Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 37
37V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
Önnur frumkvöðlasetur sem miðstöðin tók þátt í
að stofna voru staðsett innan um rótgrónari fyrirtæki
í svokölluðum viðskiptaklösum. Þeirra á meðal er Hús
sjávarklasans, sem er samstarfsverkefni miðstöðvarinnar
við Icelandair, Brim, Mannvit og Eimskip. Einnig hafa
nokkur frumkvöðlasetur verið reist á landsbyggðinni, líkt
og á Seyðisfirði, Selfossi og í Borgarnesi.
Til viðbótar við uppbyggingu ýmissa frumkvöðlasetra
hefur Nýsköpunarmiðstöðin einnig unnið að ýmsum öðrum
verkefnum. Til dæmis hefur hún staðið fyrir prófunum á sviði
húsbyggingartækni í gegnum Rannsóknastofu byggingar-
iðnaðarins og verið íslenskur tengiliður við Enterprise Europe
Network, sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum.
EKKI JAFN SKILVIRKT OG Í NÁGRANNALÖNDUM
Þrátt fyrir alla þessa starfsemi er óljóst hversu vel Nýsköp-
unarmiðstöðin hefur staðið sig í að „ala upp” frumkvöðla
og sprotafyrirtæki. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 var
árangur fyrirtækjanna sem nýtt höfðu sér frumkvöðlasetrin
lakari en á svipuðum stöðum í nágrannalöndum Íslands5.
Sú rannsókn byggði á könnun sem 54 fyrirtæki sem
höfðu nýtt sér aðstöðu frumkvöðlasetranna á tímabilinu
2007 til 2014 svöruðu. Tæpur helmingur þeirra hafði hætt
starfsemi, en einungis 41 prósent þeirra voru álitin vel
heppnuð. Þetta er helmingi lægra hlutfall af fyrirtækjum
sem náð höfðu árangri en í sambærilegum verkefnum í
Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum.
Þó er spurning hvort sanngjarnt sé að mæla árangur
frumkvöðlasetranna með þessum hætti. Líkt og kemur
fram í rannsókninni er yfirlýst markmið frumkvöðlasetr-
anna hérlendis ekki að gera sem flest fyrirtæki arðbær,
heldur einungis að verða vettvangur þar sem frumkvöðlar
geta unnið í sínum hugmyndum.
SVEIGJANLEGRA OG ÓDÝRARA Í ÖÐRU FORMI
Ákvörðunin um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöðina virðist
þó ekki hafa komið til vegna þess að hún hafi sinnt starfi sínu
illa. Þvert á móti sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
nýsköpunarráðherra, að sú aðstaða og aðstoð sem miðstöðin
og starfsfólk hennar hefðu veitt í gegnum árin hefði „skipt
sköpum fyrir fjölmarga frumkvöðla og fyrirtæki og tekið þátt
í að skapa það nýsköpunarumhverfi sem við njótum í dag“6.
Hins vegar heldur ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar því
fram að hægt sé að framkvæma hluta verkefna miðstöðv-
arinnar með öðrum hætti og að hætta megi öðrum ver-
kefnum þar sem þau séu ekki „forgangsverkefni hins
opinbera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis.“
Hluti þeirra verkefna sem hætt verður við verða ýmsar
prófanir sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins getur
útvistað til einkaaðila. Þar fyrir utan mun ýmis önnur
starfsemi vera framkvæmd af öðrum ríkisstofnunum, líkt
og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Í stað frumkvöðlasetranna verður svo stofnað sérstakt
tæknisetur í samstarfi við háskólasamfélagið, sem verður
staðsett í Vatnsmýrinni og alfarið í eigu ríkisins í gegnum
5 https://skemman�is/bitstream/1946/18227/1/KristinnHrobjartssonBS-MeasuringTheEffectivenessOfNMIIncubators�pdf
6 https://www�stjornarradid�is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/25/Endurskodun-a-Nyskopunarmidstod-Islands-i-takt-vid-nyskopunarstefnu/
7 https://www�stjornarradid�is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2007/06/06/Forstjori-Nyskopunarmidstodvar-radinn/
8 https://northstack�is/2021/03/10/a-tech-hub-might-rise-in-central-reykjavik/
óhagnaðardrifið einkahlutafélag. Ýmis verkefni miðstöðvar-
innar sem snúa að stuðningi við nýsköpun á landsbyggðinni
verði svo frekar tengdar við sóknaráætlanir landshlutanna
og atvinnulíf á þeim stöðum, samkvæmt frumvarpinu.
