Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 20

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 20
20 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 fjárfestingum Bandaríkjahers. Það vantaði nýjar stoðir undir hagkerfið. HJARTSLÁTTURINN Á ÍSLANDI Á Íslandi eru sterkir innviðir og um margt góð fjárhags- staða til að aðlaga samfélagið að breyttum starfs- og lifn- aðarháttum. Hér í King County hefur tekist að byggja upp eitt mest spennandi og sterkasta hagkerfi veraldar. Fyrir nokkrum áratugum hefði það verið nær óhugs- andi tilhugsun, á skógi vöxnu svæði langt frá helstu fjár- magnsmörkuðum heimsins eins og New York, London og Tokyo. Inn í COVID átti heimurinn allur allt sitt undir því að nettengingarnar á heimilum starfsfólks þessara tæknirisa, væru nægilega góðar, og að það gæti sinnt sínum störfum heima hjá sér. Heilbrigðisþjónusta, samstarf ráðamanna heimsins, fjarfundir og menntakerfi. Allt var undir. Ísland ætti að setja sér það markmið að gaumgæfa vel, hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að byggja upp hagkerfi sem getur haft hjartslátt inn í æðakerfi heims- ins. Vistvæn matvælaframleiðsla og tækni sem henni tengist gæti orðið ígildi hjartsláttar, með margvíslegum tengingum við sprotastarf, rannsóknir og háskólastarf. Það sama má segja um tæknilausnir á sviði orkumála sem tengjast grænni orku Íslands og metnaðarfullu starfi íslenskra orkufyrirtækja og fræðimanna á því sviði. Ein tenging milli þessara geira er heilbrigðisþjónusta af ýmsu tagi. Í COVID-19 faraldrinum voru við rækilega minnt á hvað það getur skipt miklu máli að hafa umfangsmikla starfsemi á sviði rannsóknar og þróunar í samfélaginu, þegar Íslensk erfðagreining – með Kára Stefánsson í broddi fylkingar – steig inn í stórhættulega þróun faraldursins með sýnatöku og greiningum, sem enginn annar aðili hefði getað framkvæmt. Það bjargaði mannslífum. Það mun skipta miklu máli fyrir uppbyggingu Íslands í framtíðinni, að huga vel að fjárfestingum í nýsköpun, rannsóknum og þróun. Hvert hlutfallið af heildarumfangi ætti að vera, er ekki gott að segja til um, en viðmiðið úr rekstri fyrirtækja sem hafa náð miklum alþjóðlegum árangri, gæti verið nærri lagi. Það ætti að vera hvetjandi fyrir Ísland, að lítil samfé- lög eins og King County – sem meira að segja eru líka í nágrenni við eldfjöll, jökla og þjóðgarða – hafi náð að skapa ómissandi hjartslætti í æðakerfi heimshagkerfis nútímans. Á Íslandi eru til staðar innviðir til að byggja á og viljinn til nýrrar stefnumörkunar er fyrir hendi. Upp er kominn tími fyrir sértækar lausnir og virkjun fjármagns í rétta átt. Það er góð þumalputtaregla að það megi aldrei neinn tíma missa, þegar kemur að góðum og mikilvægum verkefnum. Það á sannarlega við um það verkefni, að byggja Ísland upp skynsamlega inn í breyttan heim hátækninnar. Höfundur er búsettur í Kirkland, í King County, stjórnarmaður í sjóðstýringarfélaginu Eyrir Venture Management, vísisjóðnum Eyrir Ventures, Kjarnanum, og nemandi í Stanford LEAD við Stanford Business School. Á Íslandi eru til staðar innviðir til að byggja á og viljinn til nýrrar stefnumörkunar er fyrir hendi. Ljósmynd: Pexels

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.