samþýðanlegar og af þeim leiði þrjár meginreglur.
Í fyrsta lagi felist í báðum kenningunum að það sé
nauðsynlegt að markaðir séu opnir (e. contestable) til
þess að nýsköpun dafni. Í öðru lagi að eftir því sem
meira af því virði sem hin nýja vara eða þjónusta skapar
skilar sér til þess sem var fyrstur með hana á markað,
og því betri vernd sem viðkomandi búi við því að aðrir
geti nýtt sér hana, því meiri séu hvatar viðkomandi
til nýsköpunar. Í þriðja lagi leiði aukin hagkvæmni
til aukinna möguleika til þess að skapa nýjar vörur
eða þjónustu, s.s. með því að sameina einingar sem
6 Shapiro, Carl� “Competition and Innovation: Did Arrow Hit the Bull’s Eye?” Bls� 361-404�
7 Sjá t�d� Federico, G�, Langus, G�, Valletti, M� 2017� „A simple model of mergers and innovation“� Economics Letter� 157� Bls� 136-140, Motta,
M�, Tarantino, E�, 2017� „The effect of horizontal mergers, when firms compete in prices and investments�“ Working Paper N� 1579, Department
of Economics and Business, UPF, Federico, G�, Langus, G�, Valletti, M� 2018� „A simple model of mergers and innovation� Horizontal mergers and
product innovation�“ International Journal of Industrial Organization� 61, bls� 590-612�
8 Sbr� 15� gr� samkeppnislaga nr� 44/2005�
nauðsynlegar eru til þess að ráðast í tiltekna rann-
sóknar- og þróunarvinnu.6
Niðurstöður fræðilegrar umfjöllunar um áhrif sam-
runa á nýsköpun, í tengslum við samrunaeftirlit á sl.
árum, benda almennt til þess að áhrifin séu neikvæð
nema umtalsverð hagkvæmni leiði af þeim.7
Af framangreindu má álykta að samkeppnisstefna
styðji sérstaklega við nýsköpun í umhverfi þar sem
stjórnvöld stefna að opnum mörkuðum, einstaklingar
og fyrirtæki fá að njóta ávaxta hugmynda sinna og tekið
er tillit þeirrar hagkvæmni sem getur falist í samvinnu
og samrunum fyrirtækja.
NÁLGUN SAMKEPPNISEFTIRLITS
ER SKYNSAMLEG
Þegar horft er til framkvæmdar samkeppnislaga þá virðist
hún þegar á heildina er litið falla vel að þeim hagfræðilegu
niðurstöðum sem færð hafa verið rök að hér að framan.
Þannig geta fyrirtæki t.d. réttlætt samvinnu sín á milli sem
gengur gegn banni við samráði, sýni þau fram á að ábati
af samstarfinu vegi upp hin neikvæðu skaðlegu áhrif sem
af samvinnunni gæti hlotist.8 Raunar er það þannig að
afskipti samkeppnisyfirvalda af R&Þ samstarfi fyrirtækja
er sjaldgæft enda oft á tíðum umtalsverður ábati sem
getur fylgt þess konar samstarfi. Í tilfelli samrunaeftirlits
er samkeppniseftirliti jafnframt gert að horfa heildstætt
Ljósmynd: Pexels