Aðgerðirnar eru líka hugsaðar sem sparnaður fyrir hið
opinbera, en með þeim býst ráðuneytið við að ríkissjóður
minnki greiðslur sínar til verkefna sem Nýsköpunarmið-
stöðin sinnti áður um rúmar 300 milljónir króna á ári hverju.
MIKIL ÓVISSA OG ÁHÆTTA
Ekki eru allir sáttir með frumvarp Þórdísar Kolbrúnar þrátt
fyrir að það hafi komist í gegnum Alþingi án mikilla láta.
Flestar þeirra 70 umsagna sem birtust í Samráðsgátt stjórn-
valda um frumvarpsdrögin voru neikvæðar í garð málsins. Til
dæmis gagnrýndu ýmis sveitarfélög frumvarpið fyrir að gera
ekki grein fyrir stuðningi til nýsköpunar á landsbyggðinni
með markvissari hætti, auk þess sem Reykjavíkurborg taldi
töluverða óvissu ríkja á meðal frumkvöðla um hvað tæki við.
Vísindasamfélagið virðist einnig setja spurningamerki
við lokunina. Háskóli Íslands sagði það vera áhættusamt
rekstrarmódel að ganga út frá því að hið nýja hlutafélag
hefði árlega fastar tekjur af styrkumsóknum sem stæðu að
stórum hluta undir rekstri félagsins. Vísindafélag Íslands
sagðist einnig hafa „þungar áhyggjur að þær aðgerðir sem
frumvarpið leggur til feli í sér meiri skaða en ávinning
fyrir nýsköpun og tækniþróun Íslands.“
BREYTIST MIKIÐ?
Þótt frumvarpið feli í sér miklar grundvallarbreytingar á
stuðningi hins opinbera til nýsköpunar eru megináherslurnar
ennþá þær sömu. Enn munu frumkvöðlar hafa aðstöðu til
að þróa hugmyndir sínar áfram í gegnum svokölluð þekk-
ingarsetur á vegum ríkisins, en vonast er til þess að það verði
gert með ódýrari og skilvirkari hætti en áður.
Miðað við þá gagnrýni sem nýsköpunarráðherra
hefur fengið vegna aðgerðanna ríkir hins vegar enn mikil
óvissa um það hvernig breytingarnar muni hafa áhrif á
frumkvöðla starfsemi hér á landi. Hægt væri að draga úr
þessari óvissu með skýrari stefnumörkun frá hinu opin-
bera, til dæmis um það hvernig hlúð yrði að frumkvöðlum
á landsbyggðinni í framtíðinni.
Aftur á móti gæti mikill ávinningur skapast af því að
færa starfsemina sem Nýsköpunarmiðstöð sinnti áður í
Vatnsmýrina. Það var allavega mat Össurar Skarphéðins-
sonar, sem sagðist sjá fyrir sér að miðstöðin yrði staðsett
þar í framtíðinni, þar sem henni yrði ætlað að starfa náið
með háskólasamfélaginu7. Tæknisetrið sem tæki við af
miðstöðinni yrði einnig góð viðbót við sameiginleg áform
Reykjavíkurborgar og háskólanna tveggja um að stofna rann-
sóknarklasann „Reykjavík Science City“ í Vatnsmýrinni8.
Upp úr ösku Nýsköpunarmiðstöðvar gæti því risið ný
og betri tegund stuðnings hins opinbera við frumkvöðla
hér á landi. Þó er ljóst að það mun ekki gerast að sjálfu
sér með þeim lagabreytingum sem hafa verið samþykktar
nýlega. Vanda þarf betur til verka.