Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 19

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 19
19V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 Þörfin fyrir alþjóðlegt regluverk þegar kemur að þessum þáttum - bæði hvað varðar skilvirkni og eftirlit - er augljós. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóri, hefur sett rækilega á dagskrá hugmyndina um alþjóðlegt lágmark fyrirtækjaskatts, á undanförnum misserum. Þetta var hennar fyrsta verk í embætti. Þessi hugmynd snýr ekki einungis að því að uppræta skattsvik og skattasniðgöngu. Heldur einnig um að styrkja innviði hins alþjóðavædda heims, svo að æðakerfið sinni hlutverki sínu með réttlátum og eðlilegum hætti, þvert á landamæri. HLUTI AF ÆÐAKERFINU Þegar kemur að íslenska hagkerfinu finnst mér blasa við margar krefjandi spurningar, sem ekki eru einkamál hag- fræðinga, stjórnmálamanna eða embættismanna. Þær varða allt samfélagið. Hvernig á að byggja upp íslenska hagkerfið þannig að það sé hluti af þessu alþjóðlega æðakerfi heimshagkerfisins og stuðla verði að farsælli efnahagslegri framtíð landsins? Það er ekki meiningin að gefa tæmandi svar á þessum vettvangi við svo stórri spurningu, en ýmis hættumerki má greina fyrir Ísland nú þegar út úr COVID-19 faraldrinum verður komið. Tvö atriði eru hér tiltekin. 1. Sjálfvirkni og alþjóðleg stýring –til dæmis þegar kemur að ýmissi framleiðslu (álframleiðsla, fiskeldi, landbúnaður, vinnsla sjávarfangs) er að þróast í þá átt að verða stýrð með alþjóðlegri tækni (jafnvel úr öðrum löndum, sbr. þróun í fiskeldi) og allt bendir til þess að störfum muni fækka hratt, samhliða þessari þróun. Það er óþarfi að teikna þessa þróun upp sem neikvæða, að öllu leyti, en krefjandi getur orðið fyrir lítið einangrað hagkerfi að framþróa atvinnulífið með þeim hætti að vel borgandi störfum muni fjölga samhliða fólksfjölgun. Miklu mun skipta, til framtíðar horft, að Ísland geti verið hluti af þessu landamæralausa æðakerfi og sé helst einnig að stuðla að uppsprettu nýsköpunar og rannsókna, sem líkja má við hjartslætti fyrir hið landamæralausa æðakerfi. 2. Endurræsing ferðaþjónustu mun veita skammgóðan vermi, en á sama tíma kærkomna viðspyrnu í efna- hagslífinu. Ísland verður vafalítið vinsæll áfangastaður á nýjan leik. Vel borgandi alþjóðleg störf munu hins vegar ekki fylgja ferðaþjónustunni, nema þá í einstaka tilvikum. Það er sú mynd sem blasir vegna COVID-19 faraldursins. Höggið hefur verið mikið fyrir þann hóp innan ferðaþjónustunnar. Hluti af lærdómnum um hvað má bæta, ætti að snúa að því að hugsa Ísland sem hluta af alþjóðlegu æðakerfi Internetsins, sem sífellt er að stækka að umfangi. Þrátt fyrir örar breytingar á undanförnum 25 árum er ýmislegt sem bendir til þess að framundan séu hraðar breytingar sem geti valdið ójafnvægi og í versta falli grafið undan atvinnusköpun. Ákall um gerð heild- stæðrar atvinnustefnu, hef ég skilið á þá leið, að hún þurfi að fela í sér aðgerðaáætlun til að mæta miklum breytingum í starfs- og lifnaðarháttum. Stjórnvöld hafa unnið að stefnumörkun undir hatti fjórðu iðnbyltingarinnar, stéttarfélög hafa látið sig málið varða og það sama má segja um samtök atvinnurekenda. Það vantar ekki áhugann og það er jákvætt. STRAUMARNIR Í ÆÐAKERFINU Það þarf að huga að straumum peningana, ef það á að þróa hagkerfið með hagfelldum hætti samhliða þessum miklu breytingum. Fjárfestar - lífeyrissjóðir og aðrir - þurfa að taka þessi mál inn í fjárfestingarstefnu sína. Krafan um aukna áherslu fjárfesta á sjálfbærni, í umhverfis- og félagslegu tilliti, er hluti af þessum samhengi. Aðlögun er það orð sem fangar vel þá áskorun, sem felst í miklum samfélagslegum breytingum með sífellt stækkandi æðakerfi Internetsins. Á Íslandi mætti til dæmis hugsa sér að fjárfestingar í nýsköpun og rannsóknum verði drifkrafturinn að baki þessari aðlögun. Það á ekki einungis við um auknar fjár- festingar í sprotastarfsemi ýmis konar, heldur ekki síður rannsóknum sem geta ýtt undir sterkari tengingar við erlenda markaði, og þannig auknar útflutningstekjur til framtíðar horft. Hjá alþjóðlegum fyrirtækjum er stundum horft til þess að þau þurfi að fjárfesta um 6 til 10 prósent af tekjum í nýsköpun og þróun, til að viðhalda og þróa samkeppn- ishæfni rekstrarins. Á Íslandi gæti vel þurfti að ná þjóðarsátt um viðmið af þessum toga, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða- kerfisins á næstu árum og stuðningi hins opinbera, með ívilnunum og fjárfestingum. Heildareignir lífeyrissjóðanna nálgast nú 6.000 milljarða króna. Í því ljósi má hugsa um að eignaflokkur sem væri nýsköpun, rannsóknir og þróun, væri á bilinu 360 til 600 milljarðar hjá lífeyrissjóðakerfinu miðað við þá stöðu. Þetta væru ekki einungis fjármagn í vísisjóðum, heldur einnig í rótgrónari fyrirtækjum sem þurfa einnig að aðlagast og hafa tækifæri til að leysa krafta úr læð- ingi. Í dag er þetta aðeins brot af þessari upphæð. Nýsköpunarstarf sem er í gangi innan fyrirtækja er stundum ekki nægilega öflugt, einfaldlega vegna þess að það er erfitt að fjármagna það, á litlum markaði eins og þeim íslenska. Bankakerfið er oft ekki með nægilega sterka stöðu til að sinna þessu, þar sem yfirleitt er gerð krafa um veð í fasteign, með einhverjum hætti. Hið opinbera ætti að nálgast þetta verkefni fyrst og fremst í gegnum ívilnanir og hvata. Það er búið að gera mikið gagn með góðum aðgerðum, eins og hækkandi hlutfalli endurgreiðslna á kostnaði við rann- sóknir og þróun. En ganga þarf lengra í þessum efnum, til að styðja við aðlögun hagkerfisins. MARKMIÐIÐ UM HJARTSLÁTTINN Sá mikli vöxtur sem hefur einkennt hagkerfið hér í Was- hington ríki byggir að verulega miklu leyti, á því að umheimurinn er farinn að reiða sig á hjartsláttinn í King County, fyrir æðakerfi Internetsins. Samspil ýmissa þátta leiddu til þess að hagkerfið í ríkinu þróaðist með þessum hætti, en áratugasaga af ívilnunum og hvötum til að efla nýsköpun hefur án efa stutt við uppbyggingu starfa á svæðinu. Allt frá árinu 1978 hefur það verið stefna Washington ríkis að verða hjartað í heimshagkerfinu þegar kemur að tækni. Það sem leiddi þetta fram voru endurtekin áföll, með miklum samfélagslegum skaða, meðal annars vegna sveiflna í ferðaþjónustu og ýmsu fleiru, en hagkerfið í ríkinu var lengi vel verulega háð flugiðnaðarrisanum Boeing og

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.